Telur sig nálgast sitt besta form Hjörvar Ólafsson skrifar 4. febrúar 2019 08:45 Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Anton Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir tók þátt í 800 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í gær. Hlaupið var skipað sterkum hlaupurum og hafnaði Aníta í þriðja sæti á eftir Bretanum Shelayna Oskan-Clarke sem varð hlutskörpust og tékkneska meistaranum Diana Mezulianikova sem varð í öðru sæti. Clarke er ríkjandi meistari í greininni í Bretlandi, vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu innanhúss á síðasta ári og silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu innanhúss árið áður. Hlaupið í gær var nokkuð hægt og Aníta hljóp á tímanum 2:04,88 mínútum. Hún segir í samtali við Fréttablaðið að hún hefði ekki náð að hlaupa eftir þeirri taktík sem lagt var upp með fyrir hlaupið og hana hafi skort sjálfstraust til þess að gefa allt sem hún ætti í lokasprettinn. Aníta kveðst hins vegar finna töluverðan mun til hins betra frá því fyrir tveimur vikum og hún telur sig vera að nálgast sitt besta form. „Þetta hlaup var skref í rétta átt að mínu mati og mér leið miklu betur í þessu hlaupi en þegar ég hljóp mitt fyrsta hlaup á árinu fyrir tveimur vikum. Mér leið svona eins og við værum að hlaupa frekar hægt og það var rétt metið. Ég þarf að æfa það betur að láta taktíkina mína ganga fullkomlega upp. Það er að finna rétta tímapunktinn til þess að komast fram úr fremstu hlaupurum án þess að eyða allri orkunni. Það gekk ekki upp í þessu hlaupi og ég þarf að einblína á að æfa mig betur í þessu atriði á næstu vikum,“ segir Aníta um frammistöðu sína. „Það vantaði líka aðeins upp á sjálfstraustið. Ég hætti við að gefa allt sem ég ætti í lokasprettinn og dró úr mér tennurnar. Ég þarf að einblína á andlega þáttinn samhliða þeim líkamlega og tæknilegum atriðum hvað hlaupin varðar á næstunni. Það er mikilvægt að vinna í sjálfstraustinu, ég hef fulla trú á mér og þarf bara að sýna það í verki í næstum mótum. Ég er að nálgast það að komast í mitt besta líkamlega form hlaupalega séð og ég er viss um að ég mun toppa á réttum tíma,“ segir ÍR-ingurinn um stöðu mála hjá sér. Aníta sem bjó í Hollandi um skeið flutti heim til Íslands síðasta haust. Hún segir því fylgja kosti og galla að færa sig um set frá Hollandi til Íslands. Aníta endurnýjaði kynnin við sinn gamla þjálfara Gunnar Pál Jóakimsson eftir að hún flutti heim. Þá segir hún aðstöðuna til þess að æfa frjálsar íþróttir hafa batnað til mikilla muna með tilkomu frjálsíþróttasalarins í Laugardalshöllinni. „Gunnar Páll hefur verið viðloðandi þjálfun mína frá því að ég var 12 ára gömul. Hann var aðalþjálfari minn um tíma og kom svo að þjálfuninni áfram eftir að ég flutti út. Ég bý að þeim nýju hlutum sem ég lærði í Hollandi og Gunnar Páll kemur svo til með að betrumbæta það í framhaldinu. Ég hef mikla trú á okkar samstarfi og það hefur gengið vel eftir að ég flutti heim aftur. Það er frábært að vera komin með höll til þess að æfa í hér heima og aðstæður eru bara fínar hér heima,“ segir hún um síðustu mánuði. „Næst á dagskrá er Norðurlandamótið sem fer fram um næstu helgi. Norðurlöndin hafa á að skipa mjög sterkum hlaupurum þessa stundina og það verður gaman að etja kappi við þær. Þar ætla ég að halda áfram að skerpa á forminu og vinna áfram í að betrumbæta taktíkina hjá mér. Þar á eftir er svo Evrópumeistaramótið í byrjun mars. Þar stefni ég á að vera í mínu besta formi,“ segir hlaupakonan öfluga um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir tók þátt í 800 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í gær. Hlaupið var skipað sterkum hlaupurum og hafnaði Aníta í þriðja sæti á eftir Bretanum Shelayna Oskan-Clarke sem varð hlutskörpust og tékkneska meistaranum Diana Mezulianikova sem varð í öðru sæti. Clarke er ríkjandi meistari í greininni í Bretlandi, vann bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu innanhúss á síðasta ári og silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu innanhúss árið áður. Hlaupið í gær var nokkuð hægt og Aníta hljóp á tímanum 2:04,88 mínútum. Hún segir í samtali við Fréttablaðið að hún hefði ekki náð að hlaupa eftir þeirri taktík sem lagt var upp með fyrir hlaupið og hana hafi skort sjálfstraust til þess að gefa allt sem hún ætti í lokasprettinn. Aníta kveðst hins vegar finna töluverðan mun til hins betra frá því fyrir tveimur vikum og hún telur sig vera að nálgast sitt besta form. „Þetta hlaup var skref í rétta átt að mínu mati og mér leið miklu betur í þessu hlaupi en þegar ég hljóp mitt fyrsta hlaup á árinu fyrir tveimur vikum. Mér leið svona eins og við værum að hlaupa frekar hægt og það var rétt metið. Ég þarf að æfa það betur að láta taktíkina mína ganga fullkomlega upp. Það er að finna rétta tímapunktinn til þess að komast fram úr fremstu hlaupurum án þess að eyða allri orkunni. Það gekk ekki upp í þessu hlaupi og ég þarf að einblína á að æfa mig betur í þessu atriði á næstu vikum,“ segir Aníta um frammistöðu sína. „Það vantaði líka aðeins upp á sjálfstraustið. Ég hætti við að gefa allt sem ég ætti í lokasprettinn og dró úr mér tennurnar. Ég þarf að einblína á andlega þáttinn samhliða þeim líkamlega og tæknilegum atriðum hvað hlaupin varðar á næstunni. Það er mikilvægt að vinna í sjálfstraustinu, ég hef fulla trú á mér og þarf bara að sýna það í verki í næstum mótum. Ég er að nálgast það að komast í mitt besta líkamlega form hlaupalega séð og ég er viss um að ég mun toppa á réttum tíma,“ segir ÍR-ingurinn um stöðu mála hjá sér. Aníta sem bjó í Hollandi um skeið flutti heim til Íslands síðasta haust. Hún segir því fylgja kosti og galla að færa sig um set frá Hollandi til Íslands. Aníta endurnýjaði kynnin við sinn gamla þjálfara Gunnar Pál Jóakimsson eftir að hún flutti heim. Þá segir hún aðstöðuna til þess að æfa frjálsar íþróttir hafa batnað til mikilla muna með tilkomu frjálsíþróttasalarins í Laugardalshöllinni. „Gunnar Páll hefur verið viðloðandi þjálfun mína frá því að ég var 12 ára gömul. Hann var aðalþjálfari minn um tíma og kom svo að þjálfuninni áfram eftir að ég flutti út. Ég bý að þeim nýju hlutum sem ég lærði í Hollandi og Gunnar Páll kemur svo til með að betrumbæta það í framhaldinu. Ég hef mikla trú á okkar samstarfi og það hefur gengið vel eftir að ég flutti heim aftur. Það er frábært að vera komin með höll til þess að æfa í hér heima og aðstæður eru bara fínar hér heima,“ segir hún um síðustu mánuði. „Næst á dagskrá er Norðurlandamótið sem fer fram um næstu helgi. Norðurlöndin hafa á að skipa mjög sterkum hlaupurum þessa stundina og það verður gaman að etja kappi við þær. Þar ætla ég að halda áfram að skerpa á forminu og vinna áfram í að betrumbæta taktíkina hjá mér. Þar á eftir er svo Evrópumeistaramótið í byrjun mars. Þar stefni ég á að vera í mínu besta formi,“ segir hlaupakonan öfluga um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira