Miðflokkurinn segir alla aðra flokka hampa vogunarsjóðum með frumvarpi Heimir Már Pétursson skrifar 27. febrúar 2019 19:45 Formaður Miðflokksins segir stjórnvöld vera að gefa eftir gagnvart erlendum vogunarsjóðum með frumvarpi fjármálaráðherra sem þingmenn flokksins hafa nú rætt á Alþingi í tæpan sólarhring. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þessar fullyrðingar alrangar. Önnur umræða um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem enn eru í höftum hófst á Alþingi í gær og stóð yfir í rúmar fjórtán klukkustundir. Níu þingmenn Miðflokksins ræddu frumvarp fjármálaráðherra í um þrjú hundruð ræðum frá klukkan þrjú í gærdag til klukkan að verða hálf sex í morgun. Þegar þingfundur hófst nú klukkan þrjú í dag sá ekki fyrir endann á ræðuhöldunum. Hverju eruð þið að reyna að fá fram með þessum miklu ræðuhöldum?„Við viljum til dæmis fá svör við því hvers vegna ríkisstjórn sem treystir sér ekki til að koma betur til móts við vinnumarkaðinn, treystir sér ekki til að koma til móts við eldri borgara, skilur heilu atvinnugreinarnar eftir í óvissu eins og landbúnaðinn forgangsraðar með þessum hætti. Er tilbúin til að gefa eftir sem nemur jafnvel tugum milljarða til vogunarsjóða. Þeirra vogunarsjóða sem hafa neitað að taka þátt í efnahagslegu endurreisninni á Íslandi,” segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Smári McCarthy þingmaður Pírata er einn örfárra þingmanna annarra flokka sem farið hefur í andsvör í umræðunni. Hann segir hörku Miðflokksins nú undarlega í ljósi þess að þeir hafi ekki á nokkurn hátt tekið þátt í samtali um málið á Alþingi þar til nú þegar nefndarvinnu sé lokið.Smári McCarthy, þingmaður Pírata.Vísir/Baldur„Þetta er auðvitað sóun á tíma Alþingis. Þetta er sóun á peningum samfélagsins. Það er ekki alveg ljóst hversu miklu tapi varasjóður Seðlabankans verður fyrir fyrir út af þessu uppátæki þeirra,” segir Smári. Allir flokkar á þingi nema Miðflokkurinn skrifa upp á nefndarálit efnahags- og viðskiptanefndar um málið. En frumvarpinu er ætlað að skapa forsendur fyrir því að erlendir fjárfestar sem hafa átt krónueignir á Íslandi árum saman, sem að hluta til eru að losna úr höftum þessa dagana, geti fjárfest með þeim fjármunum á ný hér á landi í stað þess að skipta þeim í gjaldeyri og hverfa með fjármagnið úr landi. Sigmundur Davíð telur ríkisstjórnina hins vegar hafa horfið frá markmiðum um losun fjármagshafta sem sett voru í tíð ríkisstjórnar hans. „Það var lagt upp með plan árið 2015 sem gekk út á að þeir sem væru til í að spila með fengju bestu kjörin en hinum yrði í rauninni refsað. Þessu hefur svo verið snúið við og þeir sem ekki hafa verið tilbúnir að leggja sitt að mörkum eru núna verðlaunaðir, segir formaður Miðflokksins. Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þetta rangt. Íslensk stjórnvöld hafi frá því Sigmundur var forsætisráðherra stefnt að því að afnema öll höft á fjármagnshreyfingum þegar skilyrði væru til þess. „Það er það sem við erum að gera. Þetta er eitt af lokaskrefunum. Við erum ekki búin að öllu leyti. En við erum að stíga mjög stórt mikilvægt skref í þá átt. Og enginn ætti að fagna meira en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að þessum áfanga sé náð,” segir Óli Björn Kárason. Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24 Miðflokksmenn sagðir hefna þess á Alþingi sem hallaðist í héraði Miðflokksmenn fá óspart að kenna á stílvopnum nokkurra færustu penna landsins. 27. febrúar 2019 10:19 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir stjórnvöld vera að gefa eftir gagnvart erlendum vogunarsjóðum með frumvarpi fjármálaráðherra sem þingmenn flokksins hafa nú rætt á Alþingi í tæpan sólarhring. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þessar fullyrðingar alrangar. Önnur umræða um frumvarp fjármálaráðherra um meðferð krónueigna sem enn eru í höftum hófst á Alþingi í gær og stóð yfir í rúmar fjórtán klukkustundir. Níu þingmenn Miðflokksins ræddu frumvarp fjármálaráðherra í um þrjú hundruð ræðum frá klukkan þrjú í gærdag til klukkan að verða hálf sex í morgun. Þegar þingfundur hófst nú klukkan þrjú í dag sá ekki fyrir endann á ræðuhöldunum. Hverju eruð þið að reyna að fá fram með þessum miklu ræðuhöldum?„Við viljum til dæmis fá svör við því hvers vegna ríkisstjórn sem treystir sér ekki til að koma betur til móts við vinnumarkaðinn, treystir sér ekki til að koma til móts við eldri borgara, skilur heilu atvinnugreinarnar eftir í óvissu eins og landbúnaðinn forgangsraðar með þessum hætti. Er tilbúin til að gefa eftir sem nemur jafnvel tugum milljarða til vogunarsjóða. Þeirra vogunarsjóða sem hafa neitað að taka þátt í efnahagslegu endurreisninni á Íslandi,” segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Smári McCarthy þingmaður Pírata er einn örfárra þingmanna annarra flokka sem farið hefur í andsvör í umræðunni. Hann segir hörku Miðflokksins nú undarlega í ljósi þess að þeir hafi ekki á nokkurn hátt tekið þátt í samtali um málið á Alþingi þar til nú þegar nefndarvinnu sé lokið.Smári McCarthy, þingmaður Pírata.Vísir/Baldur„Þetta er auðvitað sóun á tíma Alþingis. Þetta er sóun á peningum samfélagsins. Það er ekki alveg ljóst hversu miklu tapi varasjóður Seðlabankans verður fyrir fyrir út af þessu uppátæki þeirra,” segir Smári. Allir flokkar á þingi nema Miðflokkurinn skrifa upp á nefndarálit efnahags- og viðskiptanefndar um málið. En frumvarpinu er ætlað að skapa forsendur fyrir því að erlendir fjárfestar sem hafa átt krónueignir á Íslandi árum saman, sem að hluta til eru að losna úr höftum þessa dagana, geti fjárfest með þeim fjármunum á ný hér á landi í stað þess að skipta þeim í gjaldeyri og hverfa með fjármagnið úr landi. Sigmundur Davíð telur ríkisstjórnina hins vegar hafa horfið frá markmiðum um losun fjármagshafta sem sett voru í tíð ríkisstjórnar hans. „Það var lagt upp með plan árið 2015 sem gekk út á að þeir sem væru til í að spila með fengju bestu kjörin en hinum yrði í rauninni refsað. Þessu hefur svo verið snúið við og þeir sem ekki hafa verið tilbúnir að leggja sitt að mörkum eru núna verðlaunaðir, segir formaður Miðflokksins. Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir þetta rangt. Íslensk stjórnvöld hafi frá því Sigmundur var forsætisráðherra stefnt að því að afnema öll höft á fjármagnshreyfingum þegar skilyrði væru til þess. „Það er það sem við erum að gera. Þetta er eitt af lokaskrefunum. Við erum ekki búin að öllu leyti. En við erum að stíga mjög stórt mikilvægt skref í þá átt. Og enginn ætti að fagna meira en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að þessum áfanga sé náð,” segir Óli Björn Kárason.
Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11 Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24 Miðflokksmenn sagðir hefna þess á Alþingi sem hallaðist í héraði Miðflokksmenn fá óspart að kenna á stílvopnum nokkurra færustu penna landsins. 27. febrúar 2019 10:19 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira
Sigmundi heitt í hamsi eftir spurningar Smára: „Hvers konar endemis della er þetta?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, virtist ekki vera hrifinn af spurningum Smára McCarthy, þingmanns Pírata, um hagsmuni hins fyrrnefnda í tengslum við aflandskrónueigendur og vogunarsjóði á Alþingi nú síðdegis. 26. febrúar 2019 18:11
Þingfundi slitið í morgun eftir 14 tíma málþóf Eftir rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál bauð forseti Alþingis þeim að halda umræðunum áfram þegar þingið kemur saman síðar í dag. 27. febrúar 2019 06:24
Miðflokksmenn sagðir hefna þess á Alþingi sem hallaðist í héraði Miðflokksmenn fá óspart að kenna á stílvopnum nokkurra færustu penna landsins. 27. febrúar 2019 10:19