Fresta Metoo-ráðstefnu Sveinn Arnarsson skrifar 16. janúar 2019 08:15 Þingmenn Miðflokksins á fundi í desember. Fréttablaðið/Anton brink Metoo-ráðstefnu stjórnmálaflokka á Alþingi hefur verið frestað. Hún átti að fara fram á þingsetningardegi. Miðflokkurinn vildi ekki vera með, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Framkvæmdastjórar flokka sem eiga sæti á þingi hafa undanfarið unnið við skipulagningu fundarins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Miðflokkurinn ekki halda fundinn á þessum tímapunkti. Úr varð að honum var frestað um nokkrar vikur og reynt að fá alla að borðinu síðar meir. „Framkvæmdastjórar ákváðu að verða við ósk sem fram kom eftir að ljóst varð að ekki var samstaða allra flokka um að halda ráðstefnuna 21. janúar eins og áætlað hafði verið,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG. „Rök framkvæmdastjóra fyrir frestun eru þau að Metoo-ráðstefna á þingsetningardegi gæti beint athyglinni að óútkljáðum málum einstaklinga í tveimur flokkum á Alþingi, frekar en því stóra samfélagslega vandamáli sem við erum að glíma við. Ráðstefnan er áfram á dagskrá en henni er aðeins frestað um nokkrar vikur,“ undirstrikar Björg Eva. Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, svara fyrir af hverju Miðflokkurinn hafi ekki viljað halda fundinn á þessum tíma. Ekki náðist í Sigmund við vinnslu fréttarinnar. Allt frá því í lok nóvember, þegar upptökur af þingmönnum á Klaustri bar voru gerðar upptækar, hafa bæði Miðflokkur og Samfylking tekist á við mál innan sinna raða. Ekki er enn vitað hvort Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins sem fóru í frí vegna málsins, mæti til þingsetningar 21. janúar eða hvort varamenn þeirra verði enn við störf.Uppfært klukkan 10:41Í fyrirsögn fréttar Fréttablaðsins sagði að ráðstefnunni hefði verið frestað að ósk Miðflokksins. Það er rangt og hefur verið leiðrétt. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Metoo-ráðstefnu stjórnmálaflokka á Alþingi hefur verið frestað. Hún átti að fara fram á þingsetningardegi. Miðflokkurinn vildi ekki vera með, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Framkvæmdastjórar flokka sem eiga sæti á þingi hafa undanfarið unnið við skipulagningu fundarins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vildi Miðflokkurinn ekki halda fundinn á þessum tímapunkti. Úr varð að honum var frestað um nokkrar vikur og reynt að fá alla að borðinu síðar meir. „Framkvæmdastjórar ákváðu að verða við ósk sem fram kom eftir að ljóst varð að ekki var samstaða allra flokka um að halda ráðstefnuna 21. janúar eins og áætlað hafði verið,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG. „Rök framkvæmdastjóra fyrir frestun eru þau að Metoo-ráðstefna á þingsetningardegi gæti beint athyglinni að óútkljáðum málum einstaklinga í tveimur flokkum á Alþingi, frekar en því stóra samfélagslega vandamáli sem við erum að glíma við. Ráðstefnan er áfram á dagskrá en henni er aðeins frestað um nokkrar vikur,“ undirstrikar Björg Eva. Hólmfríður Þórisdóttir, ritari þingflokks Miðflokksins, segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, svara fyrir af hverju Miðflokkurinn hafi ekki viljað halda fundinn á þessum tíma. Ekki náðist í Sigmund við vinnslu fréttarinnar. Allt frá því í lok nóvember, þegar upptökur af þingmönnum á Klaustri bar voru gerðar upptækar, hafa bæði Miðflokkur og Samfylking tekist á við mál innan sinna raða. Ekki er enn vitað hvort Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins sem fóru í frí vegna málsins, mæti til þingsetningar 21. janúar eða hvort varamenn þeirra verði enn við störf.Uppfært klukkan 10:41Í fyrirsögn fréttar Fréttablaðsins sagði að ráðstefnunni hefði verið frestað að ósk Miðflokksins. Það er rangt og hefur verið leiðrétt.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent