Nemendum vísað úr landi Derek T. Allen og Bjarnveig Björk Birkisdóttir skrifar 31. janúar 2019 17:16 Þegar nemendur falla á prófi fylgja því ýmsir örðugleikar varðandi endurtökupróf. Þegar skiptinemar falla á prófi er vandamálið heldur erfiðara. Endurtökupróf haustannar eru oft haldin á mismunandi tímum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Sum endurtökupróf eru haldin í lok vorannar á sama skólaári á meðan önnur endurtökupróf eru haldin ári seinna eftir prófið. Þetta er ólíðandi vegna þess að þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á skiptinema eða erlenda nemendur sem eru á Íslandi á sínum eigin vegum. Ef erlendur nemandi fellur á prófi getur hann neyðst til þess að yfirgefa Ísland áður en hann fær tækifæri til þess að taka endurtökuprófið. Þar með fær nemandinn engar einingar fyrir námskeiðið. Erlendir nemendur sem eru hér í námi á sínum eigin vegum þurfa að þola enn verra misrétti ef þeir eru frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins. Nemandi sem kemur frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að ljúka að minnsta kosti 22 einingum á önn til þess að geta endurnýjað dvalarleyfið sitt. Ef nemandinn nær ekki 22 einingar gæti honum verið vísað úr landi. Derek er sjálfur erlendur nemandi og þekkir aðra erlenda nemendur í sínu námi þar sem þetta háir þeim. Þess vegna viljum við endurskoða reglur varðandi endurtökupróf á okkar sviði. Það er ekki hægt að réttlæta það að fólki sé vísað úr landi án þess að fá annað tækifæri til þess að þreyta endurtökupróf. Við þurfum að gefa erlendum nemendum tækifæri til þess að sanna sig og þess vegna er mikilvægt að endurskoða tímasetningu endurtökuprófa. Þegar kemur að endurgjöf einkunna snertir það alla nemendur við Háskóla Íslands. Samkvæmt reglum háskólans skulu einkunnir vera birtar í allra seinasta lagi tveimur vikum eftir töku prófs eða skil verkefna. Á prófatímabili hefur kennarinn þrjár vikur til þess að birta inn einkunnir. Á sama tíma ber nemendum skylda til þess að skila inn verkefnum á réttum tíma og jafnframt að taka prófin sjálf. Þrátt fyrir þessar reglur er allt of oft brotið á nemendum hvað varðar einkunnaskil kennara. Það er löngu kominn tími til þess að kennarar þurfi að fylgja sínum starfsreglum um skil rétt eins og nemendum ber að gera. Mikilvægt er að auka eftirfylgni með kennurum og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt eftir, Vökuliðar ætla að sjá til þess. Við teljum að öll stefnumál, stór jafnt sem smá eigi að njóta hljómgrunns. Þegar skilafrestur einkunna er ekki virtur getur það skapað óvissu fyrir framtíð nemenda og valdið gríðarlegum óþægindum í námi þeirra. Vaka mun laga þetta, kjóstu raunsæ og framkvæmanleg markmið! Höfundar skipa 1. og 2. sæti á framboðslista Vöku á hugvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Derek T. Allen Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Þegar nemendur falla á prófi fylgja því ýmsir örðugleikar varðandi endurtökupróf. Þegar skiptinemar falla á prófi er vandamálið heldur erfiðara. Endurtökupróf haustannar eru oft haldin á mismunandi tímum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Sum endurtökupróf eru haldin í lok vorannar á sama skólaári á meðan önnur endurtökupróf eru haldin ári seinna eftir prófið. Þetta er ólíðandi vegna þess að þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á skiptinema eða erlenda nemendur sem eru á Íslandi á sínum eigin vegum. Ef erlendur nemandi fellur á prófi getur hann neyðst til þess að yfirgefa Ísland áður en hann fær tækifæri til þess að taka endurtökuprófið. Þar með fær nemandinn engar einingar fyrir námskeiðið. Erlendir nemendur sem eru hér í námi á sínum eigin vegum þurfa að þola enn verra misrétti ef þeir eru frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins. Nemandi sem kemur frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að ljúka að minnsta kosti 22 einingum á önn til þess að geta endurnýjað dvalarleyfið sitt. Ef nemandinn nær ekki 22 einingar gæti honum verið vísað úr landi. Derek er sjálfur erlendur nemandi og þekkir aðra erlenda nemendur í sínu námi þar sem þetta háir þeim. Þess vegna viljum við endurskoða reglur varðandi endurtökupróf á okkar sviði. Það er ekki hægt að réttlæta það að fólki sé vísað úr landi án þess að fá annað tækifæri til þess að þreyta endurtökupróf. Við þurfum að gefa erlendum nemendum tækifæri til þess að sanna sig og þess vegna er mikilvægt að endurskoða tímasetningu endurtökuprófa. Þegar kemur að endurgjöf einkunna snertir það alla nemendur við Háskóla Íslands. Samkvæmt reglum háskólans skulu einkunnir vera birtar í allra seinasta lagi tveimur vikum eftir töku prófs eða skil verkefna. Á prófatímabili hefur kennarinn þrjár vikur til þess að birta inn einkunnir. Á sama tíma ber nemendum skylda til þess að skila inn verkefnum á réttum tíma og jafnframt að taka prófin sjálf. Þrátt fyrir þessar reglur er allt of oft brotið á nemendum hvað varðar einkunnaskil kennara. Það er löngu kominn tími til þess að kennarar þurfi að fylgja sínum starfsreglum um skil rétt eins og nemendum ber að gera. Mikilvægt er að auka eftirfylgni með kennurum og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt eftir, Vökuliðar ætla að sjá til þess. Við teljum að öll stefnumál, stór jafnt sem smá eigi að njóta hljómgrunns. Þegar skilafrestur einkunna er ekki virtur getur það skapað óvissu fyrir framtíð nemenda og valdið gríðarlegum óþægindum í námi þeirra. Vaka mun laga þetta, kjóstu raunsæ og framkvæmanleg markmið! Höfundar skipa 1. og 2. sæti á framboðslista Vöku á hugvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun