Nimo Gribenco gæti verið á leið í Pepsi-deild karla en Stjarnan er í viðræðum við leikmanninn um að ganga í raðir þeirra bláklæddu.
Gribenco er nú á mála hjá AGF í dönsku úrvalsdeildinni en hann hefur ekki náð að brjóta sér inn í aðalliðið. Hann hefur spilað fimm leiki fyrir félagið og þar af fjóra í bikarnum.
Gribenco er sókndjarfur leikmaður sem er fæddur og uppalinn í Danmörku. Hann kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Árósar-liðinu en hann er fæddur árið 1997.
„Hinn ungi sókndjarfi leikmaður hefur fengið frí þangað til á sunnudag til þess að heimsækja íslenska félagið Stjörnuna,“ skrifaði AGF út í tilkynningu sinni fyrr í dag.
„Þar geta báðir aðilar talað saman í ró og næði en möguleiki er á að Gribenco fari á láni til Stjörnunnar. Hann fer því ekki með AGF í æfingaferðina,“ en AGF fer til Portúgals í æfingarferð á laugardag.
Gribenco var samherji Björns Daníels Sverrissonar en milli jóla og nýárs var tilkynnt að Björn Daníel hefði snúið aftur heim í uppeldisfélagið, FH.
Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari og endaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Stjarnan að fá leikmann úr dönsku úrvalsdeildinni?
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn


Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti



Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti
