
Klíf í brattann
Metnaðarlaust áramótaheit Allsnægtirnar eru nefnilega ekki líklegar til þess að draga fram það allra besta í fari okkar. Og það vita allir þeir sem rannsakað hafa hamingjuna að því fer víðs fjarri að hún felist í innantómri vellíðan eða lífsnautnum. Sumir virðast meira að segja hafa komist að þeirri niðurstöðu að það séu einmitt þessar gömlu dyggðir—eins og hugrekki og fórnfýsi—sem líklegastar eru til þess að gera menn raunverulega sátta við tilveruna. Og að það sé jafnvel þess virði að þjálfa upp í sér getuna til þess að umbera skort og óþægindi—svo maður sé óhræddur við að glata einhverju af þeim munaði sem einkennir líf okkar flestra. Það er ýmist meðvitað eða ómeðvitað sem áramótaheit fela einmitt gjarnan í sér að gefa upp á bátinn einhvern óþarfan lúxus; eða að fara út fyrir þægindarammann með einum eða öðrum hætti. Innst inni vitum við að við höfum gott af því. Líklega er metnaðarminnsta áramótheit sem ég man eftir það sem skólabróðir minn strengdi skömmu fyrir aldamót. Það fólst nánast áþreifanleg fegurð í því að líf þessa unga manns virtist svo áreynslulaust að honum kom ekkert betra til hugar en að strengja þess heit að halda sig við sömu tegundina af sígarettum út næsta ár. Það eykur enn á sjarmann yfir þessari minningu að jafnvel þrátt fyrir hið yfirþyrmandi metnaðarleysi í heitstrengingunum þá má bóka að allt hafi verið margsvikið, yfirgefið, gleymt og grafið löngu fyrir þrettándann. Þótt áramótaheitið metnaðarlausa hafi ekki verið sett fram í fullri alvöru þá fólst mikill sannleikur í því að skólabróðir minn hafði um þær mundir ekki áhuga á að leggja á sig meira erfiði eða óþægindi.
Heiður eða þægindi En það er hollt að hugsa til þess að þegar mikið liggur við þá er óhjákvæmilegt að komast að því hvort hugrekkisvöðvinn í sálinni sé slappur eða sterkur. Í söngleiknum Söngvaseiði (Sound of Music) segir frá von Trapp fjölskyldunni austurrísku og nunnunni Maríu sem er send að herragarði höfuðsmanns til að hugsa um börnin hans sjö. Kvikmyndin er skemmtileg en undirtónninn grafalvarlegur. Söngvaseiður fjallar nefnilega um hugrekki. Nunnan María þarf að sigrast á ótta sínum og kvíða þegar hún er send til þess að gæta hinna óstýrilátu barna höfuðsmannsins, og hún þarf að sýna hugrekki þegar hún óhlýðnast valdboði hans ítrekað í þágu barnanna. Þau sýna bæði hugrekki í ástinni sem blómstrar á milli þeirra. En umfram allt sýna þau hugrekki andspænis þeim ægilega veruleika sem heltók Austurríki á þeim tíma sem sagan gerist. Þýskir nasistar og austurrískir fylgismenn þeirra undirbjuggu jarðveginn fyrir sameiningu ríkjanna tveggja undir hakakrossinum. Höfuðsmaðurinn von Trapp vill ekkert með nasista hafa og segir það hverjum sem heyra vill og rífur sundur fána þriðja ríkisins sem hafinn hafði verið á loft yfir heimili hans. Þegar hann fær svo fyrirskipun frá Berlín um að honum beri að fara til Bremerhaven og taka við stjórn flota í þýska hernum þá reynir á. Að hafna herkvaðningunni fæli í sér dauðadóm yfir honum sjálfum og fjölskyldunni. En að taka boðinu var í huga höfuðsmannsins einfaldlega óhugsandi. Von Trapp fjöskyldan yfirgaf því ríkmannlegt líf sitt, öll þægindi og lífsgæði og flúði brosandi og allslaus á fæti yfir Alpana, til þess eins að höfuðsmaðurinn gæti haldið heiðri sínum. Þau vissu öll að sársaukinn var þess virði.
Út fyrir þægindarammann Við komumst ekki hjá því í lífinu að mæta erfiðleikum. Jafnvel í velmegun nútímans mætum við sársauka, sjúkdómum, sorg og dauða. Allir þessir óhjákvæmilegu erfiðleikar lífsins verða þó bærilegri þeim sem hafa til að bera hugrekki, þeim sem ekki bugast heldur berjast. Við notum oft áramótin til að hugsa um hvernig við getum gert líf okkar betra og einfaldara. Það er stórgóð hefð. Allt sem felur í sér fórn, óþægindi eða skort krefst hugrekkis. Hvort sem það er að hætta að reykja eða drekka, hreyfa sig meira, eyða minni peningum eða borða hollara; það er ekki bara sjálfsaginn, heldur hugrekkið sem kemur manni í gegnum erfiðustu skaflana. Áramótaheitin þurfa kannski ekki að umbylta lífi manns, en það er gott að hugsa til þess að þegar maður stígur viljandi ögn út fyrir þægindarammann þá er maður líka að þjálfa sig til þess að þola betur ágjafir og áföll; verða sterkari og gagnlegri öllum þeim sem á mann treysta.
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar