Brunavarnir Suðurnesja fengu útkall skömmu fyrir klukkan sex um að eldur logaði í húsi að Framnesvegi. Jón Gunnlaugsson slökkviliðsstjóri segir að í tilkynningu hafi verið grunur um að maður hafi verið sofandi inni í húsinu.
Þegar slökkvilið og sjúkraflutningamenn komu á vettvang reyndist maðurinn vera kominn út en eldamennska hafði farið úr böndunum. Enginn eldur logaði í húsinu en slökkviliðsmenn reykræstu húsið.
