Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna mislinga Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2019 23:05 Börn að leik í Williamsburg í Brooklyn. AP/Mark Lennihan Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. Íbúar hverfisins sem um ræðir verða látnir greiða sektir fari þeir ekki í bólusetningu en minnst 285 manns hafa greinst með mislinga í hverfinu frá því í september. Um er að ræða stærsta faraldur borgarinnar frá 1991. Enn sem komið er hefur enginn látið lífið.Samkvæmt AP fréttaveitunni er ekki hægt að þvinga fólk í bólusetningu en borgin mun sekta alla þá sem ekki fara í bólusetningu um þúsund dali. Fyrr í vikunni var trúarlegum skólum og dagvistunum gert að úthýsa óbólusettum börnum. Annars gæti viðkomandi stofnunum verið lokað.Embættismenn kenna áróðri aðila sem deila dylgjum og lygum um bólusetningar um faraldurinn. Hér má sjá yfirlýsingu Bill De Blasio, borgarstjóra New York, í dag.New York Times vitnar í bækling sem hefur verið dreift í Brooklyn að undanförnu. Þar segir að bólusetningar valdi einhverfu og að bóluefni innihaldi erfðaefni úr fóstrum sem hafi verið eytt. Þar segir enn fremur að bóluefni séu einhver skærasta ógn heilsu fólks, sem er auðvitað ekki rétt.Í bæklingnum segir einnig að bóluefni innihaldi erfðaefni úr öpum, rottum og svínum og innihaldi blóð úr kúm en strangtrúaðir gyðingar mega ekki neita afurða sem unnar eru úr þeim dýrum. New York Times segir enn fremur að upp hafi komið tilvik þar sem foreldrar barna hafi reynt að hylja yfir smit barna sinna. AP fréttaveitan segir fregnum þessum hafa verið tekið misvel í Brooklyn og einhverjir íbúar sem rætt var við segi ekki við hæfi að þvinga fólk til að fá bólusetningu sem vill það ekki. Einn íbúi sagði augljóst að það væri mikið um mislingasmit í hverfinu og það væri slæmt. Hann var sömuleiðis sannfærður um að bóluefni væru slæm og hver aðili ætti að fá að taka ákvörðun fyrir sig. Það er þó til fólk sem getur ekki farið í bólusetningar vegna heilsu þeirra. Yfirvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir árið 2000 að búið væri að útrýma mislingum þar í landi. Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira
Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. Íbúar hverfisins sem um ræðir verða látnir greiða sektir fari þeir ekki í bólusetningu en minnst 285 manns hafa greinst með mislinga í hverfinu frá því í september. Um er að ræða stærsta faraldur borgarinnar frá 1991. Enn sem komið er hefur enginn látið lífið.Samkvæmt AP fréttaveitunni er ekki hægt að þvinga fólk í bólusetningu en borgin mun sekta alla þá sem ekki fara í bólusetningu um þúsund dali. Fyrr í vikunni var trúarlegum skólum og dagvistunum gert að úthýsa óbólusettum börnum. Annars gæti viðkomandi stofnunum verið lokað.Embættismenn kenna áróðri aðila sem deila dylgjum og lygum um bólusetningar um faraldurinn. Hér má sjá yfirlýsingu Bill De Blasio, borgarstjóra New York, í dag.New York Times vitnar í bækling sem hefur verið dreift í Brooklyn að undanförnu. Þar segir að bólusetningar valdi einhverfu og að bóluefni innihaldi erfðaefni úr fóstrum sem hafi verið eytt. Þar segir enn fremur að bóluefni séu einhver skærasta ógn heilsu fólks, sem er auðvitað ekki rétt.Í bæklingnum segir einnig að bóluefni innihaldi erfðaefni úr öpum, rottum og svínum og innihaldi blóð úr kúm en strangtrúaðir gyðingar mega ekki neita afurða sem unnar eru úr þeim dýrum. New York Times segir enn fremur að upp hafi komið tilvik þar sem foreldrar barna hafi reynt að hylja yfir smit barna sinna. AP fréttaveitan segir fregnum þessum hafa verið tekið misvel í Brooklyn og einhverjir íbúar sem rætt var við segi ekki við hæfi að þvinga fólk til að fá bólusetningu sem vill það ekki. Einn íbúi sagði augljóst að það væri mikið um mislingasmit í hverfinu og það væri slæmt. Hann var sömuleiðis sannfærður um að bóluefni væru slæm og hver aðili ætti að fá að taka ákvörðun fyrir sig. Það er þó til fólk sem getur ekki farið í bólusetningar vegna heilsu þeirra. Yfirvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir árið 2000 að búið væri að útrýma mislingum þar í landi.
Bandaríkin Bólusetningar Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Sjá meira