Forseti UFC ekki viss um að Conor muni stíga aftur inn í búrið Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2019 12:30 Conor McGregor tapaði síðast í búrinu. vísir/getty Írski bardagakappinn og UFC-ofurstjarnan Conor McGregor hefur ekki stigið inn í búrið síðan í október í fyrra þegar að hann var niðurlægður af Khabib Nurmagomedov og Dana White, forseti UFC, er ekki viss um að hann muni nokkurn tíma berjast aftur. White svaraði spurningum um nokkra bardagakappa sem aðdáendur UFC vilja sjá aftur í búrinu í viðtali við UFC-sjónvarpsstöðina en þar var Conor McGregor fyrsta nafn á blað. Þrátt fyrir að hafa tapað síðasta bardaga slær ekkert á vinsældir írska Íslandsvinarins sem verður bara ríkari með degi hverjum en hann hefur gert vel í að nýta frægð sína til að afla sér tekna. „Frá fyrsta degi hefur Conor verið frábær viðskiptamaður. Það sem hann hefur afrekað er magnað en það væri fínt ef hann gæti haldið sér frá vandræðum,“ segir Dana White. „Eftir því sem hann verður ríkari og frægari efast ég alltaf um að hann muni nokkurn tíma berjast aftur en það fallega við Conor er að hann hefur alltaf barist við hvern sem er. Ég veit að allir halda að ég sé mikill aðdáandi og það er rétt. Hann á það líka skilið.“ Óvíst er hvort Conor muni berjast næst, ef hann mætir í búrið yfir höfuð, í fjaðurvigt eða léttvigt eins og síðast. Max Holloway er meistari í fjaðurvigt en Khabib, sem er kominn í klandur, er meistari í léttvigtinni. „Hlutirnir eru frekar mikið upp í loft í þyngdarflokkunum hans. Spurningin er hver er rétti bardaginn fyrir Conor. Þegar að hlutirnir fara að skýrast betur með Holloway, Dustin Poirier og Khabib er kominn aftur þá getum við fundið hvar Conor passar inn í þá mynd,“ segir Dana White. MMA Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Írski bardagakappinn og UFC-ofurstjarnan Conor McGregor hefur ekki stigið inn í búrið síðan í október í fyrra þegar að hann var niðurlægður af Khabib Nurmagomedov og Dana White, forseti UFC, er ekki viss um að hann muni nokkurn tíma berjast aftur. White svaraði spurningum um nokkra bardagakappa sem aðdáendur UFC vilja sjá aftur í búrinu í viðtali við UFC-sjónvarpsstöðina en þar var Conor McGregor fyrsta nafn á blað. Þrátt fyrir að hafa tapað síðasta bardaga slær ekkert á vinsældir írska Íslandsvinarins sem verður bara ríkari með degi hverjum en hann hefur gert vel í að nýta frægð sína til að afla sér tekna. „Frá fyrsta degi hefur Conor verið frábær viðskiptamaður. Það sem hann hefur afrekað er magnað en það væri fínt ef hann gæti haldið sér frá vandræðum,“ segir Dana White. „Eftir því sem hann verður ríkari og frægari efast ég alltaf um að hann muni nokkurn tíma berjast aftur en það fallega við Conor er að hann hefur alltaf barist við hvern sem er. Ég veit að allir halda að ég sé mikill aðdáandi og það er rétt. Hann á það líka skilið.“ Óvíst er hvort Conor muni berjast næst, ef hann mætir í búrið yfir höfuð, í fjaðurvigt eða léttvigt eins og síðast. Max Holloway er meistari í fjaðurvigt en Khabib, sem er kominn í klandur, er meistari í léttvigtinni. „Hlutirnir eru frekar mikið upp í loft í þyngdarflokkunum hans. Spurningin er hver er rétti bardaginn fyrir Conor. Þegar að hlutirnir fara að skýrast betur með Holloway, Dustin Poirier og Khabib er kominn aftur þá getum við fundið hvar Conor passar inn í þá mynd,“ segir Dana White.
MMA Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira