Baráttan er eins og að vilja ekki bólusetja börn Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Líkja má afstöðu forkólfa verkalýðsfélaga sem kalla eftir ríkulegum launahækkunum við foreldra sem neita að bólusetja börn sín. Þessir hópar eiga það sameiginlegt að vera vel meinandi. Foreldrar sem hafa tekið þá afstöðu óska börnum sínum alls hins besta og vilja allt fyrir þau gera. Þeir óttast einfaldlega að bólusetning geti leitt til einhverfu. Það kann að vera skiljanlegt. Foreldrarnir telja orsakasamhengið skýrt: Ungbarn var bólusett fyrir alvarlegum sjúkdómum, það veiktist í kjölfarið og skömmu síðar uppgötvast að barnið er einhverft. Vísindamenn hafa blessunarlega hrakið að bólusetningar valdi einhverfu. Staðreynd málsins er að skömmu eftir bólusetningu eru börn á þeim aldri að hægt er að greina einhverfu. Það eru því engin tengsl þar á milli. Langflestir foreldrar skilja og treysta rökum vísindamannanna en það er hópur sem skellir skollaeyrum við staðreyndum málsins. Fyrrnefndir verkalýðsforingjar eru sama marki brenndir. Þeir vilja launafólki vel og berjast fyrir það með kjafti og klóm. Leiðin er skýr: Til að bæta kjör launafólks þarf að hækka laun verulega. Það er skiljanlegt sjónarmið. Vandinn er sá að þar er litið fram hjá samhengi hlutanna. Margir af helstu sérfræðingum landsins, til að mynda úr háskólasamfélaginu og Seðlabankanum, hafa stigið fram og bent á að leiðin að bættum kjörum sé ekki svo einföld. Fyrirtæki geta almennt ekki hækkað laun verulega umfram verðmætaaukningu án þess að verðbólgan fari á flug og starfsfólki sé sagt upp. Þessi aðferð stjórnenda verkalýðsfélaga er margreynd og hefur ætíð misheppnast. Hún stefnir velferð flestra launamanna í hættu. Fari verðbólgan á skrið, hækkar verðlag og krónan fellur sem dregur enn frekar úr kaupmætti og eykur verðbólgu, stýrivextir hækka og húsnæðis- og bílalán landsmanna rjúka upp. Veruleg verðbólga dregur einnig úr fjárfestingum fyrirtækja sem bitnar á hagkvæmni í rekstri, samkeppnishæfni þeirra og getu til að hækka laun þegar fram í sækir. Að ógleymdu því að verðbólga rýrir sparnað. Landsmenn munu því sitja eftir með sárt ennið. Rétt eins og óbólusett barn í mislingafaraldi. Landsmenn munu njóta góðs af auknum kaupmætti og til að auka hann þarf stöðugleika í víðum skilningi, eins leiðinlegt og það kann að hljóma í eyrum baráttumanna. Hér er átt við verðlag, launakjör, regluverk og gengi krónu. Það er kjörlendi til að fjárfesta í aukinni hagkvæmni sem stuðlað getur að blómlegu samfélagi og hærri launum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Líkja má afstöðu forkólfa verkalýðsfélaga sem kalla eftir ríkulegum launahækkunum við foreldra sem neita að bólusetja börn sín. Þessir hópar eiga það sameiginlegt að vera vel meinandi. Foreldrar sem hafa tekið þá afstöðu óska börnum sínum alls hins besta og vilja allt fyrir þau gera. Þeir óttast einfaldlega að bólusetning geti leitt til einhverfu. Það kann að vera skiljanlegt. Foreldrarnir telja orsakasamhengið skýrt: Ungbarn var bólusett fyrir alvarlegum sjúkdómum, það veiktist í kjölfarið og skömmu síðar uppgötvast að barnið er einhverft. Vísindamenn hafa blessunarlega hrakið að bólusetningar valdi einhverfu. Staðreynd málsins er að skömmu eftir bólusetningu eru börn á þeim aldri að hægt er að greina einhverfu. Það eru því engin tengsl þar á milli. Langflestir foreldrar skilja og treysta rökum vísindamannanna en það er hópur sem skellir skollaeyrum við staðreyndum málsins. Fyrrnefndir verkalýðsforingjar eru sama marki brenndir. Þeir vilja launafólki vel og berjast fyrir það með kjafti og klóm. Leiðin er skýr: Til að bæta kjör launafólks þarf að hækka laun verulega. Það er skiljanlegt sjónarmið. Vandinn er sá að þar er litið fram hjá samhengi hlutanna. Margir af helstu sérfræðingum landsins, til að mynda úr háskólasamfélaginu og Seðlabankanum, hafa stigið fram og bent á að leiðin að bættum kjörum sé ekki svo einföld. Fyrirtæki geta almennt ekki hækkað laun verulega umfram verðmætaaukningu án þess að verðbólgan fari á flug og starfsfólki sé sagt upp. Þessi aðferð stjórnenda verkalýðsfélaga er margreynd og hefur ætíð misheppnast. Hún stefnir velferð flestra launamanna í hættu. Fari verðbólgan á skrið, hækkar verðlag og krónan fellur sem dregur enn frekar úr kaupmætti og eykur verðbólgu, stýrivextir hækka og húsnæðis- og bílalán landsmanna rjúka upp. Veruleg verðbólga dregur einnig úr fjárfestingum fyrirtækja sem bitnar á hagkvæmni í rekstri, samkeppnishæfni þeirra og getu til að hækka laun þegar fram í sækir. Að ógleymdu því að verðbólga rýrir sparnað. Landsmenn munu því sitja eftir með sárt ennið. Rétt eins og óbólusett barn í mislingafaraldi. Landsmenn munu njóta góðs af auknum kaupmætti og til að auka hann þarf stöðugleika í víðum skilningi, eins leiðinlegt og það kann að hljóma í eyrum baráttumanna. Hér er átt við verðlag, launakjör, regluverk og gengi krónu. Það er kjörlendi til að fjárfesta í aukinni hagkvæmni sem stuðlað getur að blómlegu samfélagi og hærri launum.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar