Náinn bandamaður Trump handtekinn Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2019 11:36 Roger Stone. Getty/Alex Wong Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. Hann hefur verið ákærður í sjö liðum fyrir að standa í vegi réttvísinnar, að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og fyrir að hafa áhrif á vitni. Mál Stone fór fyrir svokallaðan ákærudómstól. Slíkir dómstólar eru skipaðir kviðdómendum sem meta hvort saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur eða krefjast gagna og upplýsinga. Leynd ríkir um störf ákærudómstóla í bandarísku réttarkerfi og var ákæran ekki opinberuð fyrr en Stone hafði verið handtekinn. Ákæruna má sjá hér á vef Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Meðal annars snýr ákæran að því að Roger Stone hafi sagt starfsmönnum framboðs Trump frá því að Wikileaks ætlaði að birta upplýsingar sem kæmu niður á Hillary Clinton, áður en það var opinbert að samtökin ætluðu að birta tölvupósta sem rússneskir útsendarar stálu úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins.CNN hefur birt myndband af því þegar Stone var handtekinn á heimili sínu í Fort Lauderdale."FBI. Open the door.” Watch exclusive CNN footage of the FBI arresting longtime Trump associate Roger Stone. Stone has been indicted by a grand jury on charges brought by special counsel Robert Mueller. https://t.co/ZQCuuxLHAGpic.twitter.com/moQwNndB91 — CNN Politics (@CNNPolitics) January 25, 2019 Stone hefur unnið sem pólitískur ráðgjafi í Bandaríkjunum í áratugi. Hann starfaði innan framboðs Trump þar til í ágúst 2015 en var í nánum samskiptum við framboðið eftir það. Í ágúst 2016 er Stone sagður hafa sagt frá því opinberlega og í samskiptum við vini sína að hann væri í samskiptum við Wikileaks, þar til samtökin sögðust ekki hafa verið í samskiptum við hann. Eftir það sagði Stone að umrædd samskipti hefðu farið í gegnum millilið. Hann var spurður út í málið af minnst tveimur þingnefndum og rannsakendum FBI. Í ákærunni segir að hann hafi ítrekað logið til um samskipti sín við Wikileaks og sagt að hann byggi ekki yfir gögnum um þessi samskipti. Þá á hann að hafa reynt að fá vitni til að segja rannsakendum ósatt. Um er að ræða útvarpsþáttastjórnandann Randy Credico sem er sagður hafa verið í samskiptum við Julian Assange árið 2016.Stone sagði háttsettum starfsmönnum framboðs Trump frá því í júní og júlí 2016 að Wikileaks ætluðu að birta upplýsingar sem kæmu niður á framboði Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Eftir að fyrstu póstarnir voru birtir þann 22. júlí það ár ræddu starfsmenn framboðsins við Stone um hvaða upplýsingar yrðu birtar í framhaldi af því. Þá sendi Stone tölvupóst á ónafngreindan mann og bað hann um að komast að því hvað Wikileaks ætluðu að birta til viðbótar.Ónafngreindi maðurinn, sem sagður er vera stjórnmálaskýrandi sem starfað hafi fyrir vefmiðil, áframsendi póst Stone til félaga síns í Bretlandi, sem er ekki nafngreindur en er sagður hafa verið stuðningsmaður Trump. Stjórnmálaskýrandinn svaraði Stone seinna meir og sagði að „vinurinn í sendiráðinu hefði undirbúið tvær birtingar til viðbótar“. Eina í ágúst og eina í október og þær væru skipulagðar með þeim hætti að þær myndu „valda miklum skaða“, væntanlega á framboði Clinton. Hann skrifaði enn fremur að upplýsingar sem Wikileaks ætlaði að birta kæmu niður á góðgerðasamtökum Hillary og Bill Clinton, The Clinton Foundation. Í kjölfar þess sagðist Stone opinberlega hafa átt í samskiptum við Julian Assange og hann teldi að frekari gögn frá Wikileaks myndu snúa að áðurnefndum góðgerðasamtökum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. Hann hefur verið ákærður í sjö liðum fyrir að standa í vegi réttvísinnar, að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og fyrir að hafa áhrif á vitni. Mál Stone fór fyrir svokallaðan ákærudómstól. Slíkir dómstólar eru skipaðir kviðdómendum sem meta hvort saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur eða krefjast gagna og upplýsinga. Leynd ríkir um störf ákærudómstóla í bandarísku réttarkerfi og var ákæran ekki opinberuð fyrr en Stone hafði verið handtekinn. Ákæruna má sjá hér á vef Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna.Meðal annars snýr ákæran að því að Roger Stone hafi sagt starfsmönnum framboðs Trump frá því að Wikileaks ætlaði að birta upplýsingar sem kæmu niður á Hillary Clinton, áður en það var opinbert að samtökin ætluðu að birta tölvupósta sem rússneskir útsendarar stálu úr tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins.CNN hefur birt myndband af því þegar Stone var handtekinn á heimili sínu í Fort Lauderdale."FBI. Open the door.” Watch exclusive CNN footage of the FBI arresting longtime Trump associate Roger Stone. Stone has been indicted by a grand jury on charges brought by special counsel Robert Mueller. https://t.co/ZQCuuxLHAGpic.twitter.com/moQwNndB91 — CNN Politics (@CNNPolitics) January 25, 2019 Stone hefur unnið sem pólitískur ráðgjafi í Bandaríkjunum í áratugi. Hann starfaði innan framboðs Trump þar til í ágúst 2015 en var í nánum samskiptum við framboðið eftir það. Í ágúst 2016 er Stone sagður hafa sagt frá því opinberlega og í samskiptum við vini sína að hann væri í samskiptum við Wikileaks, þar til samtökin sögðust ekki hafa verið í samskiptum við hann. Eftir það sagði Stone að umrædd samskipti hefðu farið í gegnum millilið. Hann var spurður út í málið af minnst tveimur þingnefndum og rannsakendum FBI. Í ákærunni segir að hann hafi ítrekað logið til um samskipti sín við Wikileaks og sagt að hann byggi ekki yfir gögnum um þessi samskipti. Þá á hann að hafa reynt að fá vitni til að segja rannsakendum ósatt. Um er að ræða útvarpsþáttastjórnandann Randy Credico sem er sagður hafa verið í samskiptum við Julian Assange árið 2016.Stone sagði háttsettum starfsmönnum framboðs Trump frá því í júní og júlí 2016 að Wikileaks ætluðu að birta upplýsingar sem kæmu niður á framboði Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Eftir að fyrstu póstarnir voru birtir þann 22. júlí það ár ræddu starfsmenn framboðsins við Stone um hvaða upplýsingar yrðu birtar í framhaldi af því. Þá sendi Stone tölvupóst á ónafngreindan mann og bað hann um að komast að því hvað Wikileaks ætluðu að birta til viðbótar.Ónafngreindi maðurinn, sem sagður er vera stjórnmálaskýrandi sem starfað hafi fyrir vefmiðil, áframsendi póst Stone til félaga síns í Bretlandi, sem er ekki nafngreindur en er sagður hafa verið stuðningsmaður Trump. Stjórnmálaskýrandinn svaraði Stone seinna meir og sagði að „vinurinn í sendiráðinu hefði undirbúið tvær birtingar til viðbótar“. Eina í ágúst og eina í október og þær væru skipulagðar með þeim hætti að þær myndu „valda miklum skaða“, væntanlega á framboði Clinton. Hann skrifaði enn fremur að upplýsingar sem Wikileaks ætlaði að birta kæmu niður á góðgerðasamtökum Hillary og Bill Clinton, The Clinton Foundation. Í kjölfar þess sagðist Stone opinberlega hafa átt í samskiptum við Julian Assange og hann teldi að frekari gögn frá Wikileaks myndu snúa að áðurnefndum góðgerðasamtökum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira