Frost Guðmundur Brynjólfsson skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Ég á ekki hitamæli enda eru þeir heldur til óþurftar. Samanber það sem merkur maður suður á Vatnsleysuströnd sagði um miðja síðustu öld, þegar nágranni vildi ekki lána honum rassmæli að brúka á sig og sína fjölskyldu: „Iss, það eru alltaf veikindi þar sem til eru hitamælar.“ Samt hef ég tekið eftir því að undanfarið hefur ríkt nokkurt frost. Ég merki það helst á kettinum sem nennir ekki út en færir sig á milli stóla hér inni, fer úr leðri í pluss og úr plussi í leður en kýlir vömbina þess á milli og étur frá mér harðfiskinn og lifrarpylsuna. Auk innflutts sérfæðis sem hingað kemur með fraktskipum. Kötturinn jafnar kolefnissporið um sumur með því að drepa mýs. En mýs reka heil ósköp við og stuðla þannig að ofsafengnara veðurlagi en áður hefur þekkst. Landinn er duglegur að mynda mælaborðið í bílunum sínum, þar birtast hitatölur og vill hver maður helst ná svakalegustu mínustölunum á mynd og birta þær á samfélagsmiðlum. Óvíst er í hvaða tilgangi. Hinir svokölluðu „elstu menn“ sem eðli málsins samkvæmt eru aldrei sömu mennirnir hafa þó ekki verið spurðir út í þennan frostakafla. Líklega vegna þess að það þarf ekki að leita til nema fjórtán ára barna til þess að rifja upp skelfilegra kuldakast – en þau börn ættu flest að muna veturinn 2011. Þetta samfélag er alltaf að ná nýjum hæðum í taugaveiklun yfir aðgreindustu málum, nú er það frostið. Það er líkt og hér hafi aldrei áður fryst, sundlaugar loka, hlutdeild Sólskríkjusjóðsins í skráðum hlutafélögum fer að verða hættuleg efnahagslífinu, „elstu menn“ muna ekkert en liggja fullir á Tene. Hvað næst? Jú, bann við hitamælum: Því það eru alltaf veikindi þar sem til eru hitamælar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég á ekki hitamæli enda eru þeir heldur til óþurftar. Samanber það sem merkur maður suður á Vatnsleysuströnd sagði um miðja síðustu öld, þegar nágranni vildi ekki lána honum rassmæli að brúka á sig og sína fjölskyldu: „Iss, það eru alltaf veikindi þar sem til eru hitamælar.“ Samt hef ég tekið eftir því að undanfarið hefur ríkt nokkurt frost. Ég merki það helst á kettinum sem nennir ekki út en færir sig á milli stóla hér inni, fer úr leðri í pluss og úr plussi í leður en kýlir vömbina þess á milli og étur frá mér harðfiskinn og lifrarpylsuna. Auk innflutts sérfæðis sem hingað kemur með fraktskipum. Kötturinn jafnar kolefnissporið um sumur með því að drepa mýs. En mýs reka heil ósköp við og stuðla þannig að ofsafengnara veðurlagi en áður hefur þekkst. Landinn er duglegur að mynda mælaborðið í bílunum sínum, þar birtast hitatölur og vill hver maður helst ná svakalegustu mínustölunum á mynd og birta þær á samfélagsmiðlum. Óvíst er í hvaða tilgangi. Hinir svokölluðu „elstu menn“ sem eðli málsins samkvæmt eru aldrei sömu mennirnir hafa þó ekki verið spurðir út í þennan frostakafla. Líklega vegna þess að það þarf ekki að leita til nema fjórtán ára barna til þess að rifja upp skelfilegra kuldakast – en þau börn ættu flest að muna veturinn 2011. Þetta samfélag er alltaf að ná nýjum hæðum í taugaveiklun yfir aðgreindustu málum, nú er það frostið. Það er líkt og hér hafi aldrei áður fryst, sundlaugar loka, hlutdeild Sólskríkjusjóðsins í skráðum hlutafélögum fer að verða hættuleg efnahagslífinu, „elstu menn“ muna ekkert en liggja fullir á Tene. Hvað næst? Jú, bann við hitamælum: Því það eru alltaf veikindi þar sem til eru hitamælar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar