Tilkynnt var um eld í tveimur bílum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi, að því er fram kemur í dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Annar bíllinn var í Mosfellsbæ en hinn í Garðabæ en slökkvilið sá um að slökkva eldinn í báðum tilvikum.
Þá voru ökumenn stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tvær bifreiðar voru stöðvaðar vegna þessa í hverfi 108 í Reykjavík og ein í Kópavogi.
