Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 15:00 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, í þingsal í gær. vísir/vilhelm Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. Það hafi verið raunin með Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, en þeir komu aftur til starfa á Alþingi í gær eftir að hafa farið í leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það sagði í þeirra bréfum að það var ótímabundið leyfi frá þingstörfum þannig að það var algjörlega í þeirra höndum hvenær þeir kæmu aftur. Varamaður situr að lágmarki eina viku en eftir það gátu þeir ákveðið hvenær þeir kæmu til þingstarfa aftur,“ segir Helgi. Þingmenn hafa gagnrýnt það að Gunnar Bragi og Bergþór hafi í raun komið fyrirvaralaust til starfa á Alþingi á ný þar sem þeir hafi ekki látið þingmenn vita af því að þeir væru að taka sæti á ný. Hafa meðal annars þær Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýnt þetta en þingmennirnir fóru afar ófögrum orðum um þær tvær þar sem þeir sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum með tveimur öðrum þingmönnum úr Miðflokknum og tveimur þingmönnum sem þá voru í Flokki fólksins. Helgi segir aðspurður að Gunnar Bragi og Bergþór hafi tilkynnt sér það með tölvupóstum í gærmorgun að þeir myndu taka sæti á þingfundi sem myndi hefjast klukkan hálfellefu. „Það er að vísu skammur fyrirvari en gagnvart okkur á skrifstofunni var ekkert óeðlilegt við þetta. Það hefur gerst áður að þingmenn hafi tekið sæti þannig að þeir hafi látið vita skömmu fyrir þingfund að svo væri. Þannig að gagnvart hinni formlegu hlið málsins er ekkert við það að athuga. En svo eru auðvitað aðrar hliðar á þessu máli en það er ekki mitt mál að blanda mér í það,“ segir Helgi. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. Það hafi verið raunin með Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, en þeir komu aftur til starfa á Alþingi í gær eftir að hafa farið í leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það sagði í þeirra bréfum að það var ótímabundið leyfi frá þingstörfum þannig að það var algjörlega í þeirra höndum hvenær þeir kæmu aftur. Varamaður situr að lágmarki eina viku en eftir það gátu þeir ákveðið hvenær þeir kæmu til þingstarfa aftur,“ segir Helgi. Þingmenn hafa gagnrýnt það að Gunnar Bragi og Bergþór hafi í raun komið fyrirvaralaust til starfa á Alþingi á ný þar sem þeir hafi ekki látið þingmenn vita af því að þeir væru að taka sæti á ný. Hafa meðal annars þær Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýnt þetta en þingmennirnir fóru afar ófögrum orðum um þær tvær þar sem þeir sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum með tveimur öðrum þingmönnum úr Miðflokknum og tveimur þingmönnum sem þá voru í Flokki fólksins. Helgi segir aðspurður að Gunnar Bragi og Bergþór hafi tilkynnt sér það með tölvupóstum í gærmorgun að þeir myndu taka sæti á þingfundi sem myndi hefjast klukkan hálfellefu. „Það er að vísu skammur fyrirvari en gagnvart okkur á skrifstofunni var ekkert óeðlilegt við þetta. Það hefur gerst áður að þingmenn hafi tekið sæti þannig að þeir hafi látið vita skömmu fyrir þingfund að svo væri. Þannig að gagnvart hinni formlegu hlið málsins er ekkert við það að athuga. En svo eru auðvitað aðrar hliðar á þessu máli en það er ekki mitt mál að blanda mér í það,“ segir Helgi.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00
Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13