Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2019 20:00 Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, telur það eina rétta í stöðunni að breyta klukkunni á Íslandi. FBL/Anton Brink Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segist ekki átta sig á tillögum sem forsætisráðuneytið hefur sett fram vegna hugmynda um að færa staðartíma á Íslandi nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Hann er á því að breyta eigi klukkunni á Íslandi, hinir tveir kostirnir boði óbreytt ástand. Hann segir þetta ekki smekksmál að breyta klukkunni, það muni hafa raunveruleg áhrif á líðan fólks. Hann þekkir vel til landsins en flokkur hans, Björt framtíð, lagði á sínum tíma fram þingsályktunartillögu þar sem mælst var til þess að breyting á klukkunni yrði tekin til skoðunar. Óttar sem setti starfshóp á laggirnar sem tók til hendinni og hefur skilað þessu af sér. Óttarr ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann sagði þá tillögu hafa verið byggða á upplýsingum sem flokksmenn höfðu fengið frá sálfræðingum sem greindu frá því hvað röng hnattstaða getur haft neikvæð áhrif á þá sem eru viðkvæmir fyrir.Björtum morgnum myndi fjölga um 64 Tillagan dagaði uppi í þinginu en þegar Óttarr var gerður að heilbrigðisráðherra hitti hann fagfólk sem tók undir þetta sjónarmið og benti á rannsóknir sem höfðu verið gerðar og sýndu fram á að hvað klukka og birtustig hefur mikil áhrif á andlega líðan manna.Hann setti saman starfshóp sem skilaði af sér tillögu þess efnis að klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund sem myndi seinka fótaferð fólks því sem nemur. Með því móti myndi birtustundum á morgnana fjölga um þrettán prósent, vestast á landinu, í svartasta skammdeginu, frá nóvember til janúar, og vetrardögum þar sem bjart er orðið klukkan 09 myndi fjölga um 64. Birtustundum síðdegis myndi við þessa breytingu fækka um 13 prósent en skerðing þeirra yrði aðallega snemm- og síðsumars, það er í apríl og ágúst. Forsætisráðuneytið tók við niðurstöðum starfshópsins og var því heitið að taka málið lengra og liggur niðurstaðan fyrir þar sem Íslendingar eru spurðir út í þrjá valkosti. Sá fyrsti lítur að því að halda klukkunni óbreyttri en með fræðslu yrði fólk hvatt til að ganga fyrr til náða. Annar kosturinn er sá að klukkunni yrði seinkað frá því sem nú er í samræmi við hnattstöðu landsins þannig að klukkan ellefu í dag yrði klukkan 10 eftir breytingu. Þriðji kosturinn er að klukkan haldist óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnanna.Óttarr Proppé var heilbrigðisráðherra árið 2017.vísir/vilhelmÓttarr sagði í Reykjavík síðdegis að hann hefði lengi verið talsmaður að breyta klukkunni og telur því í raun að eins einn kost í stöðunni, það er að breyta klukkunni. Hann sagðist ekki átta sig á hinum tillögunum og sagði þær í takt við umræðu sem þegar hefur komið fram. Til að mynda hefur skólatíma unglingadeilda í skólum sumra sveitarfélaga verið seinkað en Óttarr benti á að þá séu starfsmenn og nemendur komnir á skjön við restina af fjölskyldunni og samfélaginu og mögulega erfitt að skipuleggja sig.