Brett Okomoto, fréttamaður ESPN, hefur það eftir Dana White, forseta UFC, að bardagði Gunnars og Edwards verði næstsíðasti bardagi bardagakvöldsins sem fer fram 16. mars.
Vefmiðillinn MMA Fréttir segist einnig geta staðfest frásögn Okomoto.
Gunnar vildi fá bardaga við Edwards eftir að hann vann Alex Oliveira í desembermánuði. Edwards er í 10. sæti styrkleikalista veltivigtarinnar og Gunnar í því 12. og liggur það því vel fyrir að berjast við Englendinginn.
Aðalbardagi kvöldsins verður á milli Darren Till og Jorge Masvidal samkvæmt heimildum Okomoto.
Breaking: Leon Edwards vs. Gunnar Nelson will co-headline UFC Fight Night on March 16 in London on ESPN+, per Dana White. pic.twitter.com/U1q0FbFnrK
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) January 16, 2019