Heitavatnslaust er á stóru svæði í Kópavogi vegna bilunar í stofnæð hjá Veitum. Fyrirtækið segir unnið að viðgerð en að búast megi við vatnsleysi fram eftir degi.
Í tilkynningu á vefsíðu Veitna kemur fram að vatnsleysið nái til póstnúmers 200 í Kópavogi og Smárahverfis.
„Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni,“ segir þar.

