Tækifæri til að auka öryggi í samgöngum Baldur Pétursson skrifar 31. janúar 2019 07:00 Fyrir Alþingi liggur nú athyglisverð tillaga um verulega uppbyggingu í samgöngumálum um land allt, þar sem vegakerfið er löngu sprungið á mörgum stöðum vegna stóraukins álags sem veldur áhættu, slysum, tjóni og aukinni mengun. Fjármagna á viðbótarframkvæmdirnar með veggjöldum, sem ná m.a. til allra stofnbrauta inn og út úr höfuðborginni, þar sem annars yrði ekki hægt að ráðast í slíka mikilvæga uppbyggingu. Einnig hefur verið fjallað um brýna nauðsyn þess að byggja upp varaflugvelli fyrir Keflavík þar sem öryggi á því sviði er alls ekki nægjanlegt hér á landi. Málið er enn til umfjöllunar þar sem því var frestað fyrir áramót, m.a. til að hægt væri að fjalla betur um þetta mál.Auka þarf kerfisöryggi í samgöngum Gott er að vekja athygli á mikilvægi þess að slíkar stórframkvæmdir séu gerðar til þess að minnka núverandi áhættu í samgöngum. Einnig er mikilvægt að efla uppbyggingu varaflugvalla fyrir Keflavík til að auka öryggi í flugi, eins og bent hefur verið á. Ein stærsta áhættan í samgöngukerfi höfuðborgarinnar felst m.a. í því að eina útgönguleiðin frá höfuðborgarsvæðinu til vesturs getur lokast við óvænta atburði og stefnt fjölda fólks í hættu. Óvæntir atburðir geta t.d. verið eldsumbrot á Reykjanesi (m.a. nálægt Hafnarfirði) og í Bláfjöllum (þunnfljótandi hraun gæti runnið hratt niður Elliðaárdalinn og tekið í sundur vegi frá Reykjavík til vesturs). Önnur atvik geta einnig lokað þessari einu leið til vesturs úr Reykjavík, í gegnum Mosfellsbæ, sem nú þegar annar ekki álagi. Það er líklegt að sú áhætta sem af þessu stafar sé of mikil og setji íbúa höfuðborgarsvæðisins, um 200 þús. manns, í óþarfa og of mikla áhættu. Einnig hafa borist af því fréttir að fólk sem keyrir frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur sé tvo tíma til og frá vinnu á hverjum degi, þar sem vegurinn annar ekki aukinni umferð vegna fjölgunar íbúa og ferðamanna. Af þessum ástæðum vekur það undrun og áhyggjur að áðurnefndar tillögur um endurbætur á samgöngukerfinu, í stofnbrautum til og frá Reykjavík, gera ekki ráð fyrir neinum endurbótum í samgöngum á milli Vesturlandsvegar/Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, þrátt fyrir nauðsyn vegna yfirálags og öryggishagsmuna. Þessi galli í framkvæmdum á þessum nýju samgönguverkefnum eykur því í raun áhættu samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á útgöngumöguleikum íbúa frá Reykjavík til vesturs, sem hæglega geta lokast í tilfellum óvæntra atburða, auk þess sem sú leið er þegar á yfirálagi. Lausnir eru til Með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum í samgöngumálum er tækifæri til að lagfæra áðurnefnd atriði með eftirfarandi aðgerðum: 1) Sundabraut komist til framkvæmda í þessum nýju verkefnum, sem auka myndi umferðaröryggi verulega til vesturs frá Reykjavík, og minnka um leið áhættu í samgöngum höfuðborgarsvæðisins, þar sem sú leið væri viðbót og myndi ekki liggja um Elliðaárdal. Auk þess myndi þessi leið stórbæta aðgengi að auknu og ódýrara byggingarlandi og íbúðum á nálægum svæðum. Sundabraut gæti t.d. verið gerð með göngum eða brú nálægt innri leið, sem er hagkvæmara jafnvel þó breyta þurfi skipulagi. 2) Styrkja og breikka núverandi gatnakerfi og efla strætókerfi (Borgarlínu) til Mosfellsbæjar til að bæta umferð. Þetta myndi bæta bílaumferð og almenningssamgöngur og í raun flýta Borgarlínu í framkvæmd sem nýtist íbúum núna strax (í stað eftir 10 – 20 ár). Þetta myndi einnig minnka verulega mengun frá þúsundum bíla vegna styttri aksturstíma og meiri almenningssamgangna og draga úr gróðurhúsalofttegundum. 3) Mikilvægt er að byggja upp varaflugvelli á Akureyri og Egilsstöðum fyrir Keflavíkurvöll, enda eitt brýnasta málið í flugsamgöngum á Íslandi til að auka þjónustu og auka öryggi varaflugvalla á Íslandi.Höfundur er íbúi í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú athyglisverð tillaga um verulega uppbyggingu í samgöngumálum um land allt, þar sem vegakerfið er löngu sprungið á mörgum stöðum vegna stóraukins álags sem veldur áhættu, slysum, tjóni og aukinni mengun. Fjármagna á viðbótarframkvæmdirnar með veggjöldum, sem ná m.a. til allra stofnbrauta inn og út úr höfuðborginni, þar sem annars yrði ekki hægt að ráðast í slíka mikilvæga uppbyggingu. Einnig hefur verið fjallað um brýna nauðsyn þess að byggja upp varaflugvelli fyrir Keflavík þar sem öryggi á því sviði er alls ekki nægjanlegt hér á landi. Málið er enn til umfjöllunar þar sem því var frestað fyrir áramót, m.a. til að hægt væri að fjalla betur um þetta mál.Auka þarf kerfisöryggi í samgöngum Gott er að vekja athygli á mikilvægi þess að slíkar stórframkvæmdir séu gerðar til þess að minnka núverandi áhættu í samgöngum. Einnig er mikilvægt að efla uppbyggingu varaflugvalla fyrir Keflavík til að auka öryggi í flugi, eins og bent hefur verið á. Ein stærsta áhættan í samgöngukerfi höfuðborgarinnar felst m.a. í því að eina útgönguleiðin frá höfuðborgarsvæðinu til vesturs getur lokast við óvænta atburði og stefnt fjölda fólks í hættu. Óvæntir atburðir geta t.d. verið eldsumbrot á Reykjanesi (m.a. nálægt Hafnarfirði) og í Bláfjöllum (þunnfljótandi hraun gæti runnið hratt niður Elliðaárdalinn og tekið í sundur vegi frá Reykjavík til vesturs). Önnur atvik geta einnig lokað þessari einu leið til vesturs úr Reykjavík, í gegnum Mosfellsbæ, sem nú þegar annar ekki álagi. Það er líklegt að sú áhætta sem af þessu stafar sé of mikil og setji íbúa höfuðborgarsvæðisins, um 200 þús. manns, í óþarfa og of mikla áhættu. Einnig hafa borist af því fréttir að fólk sem keyrir frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur sé tvo tíma til og frá vinnu á hverjum degi, þar sem vegurinn annar ekki aukinni umferð vegna fjölgunar íbúa og ferðamanna. Af þessum ástæðum vekur það undrun og áhyggjur að áðurnefndar tillögur um endurbætur á samgöngukerfinu, í stofnbrautum til og frá Reykjavík, gera ekki ráð fyrir neinum endurbótum í samgöngum á milli Vesturlandsvegar/Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, þrátt fyrir nauðsyn vegna yfirálags og öryggishagsmuna. Þessi galli í framkvæmdum á þessum nýju samgönguverkefnum eykur því í raun áhættu samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á útgöngumöguleikum íbúa frá Reykjavík til vesturs, sem hæglega geta lokast í tilfellum óvæntra atburða, auk þess sem sú leið er þegar á yfirálagi. Lausnir eru til Með þessum fyrirhuguðu framkvæmdum í samgöngumálum er tækifæri til að lagfæra áðurnefnd atriði með eftirfarandi aðgerðum: 1) Sundabraut komist til framkvæmda í þessum nýju verkefnum, sem auka myndi umferðaröryggi verulega til vesturs frá Reykjavík, og minnka um leið áhættu í samgöngum höfuðborgarsvæðisins, þar sem sú leið væri viðbót og myndi ekki liggja um Elliðaárdal. Auk þess myndi þessi leið stórbæta aðgengi að auknu og ódýrara byggingarlandi og íbúðum á nálægum svæðum. Sundabraut gæti t.d. verið gerð með göngum eða brú nálægt innri leið, sem er hagkvæmara jafnvel þó breyta þurfi skipulagi. 2) Styrkja og breikka núverandi gatnakerfi og efla strætókerfi (Borgarlínu) til Mosfellsbæjar til að bæta umferð. Þetta myndi bæta bílaumferð og almenningssamgöngur og í raun flýta Borgarlínu í framkvæmd sem nýtist íbúum núna strax (í stað eftir 10 – 20 ár). Þetta myndi einnig minnka verulega mengun frá þúsundum bíla vegna styttri aksturstíma og meiri almenningssamgangna og draga úr gróðurhúsalofttegundum. 3) Mikilvægt er að byggja upp varaflugvelli á Akureyri og Egilsstöðum fyrir Keflavíkurvöll, enda eitt brýnasta málið í flugsamgöngum á Íslandi til að auka þjónustu og auka öryggi varaflugvalla á Íslandi.Höfundur er íbúi í Reykjavík
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar