Hin ótæmandi auðlind Logi Einarsson skrifar 29. mars 2019 09:30 Íslendingar hafa lengst af verið frumframleiðslu þjóð sem komst til bjargálna vegna náttúruauðlinda. Því er okkur svolítið tamt að telja skynsamlega nýtingu þeirra vísustu tryggingu fyrir gæfu um ókomna tíð. Þetta er þó þeim annmörkum háð að við verðum sífellt að vera á varðbergi gegn ofnýtingu. Náttúran er duttlungarfull og hugmyndir okkar um æskilega umgengni við hana breytast í sífellu - hvað sé eðlilegt að nýta og þá hvernig. Það er þess vegna margt sem mælir með að við sækjum enn frekar á ný mið í atvinnuuppbyggingu þjóðarinnar; aukum hlut nýsköpunar og þekkingariðnaðar á kostnað grunnframleiðslu. Þetta fer vel saman, eins og sést vel á tækniframförum í sjávarútvegi sem skilað hefur betri hráefnanýtingu, auknu verðmæti og bættum aðbúnaði starfsfólks. Þá eru þekkingarstörfin líklegri til að vera vel borguð en mörg þeirra hefðbundnari. Ef við göngum vel um náttúruauðlindir okkar verða þær vafalaust mikilvægur hluti atvinnulífs okkar um langa framtíð. En eins víst og nýting náttúruauðlinda verður alltaf viðkvæm jafnvægislist, eigum við vannýtta auðlind sem ekki er hægt að ofnýta - hugvitið. Það er nefnilega ekki aðeins óþrjótandi heldur vex eftir því sem þú virkjar það meira. Þegar ég var í grunnskóla var algengt að litið væri á listgreinakennslu sem dútl eða kærkomna pásu nemenda frá hinum „æðri“ greinum. Því miður óttast ég að enn eimi eftir af þessu skaðlega viðhorfi. Þetta er hættuleg skammsýni því listgreinar eru mikilvægar til örva þann sköpunarkraft sem bærist innra með okkur öllum. Tónlistarnám er auðvitað mikilvægt í sjálfu sér en það að eru líka bein tengsl milli tónlistariðkunar og færni í stærðfræði, auk þess sem viðkomandi þjálfast í ástundun, ögun og einbeitingu. Myndmenntakennsla ungar ekki einungis út hæfileikaríku myndlistarfólki heldur er nauðsynlegur grunnur fyrir öll þau sem hyggjast starfa við sjónlistir síðar á ævinni - kvikmyndagerðarfólk, arkitekta, fata- og iðnhönnuði,ljósmyndara svo eitthvað sé nefnt. Listgreinakennsla örvar sköpunarkraft, eykur færni til að raungera hugmyndir og er þannig góður bakgrunnur fyrir öll störf - jafnt endurskoðandann sem kokkinn, trésmiðinn sem kennarann. Þáttur skapandi hugsunar er meira að segja svo vanmetinn að í undirstöðugreininni íslensku er námið meira á forsendum tæknilegrar nálgunar en sköpunar. Í framtíð mikilla tæknibreytinga verða skapandi hugsun, frumkvæði og sá hæfileiki að sjá hlutina frá óvæntu sjónarhorni gríðarlega dýrmæt. Ágúst Einarsson prófessor hefur í merkilegri skýrslu sýnt fram á að skapandi greinar séu lykilþáttur í verðmætasköpun landsins. Ég er sannfærður um að hlutur þeirra getur orðið enn meiri í framtíðinni og tel það beinlínis æskilegt. Listgreinar eiga því ekki að vera uppfyllingarefni í námi barna og unglinga, heldur kjarnafag sem þarf að leggja mikla áherslu á. Þessa dagana fer fram Hönnunarmars. Röð fjölbreyttra viðburða sem sýna gróskuna í hönnunargreinum innanlands og utan. Ég hvet fólk eindregið til veita þeim athygli, kynna sér fjölbreytnina og kynnast fólki sem mun auka fjölbreytni, kraft og framþróun atvinnulífsins – og gerir samfélagið skemmtilegra.Höfundur er formaður Samylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Logi Einarsson Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa lengst af verið frumframleiðslu þjóð sem komst til bjargálna vegna náttúruauðlinda. Því er okkur svolítið tamt að telja skynsamlega nýtingu þeirra vísustu tryggingu fyrir gæfu um ókomna tíð. Þetta er þó þeim annmörkum háð að við verðum sífellt að vera á varðbergi gegn ofnýtingu. Náttúran er duttlungarfull og hugmyndir okkar um æskilega umgengni við hana breytast í sífellu - hvað sé eðlilegt að nýta og þá hvernig. Það er þess vegna margt sem mælir með að við sækjum enn frekar á ný mið í atvinnuuppbyggingu þjóðarinnar; aukum hlut nýsköpunar og þekkingariðnaðar á kostnað grunnframleiðslu. Þetta fer vel saman, eins og sést vel á tækniframförum í sjávarútvegi sem skilað hefur betri hráefnanýtingu, auknu verðmæti og bættum aðbúnaði starfsfólks. Þá eru þekkingarstörfin líklegri til að vera vel borguð en mörg þeirra hefðbundnari. Ef við göngum vel um náttúruauðlindir okkar verða þær vafalaust mikilvægur hluti atvinnulífs okkar um langa framtíð. En eins víst og nýting náttúruauðlinda verður alltaf viðkvæm jafnvægislist, eigum við vannýtta auðlind sem ekki er hægt að ofnýta - hugvitið. Það er nefnilega ekki aðeins óþrjótandi heldur vex eftir því sem þú virkjar það meira. Þegar ég var í grunnskóla var algengt að litið væri á listgreinakennslu sem dútl eða kærkomna pásu nemenda frá hinum „æðri“ greinum. Því miður óttast ég að enn eimi eftir af þessu skaðlega viðhorfi. Þetta er hættuleg skammsýni því listgreinar eru mikilvægar til örva þann sköpunarkraft sem bærist innra með okkur öllum. Tónlistarnám er auðvitað mikilvægt í sjálfu sér en það að eru líka bein tengsl milli tónlistariðkunar og færni í stærðfræði, auk þess sem viðkomandi þjálfast í ástundun, ögun og einbeitingu. Myndmenntakennsla ungar ekki einungis út hæfileikaríku myndlistarfólki heldur er nauðsynlegur grunnur fyrir öll þau sem hyggjast starfa við sjónlistir síðar á ævinni - kvikmyndagerðarfólk, arkitekta, fata- og iðnhönnuði,ljósmyndara svo eitthvað sé nefnt. Listgreinakennsla örvar sköpunarkraft, eykur færni til að raungera hugmyndir og er þannig góður bakgrunnur fyrir öll störf - jafnt endurskoðandann sem kokkinn, trésmiðinn sem kennarann. Þáttur skapandi hugsunar er meira að segja svo vanmetinn að í undirstöðugreininni íslensku er námið meira á forsendum tæknilegrar nálgunar en sköpunar. Í framtíð mikilla tæknibreytinga verða skapandi hugsun, frumkvæði og sá hæfileiki að sjá hlutina frá óvæntu sjónarhorni gríðarlega dýrmæt. Ágúst Einarsson prófessor hefur í merkilegri skýrslu sýnt fram á að skapandi greinar séu lykilþáttur í verðmætasköpun landsins. Ég er sannfærður um að hlutur þeirra getur orðið enn meiri í framtíðinni og tel það beinlínis æskilegt. Listgreinar eiga því ekki að vera uppfyllingarefni í námi barna og unglinga, heldur kjarnafag sem þarf að leggja mikla áherslu á. Þessa dagana fer fram Hönnunarmars. Röð fjölbreyttra viðburða sem sýna gróskuna í hönnunargreinum innanlands og utan. Ég hvet fólk eindregið til veita þeim athygli, kynna sér fjölbreytnina og kynnast fólki sem mun auka fjölbreytni, kraft og framþróun atvinnulífsins – og gerir samfélagið skemmtilegra.Höfundur er formaður Samylkingarinnar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun