Ekki hefur verið gefið út hve margir eru taldir af en óttast er að margir hafi týnt lífi. Sagði bæjarstjóri Brumadinho, Avimar de Melo, í samtali við blaðið Hoje em Dia að í það minnsta fimmtíu væri látnir.
Jair Bolsonaro, nýkjörinn forseti landsins, hyggst heimsækja svæðið á morgun ásamt umhverfisráðherra landsins.
O Ministro do Meio Ambiente também está a caminho. Todas as providências cabíveis estão sendo tomadas.
— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) 25 January 2019
Aur flæddi yfir nærliggjandi byggð eftir að stíflan brast og eru aðstæður á svæðinu erfiðar. De Melo segir erfitt að gefa nánari upplýsingar þar sem hlutirnir séu að þróast mjög hratt þessa stundina. Slökkviliðið á svæðinu hefur sent þrjár þyrlur á vettvang til þess að aðstoða við björgunaraðgerðir.
Stíflan er í eigu Vale, stærsta námufyrirtækis Brasilíu, og segja forsvarsmenn fyrirtækisins allt kapp vera lagt á að tryggja öryggi íbúa og bjarga þeim sem eru nærri svæðinu.
Aðeins fjögur ár eru liðin frá því að stífla í Minas Gerais í Brasilíu brast þar sem nítján manns létu lífið og var hún einnig í eigu Vale. Er slysið því talið vera eitt versta umhverfisslys Brasilíu.