Birgir vill stokka upp trúnaðarstöður í þingflokki Miðflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2019 19:00 Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill að flokksráð verði kallað saman sem fyrst til að fara yfir mál Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, sem hann telur að ekki eigi að geta gengið að trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum. Stokka þurfi upp í trúnaðarstörfum þingmanna fyrir flokkinn. Þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason gegna báðir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn. Gunnar Bragi er varaformaður flokksins og formaður þingflokksins og Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar auk þess að sitja í lagaráði Miðflokksins. Birgir Þórarinsson þingmaður flokksins sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna fréttaflutnings um að hann væri á leið í Sjálfstæðisflokkinn vegna óánægju með framkomu þeirra Gunnars Braga og Bergþórs. „Það er alrangt, svo er ekki. Mér líður vel í Miðflokknum en við erum nárttúrlega að glíma við ákveðinn vanda sem við erum öll að reyna að standa saman um að leysa,“ segir Birgir. Hann hefur óskað eftir því að flokksráð flokksins komi saman sem fyrst þannig að grasrótin geti tekið þátt í að leysa málið. Þá segir hann þá Klaustur tvímenninga ekk eigai að geta gengið að trúnaðarstöðum sínum vísum eftir að þeir snéru aftur á þing. „Ég held að það sé ljóst að eftir að þetta mál kom upp þurfi menn að íhuga hvaða leiðir eru bestar til að byggja upp flokkinn. Þar held ég að sú leið sé mikilvæg að við endurskoðum trúnaðarstöður þingmanna innan flokksins. Ég held að það sé mikilvægt og vænlegt til árangurs,“ segir Birgir. Hann hafi stuðning við þessi sjónarmið innan flokksins. „Ég held að það sjái það allir að þetta hefur auðvitað haft slæmar afleiðingar fyrir þessa þingmenn að sjálfsögðu og flokkinn í heild sinni,“ segir Birgir. Þess vegna sé rétt að boða flokksráð til fundar sem hann vonar að komi saman innan mánaðar.En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins var einnig á Klausturfundinum. Finnst þér að hann þurfi eitthvað að íhuga sína stöðu „Ég hef áður sagt í viðtölum að ég geri greinarmun á þeim sem sögðu og þeim sem þögðu í þessu máli. Sigmundur er meðal þeirra sem þögðu og ég treysti honum fyllilega til að halda áfram að byggja upp flokkinn,“ segir Birgir Þórarinsson. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Birgir Þórarinsson fordæmdi kynferðislega áreitni á þingi. 30. janúar 2019 16:23 Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins vill að flokksráð verði kallað saman sem fyrst til að fara yfir mál Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, sem hann telur að ekki eigi að geta gengið að trúnaðarstörfum sínum fyrir flokkinn vísum. Stokka þurfi upp í trúnaðarstörfum þingmanna fyrir flokkinn. Þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason gegna báðir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn. Gunnar Bragi er varaformaður flokksins og formaður þingflokksins og Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar auk þess að sitja í lagaráði Miðflokksins. Birgir Þórarinsson þingmaður flokksins sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna fréttaflutnings um að hann væri á leið í Sjálfstæðisflokkinn vegna óánægju með framkomu þeirra Gunnars Braga og Bergþórs. „Það er alrangt, svo er ekki. Mér líður vel í Miðflokknum en við erum nárttúrlega að glíma við ákveðinn vanda sem við erum öll að reyna að standa saman um að leysa,“ segir Birgir. Hann hefur óskað eftir því að flokksráð flokksins komi saman sem fyrst þannig að grasrótin geti tekið þátt í að leysa málið. Þá segir hann þá Klaustur tvímenninga ekk eigai að geta gengið að trúnaðarstöðum sínum vísum eftir að þeir snéru aftur á þing. „Ég held að það sé ljóst að eftir að þetta mál kom upp þurfi menn að íhuga hvaða leiðir eru bestar til að byggja upp flokkinn. Þar held ég að sú leið sé mikilvæg að við endurskoðum trúnaðarstöður þingmanna innan flokksins. Ég held að það sé mikilvægt og vænlegt til árangurs,“ segir Birgir. Hann hafi stuðning við þessi sjónarmið innan flokksins. „Ég held að það sjái það allir að þetta hefur auðvitað haft slæmar afleiðingar fyrir þessa þingmenn að sjálfsögðu og flokkinn í heild sinni,“ segir Birgir. Þess vegna sé rétt að boða flokksráð til fundar sem hann vonar að komi saman innan mánaðar.En Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins var einnig á Klausturfundinum. Finnst þér að hann þurfi eitthvað að íhuga sína stöðu „Ég hef áður sagt í viðtölum að ég geri greinarmun á þeim sem sögðu og þeim sem þögðu í þessu máli. Sigmundur er meðal þeirra sem þögðu og ég treysti honum fyllilega til að halda áfram að byggja upp flokkinn,“ segir Birgir Þórarinsson.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Birgir Þórarinsson fordæmdi kynferðislega áreitni á þingi. 30. janúar 2019 16:23 Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30 Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Heyr heyr hrópuðu þingkonur eftir ræðu Miðflokksmanns Birgir Þórarinsson fordæmdi kynferðislega áreitni á þingi. 30. janúar 2019 16:23
Birgir segir ekki rétt að Gunnar Bragi og Bergþór gangi að embættum sínum vísum Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins segir ekkert til í fullyrðingum um að hann hugsi sér til hreyfings úr flokknum vegna endurkomu Klaustur tvímenningana á þing. 30. janúar 2019 12:30
Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00