McAusland fékk sig lausan undan samningi við Keflavík í gær en hann hefur spilað með Keflavík síðastliðin þrjú ár en hann var fyrirliði liðsins þegar það féll úr Pepsi-deildinni síðastliðið sumar.
McAusland hefur spilað 66 leiki hér á landi og skorað í þeim tvö mörk.
Grindavík hafnaði í 10.sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð og í kjölfarið lét Óli Stefán Flóventsson af störfum. Við starfi hans tók Srdjan Tufedgzic.