Samþykkja umdeild höfundarréttarlög Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2019 13:32 Andstæðingar laganna segja það fela í sér mikil fjárútlát og þróun flókins hugbúnaðar við að greina og fjarlægja efni sem er höfundarréttarvarið. Það gæti leitt til aukinnar fákeppni á mörkuðum þar sem eingöngu stærstu fyrirtækin hafi burði til að fylgja lögunum. WPA/PATRICK SEEGER Evrópuþingið hefur samþykkt umdeild höfundarréttarlög sem gagnrýnendur segja að muni gerbreyta eðli internetsins. Lögin fela í sér að tæknifyrirtæki séu ábyrg fyrir því að notendur þeirra hlaði höfundarréttarvörðu efni upp á vefinn. 348 þingmenn greiddu atkvæði með lögunum og 278 greiddu atkvæði gegn þeim. Tónlistarfólk, fjölmiðlafyrirtæki og aðrir efnishöfundar segja lögin geta bætt stöðu þeirra á netinu en samkvæmt BBC segja aðrir að lögin muni ganga frá efni hefðbundinna notenda. Stærstu tæknifyrirtæki heims, eins og Google og Facebook eru andvíg lögunum.Lögunum var síðast breytt árið 2001 og það hefur tekið þó nokkrar tilraunir og breytingar til að koma lögunum í gegnum Evrópuþingið. Nú þurfa stök aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja lögin. Geri þau það hafa þau tvö ár til að koma þeim í gildi. Tvö ákvæði laganna eru hvað umdeildust. Annað felur í sér að fyrirtæki sem reka leitarvélar og fréttaveitur þurfa að greiða fjölmiðlum fyrir að nota fréttir og efni þeirra. Hitt ákvæðið segir að tæknifyrirtæki séu ábyrg deili notendur þeirra höfundarréttarvörðu efni. Andstæðingar laganna segja það fela í sér mikil fjárútlát og þróun flókins hugbúnaðar við að greina og fjarlægja efni sem er höfundarréttarvarið. Það gæti leitt til aukinnar fákeppni á mörkuðum þar sem eingöngu stærstu fyrirtækin hafi burði til að fylgja lögunum. Þá eru svokölluð „meme“ myndir og stutt myndbönd undanskilin lögunum en óljóst er hvernig hægt sé að útfæra þá undanþágu. Því hafa lögin verið kennd við að þau muni ganga frá meme-um dauðum, ef svo má að orði komast. Forsvarsmenn Google sögðu í janúar að ef lögin yrðu samþykkt gæti fyrirtækið þurft að aftengja fréttahluta leitarvélar þeirra í Evrópu. Evrópusambandið Facebook Google Tækni Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Evrópuþingið hefur samþykkt umdeild höfundarréttarlög sem gagnrýnendur segja að muni gerbreyta eðli internetsins. Lögin fela í sér að tæknifyrirtæki séu ábyrg fyrir því að notendur þeirra hlaði höfundarréttarvörðu efni upp á vefinn. 348 þingmenn greiddu atkvæði með lögunum og 278 greiddu atkvæði gegn þeim. Tónlistarfólk, fjölmiðlafyrirtæki og aðrir efnishöfundar segja lögin geta bætt stöðu þeirra á netinu en samkvæmt BBC segja aðrir að lögin muni ganga frá efni hefðbundinna notenda. Stærstu tæknifyrirtæki heims, eins og Google og Facebook eru andvíg lögunum.Lögunum var síðast breytt árið 2001 og það hefur tekið þó nokkrar tilraunir og breytingar til að koma lögunum í gegnum Evrópuþingið. Nú þurfa stök aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja lögin. Geri þau það hafa þau tvö ár til að koma þeim í gildi. Tvö ákvæði laganna eru hvað umdeildust. Annað felur í sér að fyrirtæki sem reka leitarvélar og fréttaveitur þurfa að greiða fjölmiðlum fyrir að nota fréttir og efni þeirra. Hitt ákvæðið segir að tæknifyrirtæki séu ábyrg deili notendur þeirra höfundarréttarvörðu efni. Andstæðingar laganna segja það fela í sér mikil fjárútlát og þróun flókins hugbúnaðar við að greina og fjarlægja efni sem er höfundarréttarvarið. Það gæti leitt til aukinnar fákeppni á mörkuðum þar sem eingöngu stærstu fyrirtækin hafi burði til að fylgja lögunum. Þá eru svokölluð „meme“ myndir og stutt myndbönd undanskilin lögunum en óljóst er hvernig hægt sé að útfæra þá undanþágu. Því hafa lögin verið kennd við að þau muni ganga frá meme-um dauðum, ef svo má að orði komast. Forsvarsmenn Google sögðu í janúar að ef lögin yrðu samþykkt gæti fyrirtækið þurft að aftengja fréttahluta leitarvélar þeirra í Evrópu.
Evrópusambandið Facebook Google Tækni Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira