Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Ari Brynjólfsson skrifar 13. mars 2019 06:15 Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Fréttablaðið/Anton brink Evrópska flugöryggisstofnunin, EASA, tilkynnti síðdegis í gær um bann við umferð Boeing 737 MAX 8 þotna í Evrópu. Fyrr um daginn ákvað Icelandair að taka sínar þrjár MAX 8 vélar úr rekstri um óákveðinn tíma í kjölfar þess að Bretar lokuðu lofthelgi sinni fyrir tegundinni. Fjöldi flugfélaga og flugmálayfirvalda um heim allan hafa kyrrsett vélarnar. Bann EASA nær einnig til Boeing 737 MAX 9 véla sem er lengri gerðin af MAX 8. Icelandair reiknar ekki með að lenda í sérstökum vanda fyrst um sinn vegna flugbannsins þar sem nokkuð er í háannatímann í fluginu og yfir 30 þotur í flota félagsins. Spurningar hafa vaknað um öryggi MAX 8 þotanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu skömmu eftir flugtak með rúmlega fjögurra mánaða millibili. MAX 8 vél hrapaði í Indónesíu í lok október með þeim afleiðingum að 189 létust. Vél Norwegian nauðlenti í Íran um miðjan desember eftir að bilun kom upp. Um síðustu helgi hrapaði vél í Eþíópíu og með henni fórust 157 manns. Flugmálayfirvöld í Kína kyrrsettu vélar sinna flugfélaga á mánudag. Í gær bönnuðu flugmálayfirvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Malasíu og Ástralíu flug véla í sinni lofthelgi. Bann EASA tók gildi klukkan 19.00 í gær og þurfti að snúa nokkrum MAX 8 vélum við í loftinu. Dæmi eru um að vélar af þessari tegund hafi verið notaðar í leiguflugi til og frá landinu. Heimsferðir hafa leigt slíka vél í gegnum tékkneska flugfélagið Smartwings. Sú vél er staðsett á Kanaríeyjum. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði að sú vél hefði flogið til og frá Íslandi í gær. „Þeir voru að nota MAX 8 vél síðasta haust og í byrjun árs. Það gekk mjög vel, enda nýjar og fínar vélar. Alltaf á réttum tíma,“ sagði Tómas. „Þetta eru vélar sem byrja á Kanaríeyjum. Ég spurðist fyrir um hvort þeir muni ekki nota 737 MAX vélarnar það sem eftir er vetrar. Bara til þess að vera viss.“ Eftir að Tómas spurðist fyrir kom í ljós að vélin sem kom til Íslands í gærmorgun og fór síðdegis var af gerðinni MAX 8. „Við vitum aldrei fyrir fram hvaða vélar þeir nota. Þeir eiga eftir að fljúga þrjú flug í viðbót fyrir okkur frá Kanaríeyjum, miðað við það sem hefur gengið á geri ég ráð fyrir að þeir muni fljúga 737 MAX 8 síðustu flugin,“ sagði Tómas í gær en nú virðist ólíklegt að af því verði enda gildir bann EASA hér á landi. Isavia hefur ekki upplýsingar um hvort fleiri MAX 8 vélar fljúgi til og frá landinu í leiguflugi. Flugfélögin sem hafa notað vélarnar hér á landi, Icelandair og TUI, hafa kyrrsett þær. Ekki fengust upplýsingar frá Samgöngustofu um hvort rætt hafi verið um að banna vélarnar í lofthelgi Íslands sérstaklega. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Evrópska flugöryggisstofnunin, EASA, tilkynnti síðdegis í gær um bann við umferð Boeing 737 MAX 8 þotna í Evrópu. Fyrr um daginn ákvað Icelandair að taka sínar þrjár MAX 8 vélar úr rekstri um óákveðinn tíma í kjölfar þess að Bretar lokuðu lofthelgi sinni fyrir tegundinni. Fjöldi flugfélaga og flugmálayfirvalda um heim allan hafa kyrrsett vélarnar. Bann EASA nær einnig til Boeing 737 MAX 9 véla sem er lengri gerðin af MAX 8. Icelandair reiknar ekki með að lenda í sérstökum vanda fyrst um sinn vegna flugbannsins þar sem nokkuð er í háannatímann í fluginu og yfir 30 þotur í flota félagsins. Spurningar hafa vaknað um öryggi MAX 8 þotanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu skömmu eftir flugtak með rúmlega fjögurra mánaða millibili. MAX 8 vél hrapaði í Indónesíu í lok október með þeim afleiðingum að 189 létust. Vél Norwegian nauðlenti í Íran um miðjan desember eftir að bilun kom upp. Um síðustu helgi hrapaði vél í Eþíópíu og með henni fórust 157 manns. Flugmálayfirvöld í Kína kyrrsettu vélar sinna flugfélaga á mánudag. Í gær bönnuðu flugmálayfirvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Malasíu og Ástralíu flug véla í sinni lofthelgi. Bann EASA tók gildi klukkan 19.00 í gær og þurfti að snúa nokkrum MAX 8 vélum við í loftinu. Dæmi eru um að vélar af þessari tegund hafi verið notaðar í leiguflugi til og frá landinu. Heimsferðir hafa leigt slíka vél í gegnum tékkneska flugfélagið Smartwings. Sú vél er staðsett á Kanaríeyjum. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði að sú vél hefði flogið til og frá Íslandi í gær. „Þeir voru að nota MAX 8 vél síðasta haust og í byrjun árs. Það gekk mjög vel, enda nýjar og fínar vélar. Alltaf á réttum tíma,“ sagði Tómas. „Þetta eru vélar sem byrja á Kanaríeyjum. Ég spurðist fyrir um hvort þeir muni ekki nota 737 MAX vélarnar það sem eftir er vetrar. Bara til þess að vera viss.“ Eftir að Tómas spurðist fyrir kom í ljós að vélin sem kom til Íslands í gærmorgun og fór síðdegis var af gerðinni MAX 8. „Við vitum aldrei fyrir fram hvaða vélar þeir nota. Þeir eiga eftir að fljúga þrjú flug í viðbót fyrir okkur frá Kanaríeyjum, miðað við það sem hefur gengið á geri ég ráð fyrir að þeir muni fljúga 737 MAX 8 síðustu flugin,“ sagði Tómas í gær en nú virðist ólíklegt að af því verði enda gildir bann EASA hér á landi. Isavia hefur ekki upplýsingar um hvort fleiri MAX 8 vélar fljúgi til og frá landinu í leiguflugi. Flugfélögin sem hafa notað vélarnar hér á landi, Icelandair og TUI, hafa kyrrsett þær. Ekki fengust upplýsingar frá Samgöngustofu um hvort rætt hafi verið um að banna vélarnar í lofthelgi Íslands sérstaklega.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira