Bolsonaro gengst undir aðgerð Atli Ísleifsson skrifar 28. janúar 2019 10:59 Jair Bolsonaro mun gangast undir aðgerð á sjúkrahúsi í Sao Paulo. Twitter Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, mun gangast undir aðgerð í dag þar sem ristilstómi verður fjarlægður og þarmar hans tengdir saman á ný. Með aðgerðinni eru læknar að fylgja eftir aðgerð sem Bolsonaro gekkst undir eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á götum úti í kosningabaráttunni í september. Forsetanum hefur verið ráðlagt af læknum að hvílast í tvo sólarhringa að lokinni aðgerð og mun varaforsetinn Hamilton Mourao þá vera starfandi forseti landsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans.Jair Bolsonaro og varaforsetinn Hamilton Mourao.GettyBrasilíumenn hafa síðustu daga þurft að glíma við afleiðingar alvarlegs slyss í ríkinu Minas Gerais þar sem stífla brast í járngrýtisnámu. Slysið var til þess að gríðarlagt magn aurs lagði yfir nálæg svæði. Staðfest er að 58 manns hið minnsta hafi farist og er mikils fjölda enn saknað. Það kemur því til kasta Mourao að bregðast við afleiðingar slyssins næstu klukkutímana. Bolsonaro vann sigur í forsetakosningunum í Brasilíu á síðasta ári og sór hann embættiseið á nýársdag. Hann skráði sig inn á sjúkrahús í Sao Paulo í gær og birti af því tilefni myndband á Twitter þar sem hann ræddi meðal annars slysið í Minas Gerais. Um forte abraço a todos e até breve! Deus no comando! pic.twitter.com/SegyTyNrol — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 27, 2019Búist er við að aðgerðin taki um þrjár klukkustundir og að forsetinn þurfi að dvelja á sjúkrahúsinu í um tíu daga. Er búið að koma þar upp búnaði til að Bolsonaro geti sinn embættisskyldum á meðan hann jafnar sig að fullu. Að neðan má sjá myndband af stunguárásinni sem varð í Minas Gerais í september.#eleições2018 | O candidato Jair Bolsonaro sofreu um atentado agora em Juiz de Fora. Segundo seu filho, Flavio Bolsonaro, o candidato foi atingido por uma facada superficial, mas passa bem pic.twitter.com/5a9VM3Ap5X — EL PAÍS Brasil (@elpais_brasil) September 6, 2018 Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Tala látinna í Brasilíu komin upp í 40 Viðbragðsaðilar telja líklegt að talan muni hækka hratt eftir því sem líður á björgunarstarf. 27. janúar 2019 10:06 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, mun gangast undir aðgerð í dag þar sem ristilstómi verður fjarlægður og þarmar hans tengdir saman á ný. Með aðgerðinni eru læknar að fylgja eftir aðgerð sem Bolsonaro gekkst undir eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á götum úti í kosningabaráttunni í september. Forsetanum hefur verið ráðlagt af læknum að hvílast í tvo sólarhringa að lokinni aðgerð og mun varaforsetinn Hamilton Mourao þá vera starfandi forseti landsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans.Jair Bolsonaro og varaforsetinn Hamilton Mourao.GettyBrasilíumenn hafa síðustu daga þurft að glíma við afleiðingar alvarlegs slyss í ríkinu Minas Gerais þar sem stífla brast í járngrýtisnámu. Slysið var til þess að gríðarlagt magn aurs lagði yfir nálæg svæði. Staðfest er að 58 manns hið minnsta hafi farist og er mikils fjölda enn saknað. Það kemur því til kasta Mourao að bregðast við afleiðingar slyssins næstu klukkutímana. Bolsonaro vann sigur í forsetakosningunum í Brasilíu á síðasta ári og sór hann embættiseið á nýársdag. Hann skráði sig inn á sjúkrahús í Sao Paulo í gær og birti af því tilefni myndband á Twitter þar sem hann ræddi meðal annars slysið í Minas Gerais. Um forte abraço a todos e até breve! Deus no comando! pic.twitter.com/SegyTyNrol — Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) January 27, 2019Búist er við að aðgerðin taki um þrjár klukkustundir og að forsetinn þurfi að dvelja á sjúkrahúsinu í um tíu daga. Er búið að koma þar upp búnaði til að Bolsonaro geti sinn embættisskyldum á meðan hann jafnar sig að fullu. Að neðan má sjá myndband af stunguárásinni sem varð í Minas Gerais í september.#eleições2018 | O candidato Jair Bolsonaro sofreu um atentado agora em Juiz de Fora. Segundo seu filho, Flavio Bolsonaro, o candidato foi atingido por uma facada superficial, mas passa bem pic.twitter.com/5a9VM3Ap5X — EL PAÍS Brasil (@elpais_brasil) September 6, 2018
Brasilía Tengdar fréttir Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26 Tala látinna í Brasilíu komin upp í 40 Viðbragðsaðilar telja líklegt að talan muni hækka hratt eftir því sem líður á björgunarstarf. 27. janúar 2019 10:06 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Óttast að margir hafi farist eftir að stífla brast í Brasilíu Talið er að margir hafi farist þegar stífla brast í suðaustur Brasilíu í dag nærri bænum Brumadinho 25. janúar 2019 21:26
Tala látinna í Brasilíu komin upp í 40 Viðbragðsaðilar telja líklegt að talan muni hækka hratt eftir því sem líður á björgunarstarf. 27. janúar 2019 10:06