Sala er tuttugu og átta ára gamall Argentínumaður og miðlar í Argentínu segja að hann hafi sent fjölskyldu sinni skilaboð í gegnum Whatsapp forritið skömmu áður en vélin hvarf.
Þar sagðist hann vera logandi hræddur, enda væri eins og vélin væri að detta í sundur. Áhafnir fimm flugvéla og tveggja björgunarskipa frá Frakklandi og Bretlandi hafa leitað á eitt þúsund fermílna svæði að vélinni, en enn sem komið er hefur leitin engan árangur borið.
BBC hefur eftir John Fitzgerald, yfirmanni leitarsveita Breta á Ermarsundi að lítil von sé um að finna Sala og flugmanninn á lífi.
„Ég held að jafnvel hinn hraustasti aðili myndi ekki endast lengur í sjónum en í nokkrar klukkustundir. Á þessum árstíma eru aðstæðurnar þarna út frekar hræðilegar ef þú lendir í sjónum.“
Að flugvélinni hafi verið lent og Sala of flugmaðurinn gætu ekki náð samskiptum við umheiminn.
Að þeir hafi lent á Ermarsundi, skip hefði komið þeim til bjargar og þeir gætu ekki náð samskiptum við umheiminn.
Að þeir hafi lent á Ermarsundi og komist í björgunarbát sem var um borð í flugvélinni.
Að flugvélin hafi hrapað í Ermarsundið og Sala og flugmaðurinn hafi farist.
Enn sem komið er áhersla lögð á þriðju kenninguna. Að þeir hafi komist um borð í björgunarbát.
1/2
9.30am
We are searching based on four possibilities:
1. They have landed elsewhere but not made contact.
2. They landed on water, have been picked up by a passing ship but not made contact
3. They landed on water and made it into the life raft we know was on board
— Guernsey Police (@GuernseyPolice) January 23, 2019
2/2
4. The aircraft broke up on contact with the water, leaving them in the sea.
Our search area is prioritised on the life raft option.
More updates as information becomes available
— Guernsey Police (@GuernseyPolice) January 23, 2019
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, spilar einnig fyrir Cardiff. Þá spilar Kolbeinn Sigþórsson í Nantes.
Hér má sjá síðasta tíst Sala frá því á mánudagskvöldið þegar hann kvaddi liðsfélaga sína í Nantes.
La ultima ciao @FCNantespic.twitter.com/SV1dNHbYYH
— Emiliano Sala (@EmilianoSala1) January 21, 2019