Toronto skellti Boston Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 07:30 Kawhi Leonard vísir/getty Vandræði Boston Celtics halda áfram en liðið steinlá fyrir Toronto Raptors á útivelli í nótt. Pascal Siakam skoraði 25 stig fyrir Toronto og Kawhi Leonard 21 í 118-95 sigri. Grunnurinn að sigrinum var lagður í öðrum leikhluta þegar heimamenn völtuðu yfir þá grænu. Gestirnir skoruðu aðeins 13 stig en leyfðu heimamönnum að setja 36 á meðan. Þetta var þriðji tapleikur Celtics í röð sem hefur ekki unnið leik síðan hlé var gert á deildinni vegna Stjörnuleiksins. Marcus Smart segir liðið ekki nógu tengt. „Við erum ekki að vinna þetta saman. Allir verða að vera á sömu blaðsíðu og gera sömu hlutina á sama tíma.“Kawhi Leonard (21 PTS) & @pskills43 (25 PTS) lead the @Raptors to the W in Toronto! #WeTheNorthpic.twitter.com/2efdYByz4L — NBA (@NBA) February 27, 2019 Leikmenn New York Knicks náðu loksins að vinna á heimavelli í fyrri nótt og nú geta þeir ekki hætt því liðið vann endurkomusigur á Orlando Magic í nótt. Emmanuel Mudiay, Mitchell Robinson og restin af varamönnum New York sáu til þess að Knicks færi með sigur en bekkur Knicks skoraði 75 stig af þeim 108 sem liðið gerði í leiknum. Á meðan setti bekkurinn hjá Orlando bara 7. Heimamenn eltu allan leikinn þar til aðeins um þrjár mínútur voru eftir og Robinson kom þeim yfir af vítalínunni 101-100. Leikurinn endaði í 108-103 sigri.17 PTS. 14 REB. 3 STL. 6 BLK. @23savage____ leads the @nyknicks to victory at MSG! #NewYorkForeverpic.twitter.com/HsoD4afFpb — NBA (@NBA) February 27, 2019 Í Denver fóru heimamenn í Nuggets með sigur á Oklahoma City Thunder í toppslag í Vesturdeildinni. Nikola Jokic skoraði 36 stig fyrir Denver, þar af fimm af vítalínunni í lokin. Hann var hársbreidd frá þrennu með 10 stoðsendingar og 9 fráköst. Þetta var fimmti sigur Denver í röð sem er sigri á eftir Golden State Warriors á toppi Vesturdeildarinnar.36 PTS | 9 REB | 10 AST Nikola Jokic & the @nuggets improve to 42-18 on the season! #MileHighBasketballpic.twitter.com/JvkBtr4Dac — NBA (@NBA) February 27, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - Orlando Magic 108-103 Toronto Raptors - Boston Celtics 118-95 Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 121-112 NBA Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Vandræði Boston Celtics halda áfram en liðið steinlá fyrir Toronto Raptors á útivelli í nótt. Pascal Siakam skoraði 25 stig fyrir Toronto og Kawhi Leonard 21 í 118-95 sigri. Grunnurinn að sigrinum var lagður í öðrum leikhluta þegar heimamenn völtuðu yfir þá grænu. Gestirnir skoruðu aðeins 13 stig en leyfðu heimamönnum að setja 36 á meðan. Þetta var þriðji tapleikur Celtics í röð sem hefur ekki unnið leik síðan hlé var gert á deildinni vegna Stjörnuleiksins. Marcus Smart segir liðið ekki nógu tengt. „Við erum ekki að vinna þetta saman. Allir verða að vera á sömu blaðsíðu og gera sömu hlutina á sama tíma.“Kawhi Leonard (21 PTS) & @pskills43 (25 PTS) lead the @Raptors to the W in Toronto! #WeTheNorthpic.twitter.com/2efdYByz4L — NBA (@NBA) February 27, 2019 Leikmenn New York Knicks náðu loksins að vinna á heimavelli í fyrri nótt og nú geta þeir ekki hætt því liðið vann endurkomusigur á Orlando Magic í nótt. Emmanuel Mudiay, Mitchell Robinson og restin af varamönnum New York sáu til þess að Knicks færi með sigur en bekkur Knicks skoraði 75 stig af þeim 108 sem liðið gerði í leiknum. Á meðan setti bekkurinn hjá Orlando bara 7. Heimamenn eltu allan leikinn þar til aðeins um þrjár mínútur voru eftir og Robinson kom þeim yfir af vítalínunni 101-100. Leikurinn endaði í 108-103 sigri.17 PTS. 14 REB. 3 STL. 6 BLK. @23savage____ leads the @nyknicks to victory at MSG! #NewYorkForeverpic.twitter.com/HsoD4afFpb — NBA (@NBA) February 27, 2019 Í Denver fóru heimamenn í Nuggets með sigur á Oklahoma City Thunder í toppslag í Vesturdeildinni. Nikola Jokic skoraði 36 stig fyrir Denver, þar af fimm af vítalínunni í lokin. Hann var hársbreidd frá þrennu með 10 stoðsendingar og 9 fráköst. Þetta var fimmti sigur Denver í röð sem er sigri á eftir Golden State Warriors á toppi Vesturdeildarinnar.36 PTS | 9 REB | 10 AST Nikola Jokic & the @nuggets improve to 42-18 on the season! #MileHighBasketballpic.twitter.com/JvkBtr4Dac — NBA (@NBA) February 27, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - Orlando Magic 108-103 Toronto Raptors - Boston Celtics 118-95 Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 121-112
NBA Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum