ÍBV hefur verið sektað um 120 þúsund krónur fyrir að nota þrjá ólöglega leikmenn í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á dögunum.
Þrír leikmenn ÍBV í leik á móti Val voru skráðar í erlend félög. Þetta eru þær Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sara Suzanne Small og MckenzieGrossmann. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni.
ÍBV fór ekki vel út úr þessum leik þrátt fyrir alla ólöglegu leikmennina því Valskonur unnu leikinn 7-1.
Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni kvenna hefur skrifstofa KSÍ staðfest að leikmennirnir þrír hafi leikið ólöglegar með ÍBV í umræddum leik.
ÍBV fær í fyrsta lagi 30 þúsund króna sekt fyrir að nota ólöglegan leikmenn en svo að auki 30 þúsund króna sekt fyrir hvern leikmann sem er ekki með keppnisleyfi og tekur þátt í leiknum.
Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra. Úrslitin standa því í þessum leik.
ÍBV notaði þrjá ólöglega leikmenn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn





Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti