Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Andri Eysteinsson skrifar 10. febrúar 2019 17:30 Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. Kristján var gestur nafna síns, Kristjáns Kristjánssonar, á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. „Þetta er orðið, því miður, síendurtekið efni. Við höfum séð úrskurði kjararáðs í gegnum tíðina sem hafa skilað alþingismönnum og tekjuhæstu ríkisstarfsmönnum 45% hækkun á einu bretti. Nú sjáum við bankastjóra Landsbankans fara úr 2,1 milljón upp í 3,8 milljónir. Hækkun um 1,7 milljónir á skömmum tíma. Þetta er bara sprengja inn í þetta umhverfi sem við erum í,“ sagði Kristján Þórður.Þrátt fyrir dempaða rödd er málefnið brýnt Kristjánarnir ræddu saman um kjaraviðræðurnar og þá helst stöðu iðnaðarmanna, en minna hefur farið fyrir iðnaðarmönnum í þessum viðræðum en áður. Kristján Þórður sagði viðræður hafa gengið upp og ofan á síðustu vikum, þær hafi þokast áfram en hafi verið brokkgengar að undanförnu. Kristján segir að þrátt fyrir að rödd iðnaðarmanna í viðræðunum sé dempaðri en rödd þeirra sem hafa verið á oddinum fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar, sé málefnið brýnt. Iðnaðarmenn vilja að sögn Kristjáns halda í það sem náðst hefur, einnig þurfi að taka á málefnum erlendra starfsmanna. „Íslenskir iðnaðarmenn þeir fá greidd ákveðin markaðslaun en erlendir starfsmenn fá miklu lægri laun sem eru í besta falli að dansa á taxtanum,“ sagði Kristján og segir gapið á milli vera óásættanlegt. Kristján segir það einnig verkefni verkalýðsfélaganna að tryggja og bæta stöðu fólks eins og mögulegt er og minnist þar á brot gegn starfsmönnum sem fjallað var um í vikunni„Þurfum að sjá hvað ríkið er tilbúið að gera“ Annars segir Kristján Rafiðnaðarsambandið vera með ýmsar stefnur sem snúi að ríkinu, varðandi tekjuskattkerfið og átak í húsnæðismálum. Kristján segir að lækkun tekjuskatts á tekjulægsta hópinn geti létt undir í kjarasamningum. „Við þurfum að sjá hvað ríkið tilbúið að gera í skattamálum til þess að létta undir á öðrum stað. Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til að sýna þeirra hugmyndir á þessum enda. Kristján segir að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við ef eingöngu yrði tekið á lægstu launum, og segir að finna þurfi leiðir svo að allir aðilar fái einhvern framgang. Kristján segir mikilvægt að staða láglaunafólks batni en á meðan „þessar gölnu hækkanir“ í efri stigum viðgangist verði engin sátt um slíkar leiðir. Íslenskir bankar Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Leggja til fjögurra þrepa skattkerfi í stað tvgegja eins og í dag 7. febrúar 2019 20:00 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. Kristján var gestur nafna síns, Kristjáns Kristjánssonar, á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. „Þetta er orðið, því miður, síendurtekið efni. Við höfum séð úrskurði kjararáðs í gegnum tíðina sem hafa skilað alþingismönnum og tekjuhæstu ríkisstarfsmönnum 45% hækkun á einu bretti. Nú sjáum við bankastjóra Landsbankans fara úr 2,1 milljón upp í 3,8 milljónir. Hækkun um 1,7 milljónir á skömmum tíma. Þetta er bara sprengja inn í þetta umhverfi sem við erum í,“ sagði Kristján Þórður.Þrátt fyrir dempaða rödd er málefnið brýnt Kristjánarnir ræddu saman um kjaraviðræðurnar og þá helst stöðu iðnaðarmanna, en minna hefur farið fyrir iðnaðarmönnum í þessum viðræðum en áður. Kristján Þórður sagði viðræður hafa gengið upp og ofan á síðustu vikum, þær hafi þokast áfram en hafi verið brokkgengar að undanförnu. Kristján segir að þrátt fyrir að rödd iðnaðarmanna í viðræðunum sé dempaðri en rödd þeirra sem hafa verið á oddinum fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar, sé málefnið brýnt. Iðnaðarmenn vilja að sögn Kristjáns halda í það sem náðst hefur, einnig þurfi að taka á málefnum erlendra starfsmanna. „Íslenskir iðnaðarmenn þeir fá greidd ákveðin markaðslaun en erlendir starfsmenn fá miklu lægri laun sem eru í besta falli að dansa á taxtanum,“ sagði Kristján og segir gapið á milli vera óásættanlegt. Kristján segir það einnig verkefni verkalýðsfélaganna að tryggja og bæta stöðu fólks eins og mögulegt er og minnist þar á brot gegn starfsmönnum sem fjallað var um í vikunni„Þurfum að sjá hvað ríkið er tilbúið að gera“ Annars segir Kristján Rafiðnaðarsambandið vera með ýmsar stefnur sem snúi að ríkinu, varðandi tekjuskattkerfið og átak í húsnæðismálum. Kristján segir að lækkun tekjuskatts á tekjulægsta hópinn geti létt undir í kjarasamningum. „Við þurfum að sjá hvað ríkið tilbúið að gera í skattamálum til þess að létta undir á öðrum stað. Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til að sýna þeirra hugmyndir á þessum enda. Kristján segir að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við ef eingöngu yrði tekið á lægstu launum, og segir að finna þurfi leiðir svo að allir aðilar fái einhvern framgang. Kristján segir mikilvægt að staða láglaunafólks batni en á meðan „þessar gölnu hækkanir“ í efri stigum viðgangist verði engin sátt um slíkar leiðir.
Íslenskir bankar Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Leggja til fjögurra þrepa skattkerfi í stað tvgegja eins og í dag 7. febrúar 2019 20:00 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46
Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Leggja til fjögurra þrepa skattkerfi í stað tvgegja eins og í dag 7. febrúar 2019 20:00
Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00