Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2019 11:39 Sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. AP/Bernat Armangue Dularfull samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Samtökin kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, og nutu fyrst athygli árið 2017 þegar samtökin sögðust hafa verndað son Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir að hann var ráðinn af dögum með gereyðingarvopni á flugvelli í Kuala Lumpur. Talið er að hann hafi verið myrtur af útsendurum Norður-Kóreu.Samkvæmt Guardian er talið að CCD sé fyrsta skipulagða andspyrnuhreyfingin gegn yfirvöldum Norður-Kóreu í rúma sjö áratugi. Þann 1. mars lýstu samtökin því yfir að þau væru í rauninni útlagastjórn Norður-Kóreu og hétu því að fella einræðisstjórn Kim vegna mannréttindaglæpa hennar.Samtökin báðu alla brottflutta og útlæga Norður-Kóreumenn að hjálpa til við byggingu nýs Joseon, sem er gamalt konungsríki á Kóreuskaganum.Spænsk yfirvöld hafa sakað Bandaríkjamann, Mexíkóa og Suður-Kóreumann um að hafa komið að árásinni á sendiráðið ásamt sjö öðrum. Það kom í ljós í gær eftir að spænskur dómari svipti hulunni af rannsókn Spánverja. Talið er að árásarmennirnir hafi flúið til Bandaríkjanna eftir árásina. Til stendur að leggja fram framsalsbeiðni.Starfsmaður sendiráðsins segir blaðamönnum að taka ekk imyndir af byggingunni.AP/Bernat ArmangueÍ samtali við Washington Post neitaði talsmaður FBI að segja til um hvort að upplýsingum hefði verið deilt með þeim. Talskona Dómsmálaráðuneytisins vildi þar að auki tjá sig um hvort framsalsbeiðni hefði borist.El País í Madríd segir að búið sé að bera kennsl á sjö af árásarmönnunum tíu. Þá er leiðtogi þeirra sagður heita Adrian Hong Chang. Hann mun vera ríkisborgari Mexíkó en búa í Bandaríkjunum. Spánverjar segja hann hafa haft samband við FBI fimm dögum eftir árásina.Þóttist vera starfsmaður sendiráðsins Dómarinn sem rannsakar málið segir Hong Chang hafa keypt vopn, hlífðargleraugu, vasaljós, fjötra og ýmislegt annað sem notað var til árásarinnar í Madríd. Um klukkan hálf fimm þann 22. febrúar fór Hong Chang til sendiráðsins og bað um að fá að hitta viðskiptafulltrúa, sem hann hafði hitt áður þegar hann þóttist vera viðskiptamaður. Þá segir dómarinn að Hong Chang hafi tekist að hleypa samverkamönnum sínum inn og þeir hafi verið vopnaðir sveðjum, hnífum, bareflum og eftirlíkingum af skotvopnum. Þeir eru þá sagðir hafa barið starfsmenn sendiráðsins og komið þeim í fjötra. Einum starfsmanna sendiráðsins tókst þó að flýja á brott með því að stökkva út um glugga á annarri hæð og sækja hjálp. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom Hong Chang sjálfur til dyra klæddur í jakkaföt og með þóttist hann vera starfsmaður sendiráðsins. Hann sagði ekkert óeðlilegt hafa átt sér stað í sendiráðinu. Lögregluþjónarnir yfirgáfu svæðið. Dómarinn segir einnig að árásarmennirnir hafi varið nokkrum klukkustundum í sendiráðinu og þeir hafi meðal annars reynt að fá viðskiptafulltrúann til að ganga til liðs við þá. Að endingu keyrðu flestir árásarmannanna á brott í þremur bílum sem voru í eigu sendiráðsins. Einn þeirra mun hafa farið út bakdyramegin og keyrt á brott í öðrum bíl. Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Dularfull samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Samtökin kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, og nutu fyrst athygli árið 2017 þegar samtökin sögðust hafa verndað son Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir að hann var ráðinn af dögum með gereyðingarvopni á flugvelli í Kuala Lumpur. Talið er að hann hafi verið myrtur af útsendurum Norður-Kóreu.Samkvæmt Guardian er talið að CCD sé fyrsta skipulagða andspyrnuhreyfingin gegn yfirvöldum Norður-Kóreu í rúma sjö áratugi. Þann 1. mars lýstu samtökin því yfir að þau væru í rauninni útlagastjórn Norður-Kóreu og hétu því að fella einræðisstjórn Kim vegna mannréttindaglæpa hennar.Samtökin báðu alla brottflutta og útlæga Norður-Kóreumenn að hjálpa til við byggingu nýs Joseon, sem er gamalt konungsríki á Kóreuskaganum.Spænsk yfirvöld hafa sakað Bandaríkjamann, Mexíkóa og Suður-Kóreumann um að hafa komið að árásinni á sendiráðið ásamt sjö öðrum. Það kom í ljós í gær eftir að spænskur dómari svipti hulunni af rannsókn Spánverja. Talið er að árásarmennirnir hafi flúið til Bandaríkjanna eftir árásina. Til stendur að leggja fram framsalsbeiðni.Starfsmaður sendiráðsins segir blaðamönnum að taka ekk imyndir af byggingunni.AP/Bernat ArmangueÍ samtali við Washington Post neitaði talsmaður FBI að segja til um hvort að upplýsingum hefði verið deilt með þeim. Talskona Dómsmálaráðuneytisins vildi þar að auki tjá sig um hvort framsalsbeiðni hefði borist.El País í Madríd segir að búið sé að bera kennsl á sjö af árásarmönnunum tíu. Þá er leiðtogi þeirra sagður heita Adrian Hong Chang. Hann mun vera ríkisborgari Mexíkó en búa í Bandaríkjunum. Spánverjar segja hann hafa haft samband við FBI fimm dögum eftir árásina.Þóttist vera starfsmaður sendiráðsins Dómarinn sem rannsakar málið segir Hong Chang hafa keypt vopn, hlífðargleraugu, vasaljós, fjötra og ýmislegt annað sem notað var til árásarinnar í Madríd. Um klukkan hálf fimm þann 22. febrúar fór Hong Chang til sendiráðsins og bað um að fá að hitta viðskiptafulltrúa, sem hann hafði hitt áður þegar hann þóttist vera viðskiptamaður. Þá segir dómarinn að Hong Chang hafi tekist að hleypa samverkamönnum sínum inn og þeir hafi verið vopnaðir sveðjum, hnífum, bareflum og eftirlíkingum af skotvopnum. Þeir eru þá sagðir hafa barið starfsmenn sendiráðsins og komið þeim í fjötra. Einum starfsmanna sendiráðsins tókst þó að flýja á brott með því að stökkva út um glugga á annarri hæð og sækja hjálp. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom Hong Chang sjálfur til dyra klæddur í jakkaföt og með þóttist hann vera starfsmaður sendiráðsins. Hann sagði ekkert óeðlilegt hafa átt sér stað í sendiráðinu. Lögregluþjónarnir yfirgáfu svæðið. Dómarinn segir einnig að árásarmennirnir hafi varið nokkrum klukkustundum í sendiráðinu og þeir hafi meðal annars reynt að fá viðskiptafulltrúann til að ganga til liðs við þá. Að endingu keyrðu flestir árásarmannanna á brott í þremur bílum sem voru í eigu sendiráðsins. Einn þeirra mun hafa farið út bakdyramegin og keyrt á brott í öðrum bíl.
Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira