Guðmundur: Færumst nær því að taka ákvörðun Anton Ingi Leifsson úr Laugardalshöll skrifar 28. desember 2018 21:56 Guðmundur á hliðarlínunni. vísir/vilhelm Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að þjálfarateymi landsliðsins færist nær því að taka ákvörðun um hvaða sextán leikmenn spili með Íslandi á HM í janúar. Margir leikmenn fengu tækifæri með Íslandi í kvöld en Guðmundur valdi á dögunum tuttugu manna æfingahóp sem tekur þátt í þessum tveimur vináttulandsleik gegn Barein. „Ég var ánægður með byrjunina þar sem við vorum mjög flottir bæði í vörn og sókn. Það gekk upp sem við ætluðum okkur en síðan byrjum við að fá brottvísanir,“ sagði Guðmundur í leikslok. „Þetta voru klaufalegar brottvísanir og það er alltof mikið að fá á sig fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þá fannst mér þeir komast inn í leikinn og það slakknaði á einbeitingunni í hröðum upphlaupum.“ „Við erum að fara með fimm algjör dauðafæri í hröðum upphlaupum og það var dýrt í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var allt öðruvísi og við þéttum vörnina og stóðum vörnina mjög vel.“ „Við náðum mjög mörgum hraðaupphlaupum. Síðan mátti búast við því að það kæmi smá los á þetta. Við vorum að skipta rosa mikið inn á og það er erfitt að meta frammistöðu liðsins út frá því.“ Guðmundur segir að aðal áhersla leiksins í dag hafi farið í það að komast nær niðurstöðu um tvær stöður; miðjuna og línuna en í viðtali við Stöð 2 í gær sagði Guðmundur að hann myndi nýta leikinn í kvöld til þess að fá svör. „Við vorum að horfa á frammistöðu einstaka leikmanna í öllum stöðum en auðvitað erum við búnir að horfa mikið á miðju- og línumannsstöðuna. Það er engin launung,“ sagði Guðmundur sem segist vera kominn nær niðurstöðu. „Já, við færumst nær því að taka ákvörðun um hvernig þetta á að líta út. Það er hver leikur þegar út í það er komið,“ en á sunnudaginn mætast liðin aftur og þá fá fleiri tækifæri. „Maður eins og Janus Daði mun taka þátt í þeim leik. Við erum búnir að ákveða það. Við ákváðum að hann kæmi ekki inn í kvöld því við fengum fáar sóknir í síðari hálfleik. Þetta voru mikið af hraðaupphlaupum og okkur fannst ekki rétt að setja inn enn einn miðjumanninn.“ HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir að þjálfarateymi landsliðsins færist nær því að taka ákvörðun um hvaða sextán leikmenn spili með Íslandi á HM í janúar. Margir leikmenn fengu tækifæri með Íslandi í kvöld en Guðmundur valdi á dögunum tuttugu manna æfingahóp sem tekur þátt í þessum tveimur vináttulandsleik gegn Barein. „Ég var ánægður með byrjunina þar sem við vorum mjög flottir bæði í vörn og sókn. Það gekk upp sem við ætluðum okkur en síðan byrjum við að fá brottvísanir,“ sagði Guðmundur í leikslok. „Þetta voru klaufalegar brottvísanir og það er alltof mikið að fá á sig fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þá fannst mér þeir komast inn í leikinn og það slakknaði á einbeitingunni í hröðum upphlaupum.“ „Við erum að fara með fimm algjör dauðafæri í hröðum upphlaupum og það var dýrt í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var allt öðruvísi og við þéttum vörnina og stóðum vörnina mjög vel.“ „Við náðum mjög mörgum hraðaupphlaupum. Síðan mátti búast við því að það kæmi smá los á þetta. Við vorum að skipta rosa mikið inn á og það er erfitt að meta frammistöðu liðsins út frá því.“ Guðmundur segir að aðal áhersla leiksins í dag hafi farið í það að komast nær niðurstöðu um tvær stöður; miðjuna og línuna en í viðtali við Stöð 2 í gær sagði Guðmundur að hann myndi nýta leikinn í kvöld til þess að fá svör. „Við vorum að horfa á frammistöðu einstaka leikmanna í öllum stöðum en auðvitað erum við búnir að horfa mikið á miðju- og línumannsstöðuna. Það er engin launung,“ sagði Guðmundur sem segist vera kominn nær niðurstöðu. „Já, við færumst nær því að taka ákvörðun um hvernig þetta á að líta út. Það er hver leikur þegar út í það er komið,“ en á sunnudaginn mætast liðin aftur og þá fá fleiri tækifæri. „Maður eins og Janus Daði mun taka þátt í þeim leik. Við erum búnir að ákveða það. Við ákváðum að hann kæmi ekki inn í kvöld því við fengum fáar sóknir í síðari hálfleik. Þetta voru mikið af hraðaupphlaupum og okkur fannst ekki rétt að setja inn enn einn miðjumanninn.“
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira