Ásmundur Tryggvason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka. Hann tekur við keflinu af Vilhelm Má Þorsteinssyni sem á dögunum var kynntur til leiks sem nýr forstjóri Eimskips. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.
Ásmundur hefur stýrt Fyrirtækjaráðgjöf bankans frá 2012 með góðum árangri en hann hefur viðamikla reynslu af fjármálamörkuðum. Hann hefur meðal annars starfað hjá Greiningu bankans, við skuldabréfaútgáfu og fyrirtækjaþjónustu. Hann hefur jafnframt setið í stjórnum fjármála-, tækni-, iðn-, síma- og útgáfufyrirtækja. Ásmundur er lögfræðingur að mennt.
Atli Rafn Björnsson mun taka við starfi Ásmundar og hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka.
