Slæmur jarðvegur hefur tafið fyrir björgunaraðgerðum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. janúar 2019 19:00 Mikill viðbúnaður er á vettvangi. EPA/Daniel Perez Tíu dagar eru síðan hinn tveggja ára gamli Julen Rosello féll ofan í borholu rétt hjá bænum Totalán nærri Malaga á suðurhluta Spánar. Klukkan sex í morgun að spænskum tíma kláruðu björgunaraðilar að bora lóðrétt göng samhliða borholunni sem Julen féll í. Nú mun hópur fjögurra sérfræðinga í námugreftri fara niður í 60 metra djúpa holuna í lyftu. Þar munu þeir grafa sér leið yfir á staðinn þar sem jarðvegur hefur lokað borholunni á um 73 metra dýpi. Þannig vonast þeir til að geta losað jarðveginn sem lokar holunni og þannig náð til Julen.Jarðvegur lokar borholunni á 73 metra dýpi. 4 manna teymi fer niður í holu sem hefur verið boruð samsíða og reyndir að grafa sér leið yfir.Mynd/SkjáskotHingað til hefur verið notast við bora og vinnuvélar en þessi hluti verksins verður gerður handvirkt og mun reynast erfiðisverk. Tveggja manna teymi grafa á 40 til 60 mínútna vöktum og talið er að verkið muni taka 24 klukkustundir og klárast seint í nótt eða í fyrramálið. Lélegur jarðvegur og slæm veðurskilyrði hafa ítrekað sett strik í reikninginn. Jarðvegurinn er harður og mikið er um stóra grjóthnullunga. Borholan sem Julen féll í er einungis um 25 til 30 sentímetrar í þvermál og um hundrað metra djúp. Á um 73 metra dýpi hefur jarðvegur færst til og lokar hann holunni. Þar hefur fundist hár af drengnum ásamt sælgæti og plastbolla sem hann var með þegar hann féll ofan í. Hinsvegar hafa myndavélar ekki komið auga á drenginn sjálfan og engar vísbendingar hafa fengist um hvort hann sé á lífi. Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en foreldrar Julen misstu annan son, eins og hálfs árs gamlan, af slysförum fyrir tveimur árum síðan. Spænsk yfirvöld rannsaka nú slysið en borholan sem um ræðir var boruð ólöglega og ekki innsigluð líkt og reglur kveða á um. Spánn Tengdar fréttir Tveggja ára drengur féll ofan í brunn nærri Malaga Spænskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga tveggja ára dreng sem féll ofan í brunn nærri Malaga í dag. 13. janúar 2019 21:29 Vonast til að ná til Julen á morgun Björgunaraðilar berjast við að bora holu niður til drengsins. 22. janúar 2019 19:00 Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48 Reyna að grafa göng til drengsins í borholunni Björgunaraðilar leita frumlegra leiða til að ná til drengsins. 15. janúar 2019 20:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Tíu dagar eru síðan hinn tveggja ára gamli Julen Rosello féll ofan í borholu rétt hjá bænum Totalán nærri Malaga á suðurhluta Spánar. Klukkan sex í morgun að spænskum tíma kláruðu björgunaraðilar að bora lóðrétt göng samhliða borholunni sem Julen féll í. Nú mun hópur fjögurra sérfræðinga í námugreftri fara niður í 60 metra djúpa holuna í lyftu. Þar munu þeir grafa sér leið yfir á staðinn þar sem jarðvegur hefur lokað borholunni á um 73 metra dýpi. Þannig vonast þeir til að geta losað jarðveginn sem lokar holunni og þannig náð til Julen.Jarðvegur lokar borholunni á 73 metra dýpi. 4 manna teymi fer niður í holu sem hefur verið boruð samsíða og reyndir að grafa sér leið yfir.Mynd/SkjáskotHingað til hefur verið notast við bora og vinnuvélar en þessi hluti verksins verður gerður handvirkt og mun reynast erfiðisverk. Tveggja manna teymi grafa á 40 til 60 mínútna vöktum og talið er að verkið muni taka 24 klukkustundir og klárast seint í nótt eða í fyrramálið. Lélegur jarðvegur og slæm veðurskilyrði hafa ítrekað sett strik í reikninginn. Jarðvegurinn er harður og mikið er um stóra grjóthnullunga. Borholan sem Julen féll í er einungis um 25 til 30 sentímetrar í þvermál og um hundrað metra djúp. Á um 73 metra dýpi hefur jarðvegur færst til og lokar hann holunni. Þar hefur fundist hár af drengnum ásamt sælgæti og plastbolla sem hann var með þegar hann féll ofan í. Hinsvegar hafa myndavélar ekki komið auga á drenginn sjálfan og engar vísbendingar hafa fengist um hvort hann sé á lífi. Um er að ræða mikinn fjölskylduharmleik en foreldrar Julen misstu annan son, eins og hálfs árs gamlan, af slysförum fyrir tveimur árum síðan. Spænsk yfirvöld rannsaka nú slysið en borholan sem um ræðir var boruð ólöglega og ekki innsigluð líkt og reglur kveða á um.
Spánn Tengdar fréttir Tveggja ára drengur féll ofan í brunn nærri Malaga Spænskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga tveggja ára dreng sem féll ofan í brunn nærri Malaga í dag. 13. janúar 2019 21:29 Vonast til að ná til Julen á morgun Björgunaraðilar berjast við að bora holu niður til drengsins. 22. janúar 2019 19:00 Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48 Reyna að grafa göng til drengsins í borholunni Björgunaraðilar leita frumlegra leiða til að ná til drengsins. 15. janúar 2019 20:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Tveggja ára drengur féll ofan í brunn nærri Malaga Spænskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga tveggja ára dreng sem féll ofan í brunn nærri Malaga í dag. 13. janúar 2019 21:29
Vonast til að ná til Julen á morgun Björgunaraðilar berjast við að bora holu niður til drengsins. 22. janúar 2019 19:00
Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag. 15. janúar 2019 10:48
Reyna að grafa göng til drengsins í borholunni Björgunaraðilar leita frumlegra leiða til að ná til drengsins. 15. janúar 2019 20:00