Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Andri Eysteinsson skrifar 29. desember 2018 13:40 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur legið undir mikilli gagnrýni vegna Brexit. EPA/ Luke MacGregor Breska ríkisstjórnin mun verja yfir 100 milljónum punda í nýjar ferjur komi til þess að samningar um útgöngu Bretlands úr ESB náist ekki. Ferjunum verður ætlað að greiða fyrir samgöngum um Ermarsund. Þrír mánuðir eru þar til að Bretland mun yfirgefa sambandið og líkur á því að engin Brexit-samningur verði gerður virðast vera að aukast. Slík atburðarás er algjör martraðastaða fyrir mörg fyrirtæki sem að sögn Reuters hafa hafið undirbúning fyrir efnahagslegt áfall í kjölfar Brexit. Komi til þess að ekki verði samið er ljóst að miklar tafir geta orðið á samgöngum um Ermarsundsgöng milli Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Eins og fyrirkomulagið er í dag keyra um 16.000 flutningabílar og aðrir beint í gegn. Verði ekki samið mun hver bíll vera stöðvaður í vegabréfa og tollaskoðun. Slíkt mun hafa í för með sér töluverðar tafir á umferð. Til að tækla þetta vandamál hefur breska ríkisstjórnin lagt til hliðar fjármuni til kaupa á ferjum til að létta á álaginu á göngunum. Samið hefur verið við þrjú fyrirtæki um að reka ferjur frá þremur breskum sjávarbæjum, Poole, Portsmouth og Plymouth. Verði samningar um Brexit ekki klárir þegar bretland gengur úr ESB í byrjun mars, munu áætlanir þessar fara af stað. Það mun kosta bresk stjórnvöld um 110 milljónir punda að standa við ferjusamningana sem hafa verið gerðir. Vincent Cable, formaður frjálslyndra demókrata sagði samningana „algjöra sturlun“ og sagði þetta ábyrgðarlausa sóun á almannafé. Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. 20. desember 2018 13:02 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Breska ríkisstjórnin mun verja yfir 100 milljónum punda í nýjar ferjur komi til þess að samningar um útgöngu Bretlands úr ESB náist ekki. Ferjunum verður ætlað að greiða fyrir samgöngum um Ermarsund. Þrír mánuðir eru þar til að Bretland mun yfirgefa sambandið og líkur á því að engin Brexit-samningur verði gerður virðast vera að aukast. Slík atburðarás er algjör martraðastaða fyrir mörg fyrirtæki sem að sögn Reuters hafa hafið undirbúning fyrir efnahagslegt áfall í kjölfar Brexit. Komi til þess að ekki verði samið er ljóst að miklar tafir geta orðið á samgöngum um Ermarsundsgöng milli Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Eins og fyrirkomulagið er í dag keyra um 16.000 flutningabílar og aðrir beint í gegn. Verði ekki samið mun hver bíll vera stöðvaður í vegabréfa og tollaskoðun. Slíkt mun hafa í för með sér töluverðar tafir á umferð. Til að tækla þetta vandamál hefur breska ríkisstjórnin lagt til hliðar fjármuni til kaupa á ferjum til að létta á álaginu á göngunum. Samið hefur verið við þrjú fyrirtæki um að reka ferjur frá þremur breskum sjávarbæjum, Poole, Portsmouth og Plymouth. Verði samningar um Brexit ekki klárir þegar bretland gengur úr ESB í byrjun mars, munu áætlanir þessar fara af stað. Það mun kosta bresk stjórnvöld um 110 milljónir punda að standa við ferjusamningana sem hafa verið gerðir. Vincent Cable, formaður frjálslyndra demókrata sagði samningana „algjöra sturlun“ og sagði þetta ábyrgðarlausa sóun á almannafé.
Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. 20. desember 2018 13:02 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. 20. desember 2018 13:02
Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15
Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15