Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2019 08:30 Tom Brady fagnar Rex Burkhead sem skoraði snertimarkið sem tryggði Patriots sigurinn. Getty/Jamie Squire New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki Ameríku- og Þjóðardeildarinnar í nótt. Það var nefnilega mjög mikil spenna í báðum leikjum og þeir enduðu báðir í framlengingu. Sigursóknirnar voru þó ólíkar því Rams-liðið vann á vallarmarki en Patriots-liðið á snertimarki. #SBLIII February 3, 2019.@Patriots vs. @RamsNFL in Atlanta! #NEvsLARpic.twitter.com/zNZGxjX34x — NFL (@NFL) January 21, 2019 Los Angeles Rams vann 26-23 sigur á New Orleans Saints í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en New England Patriots vann Kansas City Chiefs 37-31 í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar Báðir sigurvegararnir voru að spila á útivelli og náðu því lakari árangri á leiktíðinni. Það er aftur á móti ekki spurt að því á úrslitastundu og taugar Patriots- og Rams-manna voru sterkari. There he goats again. #EverythingWeGotpic.twitter.com/EZtBHP0p9z — New England Patriots (@Patriots) January 21, 2019 Tom Brady og félagar í New England Patriots eru þar með komnir í Super Bowl þriðja árið í röð og þetta verður í níunda skiptið sem fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady spilar um NFL-titilinn í stærsta íþróttakappleik hvers árs í Bandaríkjunum. Patriots er aðeins þriðja félagið í sögunni sem kemst í Super Bowl þrjú ár í röð en hin liðin eru Buffalo Bills (1991-1993) og Miami Dolphins (1971-1973). New England Patriots bætti metið sitt með því að komast í ellefta skiptið í þennan risaleik. Los Angeles Rams er komið í sinn fyrsta Super Bowl leik síðan 2002 en þá var liðið með aðsetur í St Louis. Þetta verður því fyrsti Super Bowl leikur liðs frá Los Angeles síðan 1984 þegar Los Angeles Raiders vann titilinn. Incredible moment between @JaredGoff16 and Sean McVay #LARams#NFLPlayoffspic.twitter.com/i4pQu7E99J — NFL (@NFL) January 20, 2019 Greg Zuerlein sends the @RamsNFL to the @SuperBowl!!!!!#LARams#NFLPlayoffspic.twitter.com/vJ9goPzit2 — NFL (@NFL) January 20, 2019 Sigur Los Angeles Rams var mun umdeildari því dómarar leiksins gerðu mjög stór mistök í lokin sem bitnuðu á heimamönnum í New Orleans Saints. Dómararnir höfðu fleiri en eina ástæðu til að dæma víti á einn varnarmann Rams en dæmdu ekkert. Saints-liðið fór því úr því að vera í dauðafæri til að tryggja sér sigur í framlengingu í því að missa boltann. Rams nýtti sér það, fór upp völlinn og tryggði sér sigurinn með 57 jarda vallarmarki Greg Zuerlein. Greg Zuerlein var heldur betur öflugur á lokamínútunum því hann tryggði líka liði sínu framlenginguna með 48 jarda vallarmarki 15 sekúndum fyrir leikslok. New Orleans Saints komst í 13-0 í leiknum og var líka 20-10 yfir. Hrútarnir hættu aldrei og tryggðu sér dramatískan sigur í lokin með smá hjálp frá dómurunum sem „gleyptu“ flautuna á úrslitastundu. They won the coin toss. Then the game. Every play from the OT drive that sent the @Patriots to the @SuperBowl! #SBLIII#NFLPlayoffspic.twitter.com/iyGCYeTYSx — NFL (@NFL) January 21, 2019 Hlauparinn Rex Burkhead tryggði New England Patriots 37-31 sigur á Kansas City Chiefs í framlengingu þegar hann hljóp með boltann í markið á marklínunni. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots-liðsins, hafði þá leitt enn eina frábæru sókn liðsins. Hlauparinn Sony Michel er nýliði en hann er búinn að setja met með því að skora fimm snertimörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í úrslitakeppninni. Hann skoraði tvö snertimörk í gær, kom Patriots fyrst í 7-0 og svo í 24-21 í lokaleikhlutanum. Chiefs lenti 14-0 undir en hlauparinn Damien Williams kom Höfðingjunum tvisvar yfir í seinni hálfleiknum, fyrst 21-17 og svo aftur 28-24. Rex Burkhead kom Patriots yfir í 31-28 39 sekúndum fyrir leikslok með fyrra snertimarki sínu en Chiefs tryggði sér framlengingu með vallarmarki Harrison Butker. New England Patriots vanns síðan uppkastið og fékk að byrja með boltann í framlengingunni. Það nýtti hinn 41 árs gamli leikstjórnandi Tom Brady sér. Hann keyrði áfram 75 jarda sókn sem tók rétt tæpar fimm mínútur og endaði með snertimarki Rex Burkhead. Leikmönnum Chiefs tókst ekki að stoppa Patriots liðið og fengu því ekkert tækifæri til að sækja í framlengingunni því með snertimarki Burkhead var leikurinn búinn. Í framlengingu í NFL gildir að það lið vinnur sem skorar fyrst. Tom Brady is HYPED #NFLPlayoffs#EverythingWeGotpic.twitter.com/eOCrVAs2mU — NFL (@NFL) January 21, 2019 FINAL: The @Patriots are heading to another @SuperBowl! #EverythingWeGot#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/QdGkidpl5x — NFL (@NFL) January 21, 2019 FINAL: The @RamsNFL are headed to @SuperBowl LIII! #LARams (by @Lexus) pic.twitter.com/4Y3xF7C4i4 — NFL (@NFL) January 20, 2019 NFL Ofurskálin Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki Ameríku- og Þjóðardeildarinnar í nótt. Það var nefnilega mjög mikil spenna í báðum leikjum og þeir enduðu báðir í framlengingu. Sigursóknirnar voru þó ólíkar því Rams-liðið vann á vallarmarki en Patriots-liðið á snertimarki. #SBLIII February 3, 2019.@Patriots vs. @RamsNFL in Atlanta! #NEvsLARpic.twitter.com/zNZGxjX34x — NFL (@NFL) January 21, 2019 Los Angeles Rams vann 26-23 sigur á New Orleans Saints í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en New England Patriots vann Kansas City Chiefs 37-31 í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar Báðir sigurvegararnir voru að spila á útivelli og náðu því lakari árangri á leiktíðinni. Það er aftur á móti ekki spurt að því á úrslitastundu og taugar Patriots- og Rams-manna voru sterkari. There he goats again. #EverythingWeGotpic.twitter.com/EZtBHP0p9z — New England Patriots (@Patriots) January 21, 2019 Tom Brady og félagar í New England Patriots eru þar með komnir í Super Bowl þriðja árið í röð og þetta verður í níunda skiptið sem fimmfaldi NFL-meistarinn Tom Brady spilar um NFL-titilinn í stærsta íþróttakappleik hvers árs í Bandaríkjunum. Patriots er aðeins þriðja félagið í sögunni sem kemst í Super Bowl þrjú ár í röð en hin liðin eru Buffalo Bills (1991-1993) og Miami Dolphins (1971-1973). New England Patriots bætti metið sitt með því að komast í ellefta skiptið í þennan risaleik. Los Angeles Rams er komið í sinn fyrsta Super Bowl leik síðan 2002 en þá var liðið með aðsetur í St Louis. Þetta verður því fyrsti Super Bowl leikur liðs frá Los Angeles síðan 1984 þegar Los Angeles Raiders vann titilinn. Incredible moment between @JaredGoff16 and Sean McVay #LARams#NFLPlayoffspic.twitter.com/i4pQu7E99J — NFL (@NFL) January 20, 2019 Greg Zuerlein sends the @RamsNFL to the @SuperBowl!!!!!#LARams#NFLPlayoffspic.twitter.com/vJ9goPzit2 — NFL (@NFL) January 20, 2019 Sigur Los Angeles Rams var mun umdeildari því dómarar leiksins gerðu mjög stór mistök í lokin sem bitnuðu á heimamönnum í New Orleans Saints. Dómararnir höfðu fleiri en eina ástæðu til að dæma víti á einn varnarmann Rams en dæmdu ekkert. Saints-liðið fór því úr því að vera í dauðafæri til að tryggja sér sigur í framlengingu í því að missa boltann. Rams nýtti sér það, fór upp völlinn og tryggði sér sigurinn með 57 jarda vallarmarki Greg Zuerlein. Greg Zuerlein var heldur betur öflugur á lokamínútunum því hann tryggði líka liði sínu framlenginguna með 48 jarda vallarmarki 15 sekúndum fyrir leikslok. New Orleans Saints komst í 13-0 í leiknum og var líka 20-10 yfir. Hrútarnir hættu aldrei og tryggðu sér dramatískan sigur í lokin með smá hjálp frá dómurunum sem „gleyptu“ flautuna á úrslitastundu. They won the coin toss. Then the game. Every play from the OT drive that sent the @Patriots to the @SuperBowl! #SBLIII#NFLPlayoffspic.twitter.com/iyGCYeTYSx — NFL (@NFL) January 21, 2019 Hlauparinn Rex Burkhead tryggði New England Patriots 37-31 sigur á Kansas City Chiefs í framlengingu þegar hann hljóp með boltann í markið á marklínunni. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots-liðsins, hafði þá leitt enn eina frábæru sókn liðsins. Hlauparinn Sony Michel er nýliði en hann er búinn að setja met með því að skora fimm snertimörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í úrslitakeppninni. Hann skoraði tvö snertimörk í gær, kom Patriots fyrst í 7-0 og svo í 24-21 í lokaleikhlutanum. Chiefs lenti 14-0 undir en hlauparinn Damien Williams kom Höfðingjunum tvisvar yfir í seinni hálfleiknum, fyrst 21-17 og svo aftur 28-24. Rex Burkhead kom Patriots yfir í 31-28 39 sekúndum fyrir leikslok með fyrra snertimarki sínu en Chiefs tryggði sér framlengingu með vallarmarki Harrison Butker. New England Patriots vanns síðan uppkastið og fékk að byrja með boltann í framlengingunni. Það nýtti hinn 41 árs gamli leikstjórnandi Tom Brady sér. Hann keyrði áfram 75 jarda sókn sem tók rétt tæpar fimm mínútur og endaði með snertimarki Rex Burkhead. Leikmönnum Chiefs tókst ekki að stoppa Patriots liðið og fengu því ekkert tækifæri til að sækja í framlengingunni því með snertimarki Burkhead var leikurinn búinn. Í framlengingu í NFL gildir að það lið vinnur sem skorar fyrst. Tom Brady is HYPED #NFLPlayoffs#EverythingWeGotpic.twitter.com/eOCrVAs2mU — NFL (@NFL) January 21, 2019 FINAL: The @Patriots are heading to another @SuperBowl! #EverythingWeGot#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/QdGkidpl5x — NFL (@NFL) January 21, 2019 FINAL: The @RamsNFL are headed to @SuperBowl LIII! #LARams (by @Lexus) pic.twitter.com/4Y3xF7C4i4 — NFL (@NFL) January 20, 2019
NFL Ofurskálin Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira