Þrír hnefaleikakappar úr Hnefaleikafélagi Kópavogs lögðu land undir fót og tóku þátt á móti í Norður-Írlandi um síðustu helgi.
Þar bar hæst að Emin Kadri Eminsson pakkaði Íranum Charlie Ward saman. Svo góð var frammistaða okkar manns að hann var valinn boxari mótsins.
Jafet Örn Þorsteinsson varð að játa sig sigraðan í jöfnum bardaga gegn Jack Gonroy. Gonroy sterkur andstæðingur sem vann silfur á EM í fyrra.
Bardagi Kristjáns Inga Kristjánssonar og Tim Ola var svakalegur enda valinn viðureign kvöldsins. Kristján varð þó að sætta sig við tap á klofinni dómaraákvörðun.
Hnefaleikafélag Kópavogs verður með mót þann 16. mars en það er 100 ára minningarmót um goðsögnina Guðmund Arason.
Emin valinn bestur á boxmóti í Norður-Írlandi
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn


„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn
