Sakar nágrannann og bæinn um blekkingar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. desember 2018 07:15 Framkvæmdir eru í gangi handan trjánna neðan við sumarhúsið Lyngholt í Mosfellsdal þrátt fyrir kvaðir á afsali frá 1940. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ása Jónsdóttir sem á sumarbústað í Mosfellsdal hefur kært byggingarframkvæmdir nágranna síns og fullyrðir að skipulagsstjóri Mosfellsbæjar hafi blekkt hana er hún spurðist fyrir við upphaf framkvæmdanna. „Verið er að blekkja mig, gamalmennið, á ótrúlegan hátt til að koma í veg fyrir það að ég muni verja lögvarinn rétt minn,“ segir Ása, sem er 82 ára, í kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Faðir Ásu keypt árið 1940 sumarhúsið Lyngholt af ömmu og afa mannsins sem síðar eignaðist húsið Brekkukot. Í kærunni segir Ása að skömmu eftir andlát föður hennar hafi Brekkukotshúsið verið reist í leyfisleysi og „á skömmum tíma með sviksamlegum hætti“ sunnan sumarhússins. Og nú eru aftur hafnar framkvæmdir nærri sumarhúsinu. Segir Ása að á undanförnum mánuðum hafi eigandi Brekkukots undirbúið framkvæmdir „á því svæði sem liggur næst lóðamörkum mínum og blasir það við svæði frá aðalstofu hússins og palli sem mest eru notuð og versta stað sem hugsast getur fyrir hús mitt“. Að sögn Ásu taldi hún, þegar jarðvegsframkvæmdir hófust, að nágranni hennar, sem unnið hafi fyrir Mosfellsbæ, hafi ætlað að útbúa stæði fyrir vélar. Hana hafi ekki grunað að til stæði að reisa hús. Eftir að hafa lesið í Fréttablaðinu um aukaúthlutun í Brekkukoti segir Ása hins vegar að strax hafi hvarflað að henni að nágranninn hefði verið að taka grunn að nýjum bústað. „Hafði ég þá strax samband við skipulagsstjóra, Ólaf Melsteð, sem fullvissaði mig um að svo væri ekki; sagðist hafa skroppið upp eftir til Gísla [eiganda Brekkukots] sem fullyrti að þetta væru ekki húsaframkvæmdir,“ lýsir Ása í kærunni. „Raunin var sú að blekkingarleikur var í gangi, allt virðist hafa verið ákveðið löngu fyrirfram.“ Segir Ása að 7. desember síðastliðinn hafi hún fyrir tilviljun lesið í Fréttablaðinu um aðalskipulagstillögu sem heimili byggingu nýs íbúðarhúss við Brekkukot. Því hafi ranglega verið haldið fram að henni hefði verið send tilkynning um málið. „Enn ein blekkingin,“ segir hún. Vísar Ása í gamla skilmála um bann við byggingum. „Eigendur Brekkukots vissu fullvel um innihald afsals míns og byggingarbann á melnum, enda nátengd fjölskyldunni sem seldi pabba landspilduna. Beri þau annað á borð eru þau ekki að segja sannleikann.“ Kveðst Ása algerlega á móti nýjum byggingum neðan við bústaðinn sem muni rýra verðgildi hans umtalsvert og raska þar friði. „Mér virðist annarlegar ástæður að baki þessari skipulagssamþykkt,“ segir Ása í kærunni. Öðrum hafi verið synjað um aukalóðir. „Þar sem afsal mitt er í fullu gildi með lögvörðum rétti um byggingarbann á melnum, fæ ég ekki skilið hvers vegna eigendur Brekkukots fá ekki afsvar við lóðaumsókn sinni.“ Í minnisblaði frá lögmanni Mosfellsbæjar er staðfest að skjalinu sem Ása nefnir hafi verið þinglýst á sumarhúsið Lyngholt. Skjalinu hafi hins vegar aldrei verið þinglýst á Brekkukot. Hafi eigendur Brekkukots ekki vitað af kvöðinni ættu þeir ekki að þurfa að lúta henni. Réttindin, sem var þinglýst, séu engu að síður gild, segir lögmaðurinn og skuldbindandi fyrir þann sem veitti þau. „Svo virðist hins vegar sem viðkomandi hafi ekki efnt samning sinn við bréfritara [Ásu] með því að tryggja að takmörkuninni yrði þinglýst á Brekkukot. Bréfritari á því mögulega rétt á skaðabótum