Það var frítt inn fyrir áhugafólk um UFC og fínasta mæting. Það var gaman að heyra móttökurnar sem Gunnar fékk en hann á marga aðdáendur á Bretlandseyjum.
Æfingin hjá Gunnari var í styttri kantinum en áhorfendur kunnu vel að meta það sem hann hafði fram að færa.
Sjá má smá innslag um æfinguna hér að neðan.
Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.