Annar ósigur gæti beðið May á þingi Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 12:52 Brexit-harðlínumenn vilja ekki að May forsætisráðherra útiloki að ganga úr ESB án samnings. Vísir/EPA Forysta breska Íhaldsflokkinn reynir nú að sannfæra Brexit-harðlínumenn í flokknum til þess að styðja áform Theresu May forsætisráðherra um viðræður við Evrópusambandið um breytingar á útgöngusamningi hennar. Greidd verða atkvæði um ályktun um framhald viðræðnanna á þingi í dag. Harðlínumennirnir eru sagðir argir yfir því að þeir telja að May hafi látið undan kröfum um að útiloka útgöngu án samnings. Þeir gætu því fellt ályktun í þinginu í dag um stuðning við framhald viðræðna hennar við Evrópusambandið. Ályktunin hefur ekki lagalegt gildi en yrði hún felld væri það annar niðurlægjandi ósigur fyrir May eftir að afgerandi meirihluti þingmanna hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. Ríkisstjórn May varar við því að ef hluti Íhaldsflokksins taki þátt í að fella ályktunina veiki það samningsstöðu hennar í Brussel, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evrópskir ráðamenn myndu ekki treysta því að hún gæti aflað stuðnings við neinar þær málamiðlanir sem þeir væru tilbúnir að gera við May. Harðast er deilt um svonefnda baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti Bretlands, eftir útgönguna. Með baktryggingunni yrði Norður-Írland áfram undir viðskiptareglum ESB á meðan samið væri um framtíðarfyrirkomulag landamæranna. „Án stuðnings þingmanna verður erfiðara fyrir ríkisstjórnina að ná fram þeim breytingum á baktryggingunni sem við vitum að þeir vilja,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni í Downingstræti 10. Einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins hafa sakað May um að draga lappirnar og láta tímann líða til þess að reyna að neyða þá til að gera upp á milli útgöngusamnings hennar og útgöngu án samnings sem gæti haft veruleg efnahagsleg skakkaföll í för með sér. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu 29. mars. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Seðlabankastjóri Bretlands lýsir Brexit án samnings sem efnahagslegu áfalli fyrir landið og mögulega hagkerfi heimsins. 12. febrúar 2019 17:12 May biður um lengri tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma. 10. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira
Forysta breska Íhaldsflokkinn reynir nú að sannfæra Brexit-harðlínumenn í flokknum til þess að styðja áform Theresu May forsætisráðherra um viðræður við Evrópusambandið um breytingar á útgöngusamningi hennar. Greidd verða atkvæði um ályktun um framhald viðræðnanna á þingi í dag. Harðlínumennirnir eru sagðir argir yfir því að þeir telja að May hafi látið undan kröfum um að útiloka útgöngu án samnings. Þeir gætu því fellt ályktun í þinginu í dag um stuðning við framhald viðræðna hennar við Evrópusambandið. Ályktunin hefur ekki lagalegt gildi en yrði hún felld væri það annar niðurlægjandi ósigur fyrir May eftir að afgerandi meirihluti þingmanna hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. Ríkisstjórn May varar við því að ef hluti Íhaldsflokksins taki þátt í að fella ályktunina veiki það samningsstöðu hennar í Brussel, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evrópskir ráðamenn myndu ekki treysta því að hún gæti aflað stuðnings við neinar þær málamiðlanir sem þeir væru tilbúnir að gera við May. Harðast er deilt um svonefnda baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti Bretlands, eftir útgönguna. Með baktryggingunni yrði Norður-Írland áfram undir viðskiptareglum ESB á meðan samið væri um framtíðarfyrirkomulag landamæranna. „Án stuðnings þingmanna verður erfiðara fyrir ríkisstjórnina að ná fram þeim breytingum á baktryggingunni sem við vitum að þeir vilja,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni í Downingstræti 10. Einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins hafa sakað May um að draga lappirnar og láta tímann líða til þess að reyna að neyða þá til að gera upp á milli útgöngusamnings hennar og útgöngu án samnings sem gæti haft veruleg efnahagsleg skakkaföll í för með sér. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu 29. mars.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Seðlabankastjóri Bretlands lýsir Brexit án samnings sem efnahagslegu áfalli fyrir landið og mögulega hagkerfi heimsins. 12. febrúar 2019 17:12 May biður um lengri tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma. 10. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira
Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Seðlabankastjóri Bretlands lýsir Brexit án samnings sem efnahagslegu áfalli fyrir landið og mögulega hagkerfi heimsins. 12. febrúar 2019 17:12
May biður um lengri tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma. 10. febrúar 2019 10:17