úr hans hendi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mosfellsbær Skipulag Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Ása Jónsdóttir sem á sumarbústað í Mosfellsdal hefur kært byggingarframkvæmdir nágranna síns og fullyrðir að skipulagsstjóri Mosfellsbæjar hafi blekkt hana er hún spurðist fyrir við upphaf framkvæmdanna. „Verið er að blekkja mig, gamalmennið, á ótrúlegan hátt til að koma í veg fyrir það að ég muni verja lögvarinn rétt minn,“ segir Ása, sem er 82 ára, í kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Faðir Ásu keypt árið 1940 sumarhúsið Lyngholt af ömmu og afa mannsins sem síðar eignaðist húsið Brekkukot. Í kærunni segir Ása að skömmu eftir andlát föður hennar hafi Brekkukotshúsið verið reist í leyfisleysi og „á skömmum tíma með sviksamlegum hætti“ sunnan sumarhússins. Og nú eru aftur hafnar framkvæmdir nærri sumarhúsinu. Segir Ása að á undanförnum mánuðum hafi eigandi Brekkukots undirbúið framkvæmdir „á því svæði sem liggur næst lóðamörkum mínum og blasir það við svæði frá aðalstofu hússins og palli sem mest eru notuð og versta stað sem hugsast getur fyrir hús mitt“. Að sögn Ásu taldi hún, þegar jarðvegsframkvæmdir hófust, að nágranni hennar, sem unnið hafi fyrir Mosfellsbæ, hafi ætlað að útbúa stæði fyrir vélar. Hana hafi ekki grunað að til stæði að reisa hús. Eftir að hafa lesið í Fréttablaðinu um aukaúthlutun í Brekkukoti segir Ása hins vegar að strax hafi hvarflað að henni að nágranninn hefði verið að taka grunn að nýjum bústað. „Hafði ég þá strax samband við skipulagsstjóra, Ólaf Melsteð, sem fullvissaði mig um að svo væri ekki; sagðist hafa skroppið upp eftir til Gísla [eiganda Brekkukots] sem fullyrti að þetta væru ekki húsaframkvæmdir,“ lýsir Ása í kærunni. „Raunin var sú að blekkingarleikur var í gangi, allt virðist hafa verið ákveðið löngu fyrirfram.“ Segir Ása að 7. desember síðastliðinn hafi hún fyrir tilviljun lesið í Fréttablaðinu um aðalskipulagstillögu sem heimili byggingu nýs íbúðarhúss við Brekkukot. Því hafi ranglega verið haldið fram að henni hefði verið send tilkynning um málið. „Enn ein blekkingin,“ segir hún. Vísar Ása í gamla skilmála um bann við byggingum. „Eigendur Brekkukots vissu fullvel um innihald afsals míns og byggingarbann á melnum, enda nátengd fjölskyldunni sem seldi pabba landspilduna. Beri þau annað á borð eru þau ekki að segja sannleikann.“ Kveðst Ása algerlega á móti nýjum byggingum neðan við bústaðinn sem muni rýra verðgildi hans umtalsvert og raska þar friði. „Mér virðist annarlegar ástæður að baki þessari skipulagssamþykkt,“ segir Ása í kærunni. Öðrum hafi verið synjað um aukalóðir. „Þar sem afsal mitt er í fullu gildi með lögvörðum rétti um byggingarbann á melnum, fæ ég ekki skilið hvers vegna eigendur Brekkukots fá ekki afsvar við lóðaumsókn sinni.“ Í minnisblaði frá lögmanni Mosfellsbæjar er staðfest að skjalinu sem Ása nefnir hafi verið þinglýst á sumarhúsið Lyngholt. Skjalinu hafi hins vegar aldrei verið þinglýst á Brekkukot. Hafi eigendur Brekkukots ekki vitað af kvöðinni ættu þeir ekki að þurfa að lúta henni. Réttindin, sem var þinglýst, séu engu að síður gild, segir lögmaðurinn og skuldbindandi fyrir þann sem veitti þau. „Svo virðist hins vegar sem viðkomandi hafi ekki efnt samning sinn við bréfritara [Ásu] með því að tryggja að takmörkuninni yrði þinglýst á Brekkukot. Bréfritari á því mögulega rétt á skaðabótum úr hans hendi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mosfellsbær Skipulag Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira