Klopp: Stuðningsmenn Liverpool vilja frekar vinna úrvalsdeildina en Meistaradeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2019 17:00 Jürgen Klopp. Getty/John Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerir sér fulla grein fyrir því að flestir stuðningsmenn Liverpool setja ensku úrvalsdeildina í forgang þegar kemur að því að velja á milli ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildarinnar. Liverpool tekur á móti þýska stórliðinu Bayern München annað kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur ekki unnið ensku deildina í 29 ár (1990) en vann Meistradeildina árið 2005. Það var fimmti sigur Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða en liðið vann einnig 1977, 1978, 1981 og 1984. Fjölmiðlamaður á fundi Jürgen Klopp í dag hafði það eftir stuðningsmanni Liverpool að sá hinn sami væri alveg til í að detta út á móti Bayern ef það þýddi að liðið myndi loksins vinna ensku deildina. Hann spurði Klopp út í þá yfirlýsingu.Jurgen Klopp: I know Liverpool fans would rather win the Premier League than Champions League #LFChttps://t.co/ofPdzIl0nTpic.twitter.com/wyfnjDGktk — Telegraph Football (@TeleFootball) February 18, 2019„Ég veit ekki alveg hvernig ég að svara þessu,“ sagði Jürgen Klopp enda á fullu að undirbúa Meistaradeildarleik á móti Bayern. „Ef stuðningsmenn Liverpool fengju að velja þá er það ljóst að það yrði alltaf enska úrvalsdeildin. Núna erum við hins vegar að spila í Meistaradeildinni og allir fyrrnefndir stuðningsmenn búast við því að við gerum okkar besta á morgun,“ sagði Klopp. „Þökkum guði fyrir að þurfa ekki að taka þessa ákvörðun,“ sagði Klopp síðan í léttum tón. „Við vitum það ekki í dag eða á morgun. Við verðum að gefa allt okkar, spila ástríðufullan fótbolta og fótboltann sem við búumst alltaf við þegar við spilum á Anfield,“ sagði Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerir sér fulla grein fyrir því að flestir stuðningsmenn Liverpool setja ensku úrvalsdeildina í forgang þegar kemur að því að velja á milli ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildarinnar. Liverpool tekur á móti þýska stórliðinu Bayern München annað kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur ekki unnið ensku deildina í 29 ár (1990) en vann Meistradeildina árið 2005. Það var fimmti sigur Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða en liðið vann einnig 1977, 1978, 1981 og 1984. Fjölmiðlamaður á fundi Jürgen Klopp í dag hafði það eftir stuðningsmanni Liverpool að sá hinn sami væri alveg til í að detta út á móti Bayern ef það þýddi að liðið myndi loksins vinna ensku deildina. Hann spurði Klopp út í þá yfirlýsingu.Jurgen Klopp: I know Liverpool fans would rather win the Premier League than Champions League #LFChttps://t.co/ofPdzIl0nTpic.twitter.com/wyfnjDGktk — Telegraph Football (@TeleFootball) February 18, 2019„Ég veit ekki alveg hvernig ég að svara þessu,“ sagði Jürgen Klopp enda á fullu að undirbúa Meistaradeildarleik á móti Bayern. „Ef stuðningsmenn Liverpool fengju að velja þá er það ljóst að það yrði alltaf enska úrvalsdeildin. Núna erum við hins vegar að spila í Meistaradeildinni og allir fyrrnefndir stuðningsmenn búast við því að við gerum okkar besta á morgun,“ sagði Klopp. „Þökkum guði fyrir að þurfa ekki að taka þessa ákvörðun,“ sagði Klopp síðan í léttum tón. „Við vitum það ekki í dag eða á morgun. Við verðum að gefa allt okkar, spila ástríðufullan fótbolta og fótboltann sem við búumst alltaf við þegar við spilum á Anfield,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira