May stóð af sér vantrauststillögu Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2019 19:15 Tillaga Corbyn var lögð fram í kjölfar þess að Brexit-samningur May var felldur af þingmönnum í gær. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. Alls greiddu 325 þingmenn atkvæði gegn tillögunni og 306 greiddu atkvæði með henni. Tillaga Corbyn var lögð fram í kjölfar þess að Brexit-samningur May var felldur af þingmönnum í gær. Ríkisstjórn May galt afhroð í atkvæðagreiðslu um útgöngusamning hennar í þinginu í gærkvöldi. Samningurinn var felldur með 230 atkvæða mun og greiddi fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins atkvæði gegn honum.Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka, nema þingmenn DUP frá Norður-Írlandi, studdu vantrauststillöguna. Þó áttu leiðtogar stjórnarandstöðunnar ekki von á því að hún yrði samþykkt, þar sem Íhaldsflokkur May er með meirihluta á þinginu og þingmenn DUP hafa lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina, þó þeir hafi greitt atkvæði gegn samningnum. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er nú óljóst. Enn stendur til að Brexit eigi sér stað þann 29. mars. Theresa May ætlar að ræða við aðra stjórnmálaleiðtoga um næstu skref og hvað samningur þurfi að fela í sér svo hann hljóti samþykki þingmanna. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa sagt mikilvægt að Bretar skýri stöðuna eins fljótt og auðið er. Þeir hafa gefið í skyn að mögulegt sé að breyta samningnum að einhverju leyti en það verði erfitt. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sagði May að áðurnefndir fundir myndu hefjast í kvöld. Aðrir stjórnmálaleiðtogar sem tóku einnig til máls sögðu mikilvægt að ríkisstjórn May opinberaði að úrsögn Bretlands úr ESB færi ekki fram án samnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45 Brexit-samningurinn felldur: Hvað gerist næst? Ríkisstjórn Theresu May beið mikinn ósigur í breska þinginu í kvöld þegar Brexit-samningur stjórnarinnar og ESB var kolfelldur í breska þinginu. 15. janúar 2019 21:54 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Vantrauststillaga Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, gegn ríkisstjórn Theresu May var felld á breska þinginu nú fyrir skömmu. Alls greiddu 325 þingmenn atkvæði gegn tillögunni og 306 greiddu atkvæði með henni. Tillaga Corbyn var lögð fram í kjölfar þess að Brexit-samningur May var felldur af þingmönnum í gær. Ríkisstjórn May galt afhroð í atkvæðagreiðslu um útgöngusamning hennar í þinginu í gærkvöldi. Samningurinn var felldur með 230 atkvæða mun og greiddi fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins atkvæði gegn honum.Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka, nema þingmenn DUP frá Norður-Írlandi, studdu vantrauststillöguna. Þó áttu leiðtogar stjórnarandstöðunnar ekki von á því að hún yrði samþykkt, þar sem Íhaldsflokkur May er með meirihluta á þinginu og þingmenn DUP hafa lýst yfir stuðningi við ríkisstjórnina, þó þeir hafi greitt atkvæði gegn samningnum. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er nú óljóst. Enn stendur til að Brexit eigi sér stað þann 29. mars. Theresa May ætlar að ræða við aðra stjórnmálaleiðtoga um næstu skref og hvað samningur þurfi að fela í sér svo hann hljóti samþykki þingmanna. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa sagt mikilvægt að Bretar skýri stöðuna eins fljótt og auðið er. Þeir hafa gefið í skyn að mögulegt sé að breyta samningnum að einhverju leyti en það verði erfitt. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar sagði May að áðurnefndir fundir myndu hefjast í kvöld. Aðrir stjórnmálaleiðtogar sem tóku einnig til máls sögðu mikilvægt að ríkisstjórn May opinberaði að úrsögn Bretlands úr ESB færi ekki fram án samnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00 Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45 Brexit-samningurinn felldur: Hvað gerist næst? Ríkisstjórn Theresu May beið mikinn ósigur í breska þinginu í kvöld þegar Brexit-samningur stjórnarinnar og ESB var kolfelldur í breska þinginu. 15. janúar 2019 21:54 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Þingmenn felldu samning May Breskir þingmenn munu greiða atkvæði um Brexit samning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands um klukkan sjö í kvöld. 15. janúar 2019 19:00
Corbyn sagði May stýra „uppvakningsríkisstjórn“ Atkvæði verða greidd um vantraust á Theresu May forsætisráðherra eftir Brexit-ósigurinn nú í kvöld. 16. janúar 2019 16:45
Brexit-samningurinn felldur: Hvað gerist næst? Ríkisstjórn Theresu May beið mikinn ósigur í breska þinginu í kvöld þegar Brexit-samningur stjórnarinnar og ESB var kolfelldur í breska þinginu. 15. janúar 2019 21:54