Nýársávarp forseta: „Fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2019 13:36 Forsetinn ræddi fíknivanda stórs hluta ungs fólks í ávarpi sínu. „Vanlíðan fólks er iðulega rakin til samfélagsmiðla að einhverju leyti, fullsannað talið að sjálfsmynd margra ungmenna mótist af viðmóti annarra á Instagram og Snapchat, að sífelldur samanburður valdi minnimáttarkennd.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í nýársávarpi sínu þar sem hann fjallaði meðal annars um kulnun og kvíða, streitu og stress, í lífi margra Íslendinga. „Líf of margra laskast vegna þessara meinsemda,“ sagði forseti. Guðni vísaði í heilræði Salbjargar Bjarnadóttur geðhjúkrunarfræðings um að kenna börnum jákvæðni, samheldni og seiglu og umfram allt að vera til staðar. „Leggja símanum og snjalltækjunum þegar komið er saman við matarborðið og tala saman. Tíminn sem við eigum saman skiptir svo miklu máli og ekki gleyma því að hann kemur aldrei til baka.“ Lífið flóknara en falleg færsla Forsetinn sagði í ávarpinu að það sé líka meinið, að þarna geti tíminn líka týnst. Vanlíðan fólks sé að einhverju leyti rakin til samfélagsmiðla, sjálfsmynd margra ungmenna mótist af viðmóti annarra á Instagram og Snapchat og sífelldur samanburður valdi minnimáttarkennd. „Frábært er að ungir sem aldnir geti skipst á skoðunum, eflt vinskap og fylgst hver með öðrum. Í rafrænum heimi birtist hins vegar gjarnan glansmynd. Þar segjast svo margir vera svo hressir og glaðir, svo vinsælir og duglegir. En lífið er flóknara en falleg færsla, og fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók. Netið og miðlar þess skipa æ ríkari sess í samfélagi okkar: Fólk hefur svo miklu meira frelsi til að tjá sig en áður fyrr, fleiri leiðir til að láta rödd sína heyrast. Það er vel. Á hinn bóginn eru þessir kostir því miður ekki alltaf nýttir til góðs. Í nýársávarpi fyrir fimm árum benti forveri minn í embætti á að hin nýja tækni gæti opnað „flóðgáttir neikvæðni, illmælgi og jafnvel haturs“. Þau orð Ólafs Ragnars eiga enn við,“ sagði Guðni. Megum ekki leyfa þeim að falla Forsetinn ræddi líka fíknivanda stórs hluta ungs fólks. „Í þessu landi velmegunar eru sjálfsvíg helsta dánarorsök ungra karlmanna. Í þessu landi frelsis og framfara verða of mörg ungmenni háð fíkniefnum og ávanalyfjum. Við megum ekki bara leyfa þeim að falla, æskufólki sem á skilið aðstoð og von.“ Guðni sagði að sem betur fer ættum við fólk sem leitar að fólki – ástvini, sérfræðinga og marga aðra sem vilja hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. „Og við þurfum að fræða, ekki hræða.“ Vísaði hann þar í orð Báru Tómasdóttur, móður Einars Darra Óskarssonar sem lést eftir ofneyslu róandi lyfja síðastliðið vor, átján ára gamall, „einn hinna mörgu sem við höfum misst fyrir aldur fram, í okkar eigin ísveröld,“ sagði forsetinn.Lesa má ávarpið í heild sinni hér. Forseti Íslands Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Sjá meira
„Vanlíðan fólks er iðulega rakin til samfélagsmiðla að einhverju leyti, fullsannað talið að sjálfsmynd margra ungmenna mótist af viðmóti annarra á Instagram og Snapchat, að sífelldur samanburður valdi minnimáttarkennd.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í nýársávarpi sínu þar sem hann fjallaði meðal annars um kulnun og kvíða, streitu og stress, í lífi margra Íslendinga. „Líf of margra laskast vegna þessara meinsemda,“ sagði forseti. Guðni vísaði í heilræði Salbjargar Bjarnadóttur geðhjúkrunarfræðings um að kenna börnum jákvæðni, samheldni og seiglu og umfram allt að vera til staðar. „Leggja símanum og snjalltækjunum þegar komið er saman við matarborðið og tala saman. Tíminn sem við eigum saman skiptir svo miklu máli og ekki gleyma því að hann kemur aldrei til baka.“ Lífið flóknara en falleg færsla Forsetinn sagði í ávarpinu að það sé líka meinið, að þarna geti tíminn líka týnst. Vanlíðan fólks sé að einhverju leyti rakin til samfélagsmiðla, sjálfsmynd margra ungmenna mótist af viðmóti annarra á Instagram og Snapchat og sífelldur samanburður valdi minnimáttarkennd. „Frábært er að ungir sem aldnir geti skipst á skoðunum, eflt vinskap og fylgst hver með öðrum. Í rafrænum heimi birtist hins vegar gjarnan glansmynd. Þar segjast svo margir vera svo hressir og glaðir, svo vinsælir og duglegir. En lífið er flóknara en falleg færsla, og fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók. Netið og miðlar þess skipa æ ríkari sess í samfélagi okkar: Fólk hefur svo miklu meira frelsi til að tjá sig en áður fyrr, fleiri leiðir til að láta rödd sína heyrast. Það er vel. Á hinn bóginn eru þessir kostir því miður ekki alltaf nýttir til góðs. Í nýársávarpi fyrir fimm árum benti forveri minn í embætti á að hin nýja tækni gæti opnað „flóðgáttir neikvæðni, illmælgi og jafnvel haturs“. Þau orð Ólafs Ragnars eiga enn við,“ sagði Guðni. Megum ekki leyfa þeim að falla Forsetinn ræddi líka fíknivanda stórs hluta ungs fólks. „Í þessu landi velmegunar eru sjálfsvíg helsta dánarorsök ungra karlmanna. Í þessu landi frelsis og framfara verða of mörg ungmenni háð fíkniefnum og ávanalyfjum. Við megum ekki bara leyfa þeim að falla, æskufólki sem á skilið aðstoð og von.“ Guðni sagði að sem betur fer ættum við fólk sem leitar að fólki – ástvini, sérfræðinga og marga aðra sem vilja hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. „Og við þurfum að fræða, ekki hræða.“ Vísaði hann þar í orð Báru Tómasdóttur, móður Einars Darra Óskarssonar sem lést eftir ofneyslu róandi lyfja síðastliðið vor, átján ára gamall, „einn hinna mörgu sem við höfum misst fyrir aldur fram, í okkar eigin ísveröld,“ sagði forsetinn.Lesa má ávarpið í heild sinni hér.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Sjá meira