Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2018 23:30 Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Markmið tilraunaverkefnisins er að leita nýrra leiða til að bregðast við húsnæðisvandanum sem ríkir víða á landsbyggðinni og í Hörgársveit eru menn klárir í slaginn að sögn sveitarstjórans Snorra Finnlaugssonar. „Við erum tilbúin með tvö þéttbýli þar sem við höfum skipulagt lóðir þannig að við erum mjög vel í stakk búin að taka þátt í svona verkefni,“ segir Snorri. Gert er ráð fyrir um níutíu íbúðum á Lónsbakka, rétt fyrir utan Akureyri og fimmtán íbúðum á Hjalteyri við Eyjafjörð. Reiknað er með að í vor hefjist framkvæmdir á þrjátíu til 45 íbúðum á Lónsbakka enda þörfin brýn. „Það hefur verið skortur á íbúðum hér á þessu svæði eins og víða annars staðar á landsbyggðinni og hefur staðið alls konar uppbyggingu fyrir þrifum að hafa ekki haft nóg af íbúðum.“ Seinni áfangi uppbyggingarinnar gerir ráð fyrir öðru eins byggingarmagni og gerir Snorri sér vonir um að tilraunaverkefnið muni liðka fyrir uppbyggingu seinni áfangans. „Það auðveldar á þann hátt að þegar kemur að seinni áfanganum þá horfa menn kannski frekar til þess að vera í samstarfi við leigufélög eða húsbyggingarfélög, eða húsnæðissamvinnufélög eða eitthvað slíkt um uppbyggingu smærri íbúða. Þetta svæði er einmitt skipulagt sem slíkt.“ Íbúar í Hörgársveit eru um sex hundruð en menn gera sér vonir um að rjúfa þúsund íbúa múrinn þegar áætlaðri uppbyggingu verði lokið. Standa vonir til þess að með því að byggja smærri íbúðir sé hægt að laða til sín yngra fólk. „Það eldist, samfélagið, þannig að við horfum svolítið til þess að fá yngra fólkið inn,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri. Húsnæðismál Hörgársveit Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Markmið tilraunaverkefnisins er að leita nýrra leiða til að bregðast við húsnæðisvandanum sem ríkir víða á landsbyggðinni og í Hörgársveit eru menn klárir í slaginn að sögn sveitarstjórans Snorra Finnlaugssonar. „Við erum tilbúin með tvö þéttbýli þar sem við höfum skipulagt lóðir þannig að við erum mjög vel í stakk búin að taka þátt í svona verkefni,“ segir Snorri. Gert er ráð fyrir um níutíu íbúðum á Lónsbakka, rétt fyrir utan Akureyri og fimmtán íbúðum á Hjalteyri við Eyjafjörð. Reiknað er með að í vor hefjist framkvæmdir á þrjátíu til 45 íbúðum á Lónsbakka enda þörfin brýn. „Það hefur verið skortur á íbúðum hér á þessu svæði eins og víða annars staðar á landsbyggðinni og hefur staðið alls konar uppbyggingu fyrir þrifum að hafa ekki haft nóg af íbúðum.“ Seinni áfangi uppbyggingarinnar gerir ráð fyrir öðru eins byggingarmagni og gerir Snorri sér vonir um að tilraunaverkefnið muni liðka fyrir uppbyggingu seinni áfangans. „Það auðveldar á þann hátt að þegar kemur að seinni áfanganum þá horfa menn kannski frekar til þess að vera í samstarfi við leigufélög eða húsbyggingarfélög, eða húsnæðissamvinnufélög eða eitthvað slíkt um uppbyggingu smærri íbúða. Þetta svæði er einmitt skipulagt sem slíkt.“ Íbúar í Hörgársveit eru um sex hundruð en menn gera sér vonir um að rjúfa þúsund íbúa múrinn þegar áætlaðri uppbyggingu verði lokið. Standa vonir til þess að með því að byggja smærri íbúðir sé hægt að laða til sín yngra fólk. „Það eldist, samfélagið, þannig að við horfum svolítið til þess að fá yngra fólkið inn,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Húsnæðismál Hörgársveit Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira