Aníta mun nefnilega fá hörkusamkeppni frá erlendum keppendum og hún hefur aldrei áður fengið svona öfluga samkeppni í hlaupi á Íslandi.
Aníta keppir meðal annars við hina bresku Shelayna Oskan-Clarke sem fékk silfur í 800 metra hlaupi á EM innanhúss árið 2017 en Aníta vann bronsverðlaun í sama hlaupi.
Shelayna Oskan-Clarke hefur byggt ofan á þetta hlaup sitt á EM 2017. Hún komst í úrslit í 800 metra hlaupi á EM utanhúss í Berlín 2018 og vann síðan bronsverðlaun á HM innanhúss í fyrra. Hún er fjórfaldur breskur meistari.
Oskan-Clarke á best 1:59,81 mín en Íslandsmet Anítu er 2:01,18 mín. innanhúss. Í hlaupinu taka einnig þátt Írinn Claire Mooney sem á best hlaup upp á 2:01,61 mín. og hin bandaríska Olga Kosichenko sem á best 800 metra hlaup upp á 2:02,92 mín.
Mooney er írskur meistari innanhúss og Olga hefur keppt á bandaríska úrtökumótinu innanhúss og utanhúss.
800 metra hlaupið fer fram sunnudaginn 3. febrúar en frjálsíþróttamóti RIG 2019 fer fram í Laugardalshöllinni þann dag á milli klukkan 13.00 og 15.00.