Þvælukenndur málflutningur á köflum Óttarr sagði að það væri um að gera að taka umræðuna og hvatti til skoðanaskipta en benti á að þegar þingsályktunartillagan var sett fram þá hefðu harðorðar aðfinnslur borist til þingsins. Hann sagði að honum þætti málflutningur andstæðinga klukkubreytingarinnar á köflum þvælukenndur. Hann sagði þetta ekki smekksmál fyrir sér, klukkubreytingin hafi raunveruleg áhrif á líðan fólks. Honum finnst þessar tillögur forsætisráðuneytisins bera þess merki að það sé full varlega stigið til jarðar. Tvær þeirra boða nánast óbreytt ástand. Hans mat er að Íslendingar eigi að gera breytingu á klukkunni, það sé eðlilegra og henti fólki vel en sagðist hafa skilning á því að svona mál taki tíma og það þurfi að bjóða upp á frekari skoðanaskipti.Skammdegið getur reynst mörgum erfitt yfir myrkustu mánuðina.Vísir/GettyÞótti heppilegra að vera nær Evrópu í tímaÍ greinargerð forsætisráðuneytisins er saga klukkubreytinga á Íslandi rakin. Frá árinu 1939 hafði klukkunni verið flýtt á sumrin og seinkað á veturna. Frá 1968 var miðað við svokallaðan sumartíma allan ársins hring. Færsla klukkunnar tvisvar á ári þótti óheppileg og ákveðið var að falla frá henni. Rökin fyrir því að miða fastan tíma árið um kring við sumartíma voru fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis. Heppilegra þótti að vera nær Evrópu í tíma og talið var jákvætt að dagsbirta myndi nýtast betur á vökutíma landsmanna. Neikvæð áhrif myrkari vetrarmorgna voru talin minni en ávinningur af birtu síðdegis. Frá 1968 hefur staðartími á Íslandi miðast við miðtíma Greenwich. Er þannig misræmi milli staðartíma og sólartíma miðað við hnattræna legu landsins sem þýðir að í Reykjavík er sól hæst á lofti um kl. 13:30 en ekki um kl. 12:30 eins og vera ætti ef miðað væri við tímabelti samkvæmt hnattstöðu. Upphaflega neyðarráðstöfun Sumartími var upphaflega neyðarráðstöfun sem gripið var til í heimsstyrjöldinni fyrri. Mun Þýskaland hafa orðið fyrst ríkja til að taka hann upp, árið 1915, en ýmsar aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið. Með því að flýta klukkunni var talið að betra samræmi fengist milli vinnustunda og birtustunda og þannig væri hægt að spara dýrmætt eldsneyti. Flestar þjóðir felldu sumartímann niður að stríðinu loknu en í síðari heimsstyrjöldinni gripu mörg ríki til sumartímans aftur. Færsla klukkunnar tvisvar á ári var talin fela í sér sparnað í lýsingu en ókostirnir voru samt sem áður taldir vera miklir. Forsætisráðuneytið nefnir í greinargerð sinni að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur kynnt drög að tilskipun þar sem lagt er til að horfið verði frá því að breyta klukkunni tvisvar sinnum á ári í ríkjum Evrópusambandsins og þess í stað miða við sama tíma árið um kring. Er því haldið fram að mikill meirihluti almennings í ríkjum ESB sé hlynntur þeirri breytingu, eða 84 prósent samkvæmt könnun sem greint er frá í tillögunni. Umræða um tímareikning rakinÁ vef Almanaks Háskóla Íslands er saga umræðna um tímareikning rakin. Þar er meðal annars greint frá því að í kjölfar breytinganna 1968 hafi ríkt friður um tímareikninginn í aldarfjórðung. Það var svo 1994 sem fram kom þingmál þar sem lögð var til breyting, raunar í þá átt að flýta klukkunni enn frekar til að íslenskur tími væri meira í takt við tíma helstu markaðslanda okkar að sumri til og að auka framleiðni í atvinnulífinu. Í kjölfar þeirrar tillögu var lagt fram frumvarp 1995 sem var endurflutt 1998 og 2000 og þingsályktunartillaga sama efnis 2006. 2010 kom fram tillaga sem gekk í þá átt að seinka klukkunni og í kjölfarið tillögur sama efnis 2013, 2014 og 2015. Í umsögnum sem bárust þinginu vegna síðarnefndu tillagnanna var fyrst og fremst bent á lýðheilsurök. Á sviði læknavísinda og geðræktar kom fram jákvætt viðhorf til þess að færa klukkuna nær sólargangi en á hinn bóginn hafa til dæmis íþróttasamtök bent á skertan möguleika til útivistar síðdegis. Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segist ekki átta sig á tillögum sem forsætisráðuneytið hefur sett fram vegna hugmynda um að færa staðartíma á Íslandi nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Hann er á því að breyta eigi klukkunni á Íslandi, hinir tveir kostirnir boði óbreytt ástand. Hann segir þetta ekki smekksmál að breyta klukkunni, það muni hafa raunveruleg áhrif á líðan fólks. Hann þekkir vel til landsins en flokkur hans, Björt framtíð, lagði á sínum tíma fram þingsályktunartillögu þar sem mælst var til þess að breyting á klukkunni yrði tekin til skoðunar. Óttar sem setti starfshóp á laggirnar sem tók til hendinni og hefur skilað þessu af sér. Óttarr ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann sagði þá tillögu hafa verið byggða á upplýsingum sem flokksmenn höfðu fengið frá sálfræðingum sem greindu frá því hvað röng hnattstaða getur haft neikvæð áhrif á þá sem eru viðkvæmir fyrir.Björtum morgnum myndi fjölga um 64 Tillagan dagaði uppi í þinginu en þegar Óttarr var gerður að heilbrigðisráðherra hitti hann fagfólk sem tók undir þetta sjónarmið og benti á rannsóknir sem höfðu verið gerðar og sýndu fram á að hvað klukka og birtustig hefur mikil áhrif á andlega líðan manna.Hann setti saman starfshóp sem skilaði af sér tillögu þess efnis að klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund sem myndi seinka fótaferð fólks því sem nemur. Með því móti myndi birtustundum á morgnana fjölga um þrettán prósent, vestast á landinu, í svartasta skammdeginu, frá nóvember til janúar, og vetrardögum þar sem bjart er orðið klukkan 09 myndi fjölga um 64. Birtustundum síðdegis myndi við þessa breytingu fækka um 13 prósent en skerðing þeirra yrði aðallega snemm- og síðsumars, það er í apríl og ágúst. Forsætisráðuneytið tók við niðurstöðum starfshópsins og var því heitið að taka málið lengra og liggur niðurstaðan fyrir þar sem Íslendingar eru spurðir út í þrjá valkosti. Sá fyrsti lítur að því að halda klukkunni óbreyttri en með fræðslu yrði fólk hvatt til að ganga fyrr til náða. Annar kosturinn er sá að klukkunni yrði seinkað frá því sem nú er í samræmi við hnattstöðu landsins þannig að klukkan ellefu í dag yrði klukkan 10 eftir breytingu. Þriðji kosturinn er að klukkan haldist óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnanna.Óttarr Proppé var heilbrigðisráðherra árið 2017.vísir/vilhelmÓttarr sagði í Reykjavík síðdegis að hann hefði lengi verið talsmaður að breyta klukkunni og telur því í raun að eins einn kost í stöðunni, það er að breyta klukkunni. Hann sagðist ekki átta sig á hinum tillögunum og sagði þær í takt við umræðu sem þegar hefur komið fram. Til að mynda hefur skólatíma unglingadeilda í skólum sumra sveitarfélaga verið seinkað en Óttarr benti á að þá séu starfsmenn og nemendur komnir á skjön við restina af fjölskyldunni og samfélaginu og mögulega erfitt að skipuleggja sig.Þvælukenndur málflutningur á köflum Óttarr sagði að það væri um að gera að taka umræðuna og hvatti til skoðanaskipta en benti á að þegar þingsályktunartillagan var sett fram þá hefðu harðorðar aðfinnslur borist til þingsins. Hann sagði að honum þætti málflutningur andstæðinga klukkubreytingarinnar á köflum þvælukenndur. Hann sagði þetta ekki smekksmál fyrir sér, klukkubreytingin hafi raunveruleg áhrif á líðan fólks. Honum finnst þessar tillögur forsætisráðuneytisins bera þess merki að það sé full varlega stigið til jarðar. Tvær þeirra boða nánast óbreytt ástand. Hans mat er að Íslendingar eigi að gera breytingu á klukkunni, það sé eðlilegra og henti fólki vel en sagðist hafa skilning á því að svona mál taki tíma og það þurfi að bjóða upp á frekari skoðanaskipti.Skammdegið getur reynst mörgum erfitt yfir myrkustu mánuðina.Vísir/GettyÞótti heppilegra að vera nær Evrópu í tímaÍ greinargerð forsætisráðuneytisins er saga klukkubreytinga á Íslandi rakin. Frá árinu 1939 hafði klukkunni verið flýtt á sumrin og seinkað á veturna. Frá 1968 var miðað við svokallaðan sumartíma allan ársins hring. Færsla klukkunnar tvisvar á ári þótti óheppileg og ákveðið var að falla frá henni. Rökin fyrir því að miða fastan tíma árið um kring við sumartíma voru fyrst og fremst viðskiptalegs eðlis. Heppilegra þótti að vera nær Evrópu í tíma og talið var jákvætt að dagsbirta myndi nýtast betur á vökutíma landsmanna. Neikvæð áhrif myrkari vetrarmorgna voru talin minni en ávinningur af birtu síðdegis. Frá 1968 hefur staðartími á Íslandi miðast við miðtíma Greenwich. Er þannig misræmi milli staðartíma og sólartíma miðað við hnattræna legu landsins sem þýðir að í Reykjavík er sól hæst á lofti um kl. 13:30 en ekki um kl. 12:30 eins og vera ætti ef miðað væri við tímabelti samkvæmt hnattstöðu. Upphaflega neyðarráðstöfun Sumartími var upphaflega neyðarráðstöfun sem gripið var til í heimsstyrjöldinni fyrri. Mun Þýskaland hafa orðið fyrst ríkja til að taka hann upp, árið 1915, en ýmsar aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið. Með því að flýta klukkunni var talið að betra samræmi fengist milli vinnustunda og birtustunda og þannig væri hægt að spara dýrmætt eldsneyti. Flestar þjóðir felldu sumartímann niður að stríðinu loknu en í síðari heimsstyrjöldinni gripu mörg ríki til sumartímans aftur. Færsla klukkunnar tvisvar á ári var talin fela í sér sparnað í lýsingu en ókostirnir voru samt sem áður taldir vera miklir. Forsætisráðuneytið nefnir í greinargerð sinni að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur kynnt drög að tilskipun þar sem lagt er til að horfið verði frá því að breyta klukkunni tvisvar sinnum á ári í ríkjum Evrópusambandsins og þess í stað miða við sama tíma árið um kring. Er því haldið fram að mikill meirihluti almennings í ríkjum ESB sé hlynntur þeirri breytingu, eða 84 prósent samkvæmt könnun sem greint er frá í tillögunni. Umræða um tímareikning rakinÁ vef Almanaks Háskóla Íslands er saga umræðna um tímareikning rakin. Þar er meðal annars greint frá því að í kjölfar breytinganna 1968 hafi ríkt friður um tímareikninginn í aldarfjórðung. Það var svo 1994 sem fram kom þingmál þar sem lögð var til breyting, raunar í þá átt að flýta klukkunni enn frekar til að íslenskur tími væri meira í takt við tíma helstu markaðslanda okkar að sumri til og að auka framleiðni í atvinnulífinu. Í kjölfar þeirrar tillögu var lagt fram frumvarp 1995 sem var endurflutt 1998 og 2000 og þingsályktunartillaga sama efnis 2006. 2010 kom fram tillaga sem gekk í þá átt að seinka klukkunni og í kjölfarið tillögur sama efnis 2013, 2014 og 2015. Í umsögnum sem bárust þinginu vegna síðarnefndu tillagnanna var fyrst og fremst bent á lýðheilsurök. Á sviði læknavísinda og geðræktar kom fram jákvætt viðhorf til þess að færa klukkuna nær sólargangi en á hinn bóginn hafa til dæmis íþróttasamtök bent á skertan möguleika til útivistar síðdegis.
Heilbrigðismál Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. 10. janúar 2019 09:52