Eru börnin okkar að fá næga hreyfingu í skólum? Guðmundur Hafþórsson skrifar 21. janúar 2019 10:29 Áður en þú lest alla greinina þá langar mig að spyrja þig nokkurra spurninga. Getum við verið sammála um að stunda líkamsrækt bætir líkamlega heilsu?Getum við verið sammála um að góð og holl næring er mikilvæg fyrir líkamann? Getum við verið sammála um að ef þessir tveir þættir eru hafðir í huga þá byggjum við upp hraustan og heilsusamlegan líkama? Fréttir minna okkur reglulega á að heilsufar okkar Íslendinga fer versnandi samanber gögn frá OECD 2015 sem Heilbrigðisráðuneitið skrifaði um. Það er stöðugt verið að minna okkur á að hreyfa okkur, minnst 30mínútur á dag en er það nóg? En þessum skilaboðum er yfirleitt ýtt í átt að okkur fullorðna fólkinu en erum við að ná að deila því til barna okkar og hugsa um hag þeirra og möguleika á heilbrigðu líferni? Lítil (ómarktæk) skoðanakönnun sem ég gerði meðal Íþróttakennara á Íslandi (nær ekki til allra skóla) varðandi sundkennslu á Íslandi sýndi að að í fjölda skóla eru börnin ekki að fá 1 tíma í viku allt skólaárið eins og námskrá kveður á um. Oft á tíðum eru börnin einungis að fá 2 tíma á viku í 6 vikur sem eru 12 sundtímar og þá getur það gerst að barn er í lotu í 2.bekk í september í 6 vikur og svo ekki aftur fyrr en í apríl í 3.bekk sem þýðir að það er eitt og hálft ár á milli þess að barn fær kennslu svo lengi sem það er ekki á sundnámskeiðum. Samkvæmt Námsskrá er kveðið á um að 1 sundtími sé á viku allt skólaárið þar sem hægt er að koma því fyrir en þar sem aðstæður bjóða ekki upp á það sé leyfilegt að bjóða upp á sundtíma í lotum en að lágmarki 20 kennslustundir yfir árið. Þær stundir sem eftir standa SKAL nýta til skólaíþrótta. (bls 180 - 193) Einnig sýndi þessi könnun að oft á tíðum eru börnin ekki að fá 3 hreyfistundir á viku eins og reglur kveða á um. Getur verið að ástæða þess að námsgeta íslenskra barna sé á niðurleið vegna þess að börnin fá ekki næga hreyfingu í skólum? Rannsóknir sýna að að regluleg hreyfing kemur til með að hjálpa til við að læra nyja hluti og bæta minni. Ég spyr því hversvegna skólar sækja reglulega á Íþróttir hjá börnum þegar skorið er niður. Við tölum ávallt um að bæta líkamlegt hreysti hjá okkur sjálfum, líkamsræktarstöðvar fyllast ávallt í Janúar og September en við sættum okkur við minni hreyfingu hjá börnum okkar í skólum. Ég hvet þig því foreldri barns í grunnskólum landsins að forvitnast um hreyfingu barna þinna og hvort þau séu að fá næga útrás í skólum.Höfundur er íþróttafræðingur og yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilsa Sund Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Áður en þú lest alla greinina þá langar mig að spyrja þig nokkurra spurninga. Getum við verið sammála um að stunda líkamsrækt bætir líkamlega heilsu?Getum við verið sammála um að góð og holl næring er mikilvæg fyrir líkamann? Getum við verið sammála um að ef þessir tveir þættir eru hafðir í huga þá byggjum við upp hraustan og heilsusamlegan líkama? Fréttir minna okkur reglulega á að heilsufar okkar Íslendinga fer versnandi samanber gögn frá OECD 2015 sem Heilbrigðisráðuneitið skrifaði um. Það er stöðugt verið að minna okkur á að hreyfa okkur, minnst 30mínútur á dag en er það nóg? En þessum skilaboðum er yfirleitt ýtt í átt að okkur fullorðna fólkinu en erum við að ná að deila því til barna okkar og hugsa um hag þeirra og möguleika á heilbrigðu líferni? Lítil (ómarktæk) skoðanakönnun sem ég gerði meðal Íþróttakennara á Íslandi (nær ekki til allra skóla) varðandi sundkennslu á Íslandi sýndi að að í fjölda skóla eru börnin ekki að fá 1 tíma í viku allt skólaárið eins og námskrá kveður á um. Oft á tíðum eru börnin einungis að fá 2 tíma á viku í 6 vikur sem eru 12 sundtímar og þá getur það gerst að barn er í lotu í 2.bekk í september í 6 vikur og svo ekki aftur fyrr en í apríl í 3.bekk sem þýðir að það er eitt og hálft ár á milli þess að barn fær kennslu svo lengi sem það er ekki á sundnámskeiðum. Samkvæmt Námsskrá er kveðið á um að 1 sundtími sé á viku allt skólaárið þar sem hægt er að koma því fyrir en þar sem aðstæður bjóða ekki upp á það sé leyfilegt að bjóða upp á sundtíma í lotum en að lágmarki 20 kennslustundir yfir árið. Þær stundir sem eftir standa SKAL nýta til skólaíþrótta. (bls 180 - 193) Einnig sýndi þessi könnun að oft á tíðum eru börnin ekki að fá 3 hreyfistundir á viku eins og reglur kveða á um. Getur verið að ástæða þess að námsgeta íslenskra barna sé á niðurleið vegna þess að börnin fá ekki næga hreyfingu í skólum? Rannsóknir sýna að að regluleg hreyfing kemur til með að hjálpa til við að læra nyja hluti og bæta minni. Ég spyr því hversvegna skólar sækja reglulega á Íþróttir hjá börnum þegar skorið er niður. Við tölum ávallt um að bæta líkamlegt hreysti hjá okkur sjálfum, líkamsræktarstöðvar fyllast ávallt í Janúar og September en við sættum okkur við minni hreyfingu hjá börnum okkar í skólum. Ég hvet þig því foreldri barns í grunnskólum landsins að forvitnast um hreyfingu barna þinna og hvort þau séu að fá næga útrás í skólum.Höfundur er íþróttafræðingur og yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar