Ákærður í Noregi fyrir kynferðisbrot gegn 263 börnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2019 07:44 Maðurinn kom sér m.a. í samband við drengina í gegnum samskiptaforritið Skype. Getty/ Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður í Noregi fyrir að hafa brotið gegn 263 börnum í gegnum netið. Um er að ræða annað mál sinnar tegundar sem kemur upp í Akershusfylki í suðausturhluta Noregs á skömmum tíma.Sjá einnig: Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Norska ríkissjónvarpið NRK greinir frá því að þolendur mannsins séu börn á aldrinum níu til sextán ára, flest drengir. Meirihluti barnanna, 220 talsins, er frá Noregi en önnur frá öðrum Norðurlöndum. Maðurinn kom sér í samband við börnin í gegnum samskiptaforritin Skype og Omegle. NRK hefur eftir Anette Holt Tønsberg, lögmanni sem fer með málið, að maðurinn hafi í flestum tilvikum þóst vera stúlka á aldur við drengina. Hann hafi þannig öðlast traust þeirra og fengið þá til kynferðislegra athafna.„Stine“ fékk sendar nektarmyndir Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu síðan í janúar árið 2018. Lögregla komst á sporið síðla árs 2017 eftir að móðir eins drengsins heyrði á myndsamtal tíu ára sonar síns og „Stine“, norskrar unglingsstúlku sem reyndist vera umræddur karlmaður. Stine hafði fengið drenginn til að senda sér nektarmyndir og ræddi ítrekað við hann á kynferðislegum nótum. Lögmaður mannsins, Gard A. Lier, segir í samtali við VG að skjólstæðingi sínum sé létt yfir því að hafa verið handtekinn, hann hafi lengi viljað losna undan þessari „fíkn sinni“. Málið hefur verið borið saman við annað mál sem fjallað var um í fyrra. Þar var 26 ára norskur karlmaður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu. Sá þóttist einnig vera kvenkyns jafnaldri drengjanna og fékk þá þannig til kynferðislega athafna. Málin eru þó ekki sögð tengjast. Kynferðisofbeldi Noregur Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. 21. nóvember 2018 08:19 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður í Noregi fyrir að hafa brotið gegn 263 börnum í gegnum netið. Um er að ræða annað mál sinnar tegundar sem kemur upp í Akershusfylki í suðausturhluta Noregs á skömmum tíma.Sjá einnig: Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Norska ríkissjónvarpið NRK greinir frá því að þolendur mannsins séu börn á aldrinum níu til sextán ára, flest drengir. Meirihluti barnanna, 220 talsins, er frá Noregi en önnur frá öðrum Norðurlöndum. Maðurinn kom sér í samband við börnin í gegnum samskiptaforritin Skype og Omegle. NRK hefur eftir Anette Holt Tønsberg, lögmanni sem fer með málið, að maðurinn hafi í flestum tilvikum þóst vera stúlka á aldur við drengina. Hann hafi þannig öðlast traust þeirra og fengið þá til kynferðislegra athafna.„Stine“ fékk sendar nektarmyndir Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu síðan í janúar árið 2018. Lögregla komst á sporið síðla árs 2017 eftir að móðir eins drengsins heyrði á myndsamtal tíu ára sonar síns og „Stine“, norskrar unglingsstúlku sem reyndist vera umræddur karlmaður. Stine hafði fengið drenginn til að senda sér nektarmyndir og ræddi ítrekað við hann á kynferðislegum nótum. Lögmaður mannsins, Gard A. Lier, segir í samtali við VG að skjólstæðingi sínum sé létt yfir því að hafa verið handtekinn, hann hafi lengi viljað losna undan þessari „fíkn sinni“. Málið hefur verið borið saman við annað mál sem fjallað var um í fyrra. Þar var 26 ára norskur karlmaður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu. Sá þóttist einnig vera kvenkyns jafnaldri drengjanna og fékk þá þannig til kynferðislega athafna. Málin eru þó ekki sögð tengjast.
Kynferðisofbeldi Noregur Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. 21. nóvember 2018 08:19 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. 21. nóvember 2018 08:19