Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 11:10 Kim stígur úr brynvörðum lestarvagni sínum við komuna til Hanoi í morgun. Vísir/EPA Undirbúningur fyrir leiðtogafund Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú í hámæli. Kim mætti til Víetnam með lest í morgun og Trump er væntanlegur síðar í dag. Fyrsti fundur þeirra verður á morgun. Kim steig út úr lest sinni í Hanoi klukkan 8:22 að staðartíma í morgun. Hann hafði þá ferðast um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang í alls 65 klukkustundir, að sögn Washington Post. Víetnamskir embættismenn tóku á móti leiðtoganum unga sem fékk heiðursvörð á lestarstöðinni. Þar steig Kim upp í Mercedes-eðalvagn sem tólf lífverðir fylgdu á hlaupum. Búist er við Trump með flugi til Víetnam um klukkan 21:00 að staðartíma, klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Trump og Kim munu funda undir fjögur augu annað kvöld. Að því loknu verður kvöldverður þar sem tveir gestir og túlkar fylgja hvorum þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Washington Post segir að með Trump í för verði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Annar fundur er fyrirhugaður á fimmtudag. Átta mánuðir eru liðnir frá því að leiðtogarnir hittust í Singapúr en það var fyrsti fundur sitjandi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. Aðalumræðuefni þeirra verður afkjarnavopnun og refsiaðgerðir. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Kim heldur til fundar við Trump Leiðtoginn ferðast með lest til Hanoi. 23. febrúar 2019 22:58 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Undirbúningur fyrir leiðtogafund Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú í hámæli. Kim mætti til Víetnam með lest í morgun og Trump er væntanlegur síðar í dag. Fyrsti fundur þeirra verður á morgun. Kim steig út úr lest sinni í Hanoi klukkan 8:22 að staðartíma í morgun. Hann hafði þá ferðast um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang í alls 65 klukkustundir, að sögn Washington Post. Víetnamskir embættismenn tóku á móti leiðtoganum unga sem fékk heiðursvörð á lestarstöðinni. Þar steig Kim upp í Mercedes-eðalvagn sem tólf lífverðir fylgdu á hlaupum. Búist er við Trump með flugi til Víetnam um klukkan 21:00 að staðartíma, klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Trump og Kim munu funda undir fjögur augu annað kvöld. Að því loknu verður kvöldverður þar sem tveir gestir og túlkar fylgja hvorum þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Washington Post segir að með Trump í för verði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Annar fundur er fyrirhugaður á fimmtudag. Átta mánuðir eru liðnir frá því að leiðtogarnir hittust í Singapúr en það var fyrsti fundur sitjandi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. Aðalumræðuefni þeirra verður afkjarnavopnun og refsiaðgerðir.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Kim heldur til fundar við Trump Leiðtoginn ferðast með lest til Hanoi. 23. febrúar 2019 22:58 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30