Guðni heillaði fundarmenn með rússneskukunnáttu sinni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. apríl 2019 18:45 Forseti Íslands sótti ráðstefnuna International Arctic Forum sem haldin er í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Hann tók þátt í pallborði um samstarf á norðurslóðum ásamt forsætisráðherrum Noregs og Svíþjóðar auk forseta Finnlands og forseta Rússlands. Í ræðu sinni kom Guðni inn á ríka áherslu íslenskra stjórnvalda við að tryggja umhverfisvernd og sjálfbærni á Norðurheimskautinu. Hann greindi frá áformum formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu en Ísland tekur við formennsku í ráðinu í næsta mánuði. Þá lagði hann sérstaka áherslu í ræðu sinni á vernd hafsins. „Sem forseti Íslands hef ég mikinn áhuga á málefnum hafsins og hlutverki þess í leið okkar að friðsælli, velmegandi og sjálfbærri framtíð fyrir allt mannkyn.“leiðtogarnir fimm í pallborði í dag.EPA/Anatoly MaltsevÁ fundinum var aukin umferð á norðurslóðum til umræðu og hættan á átökum. Guðni sagði að hann trúði því að vettvangur Norðurskautsráðsins væri góður staður til að leysa deilumál í sátt og vænti þess að þannig yrði það einnig í framtíðinni. Hann sagði að til þess þyrfti fólk að leggja sig fram við að skilja hvert annað. því er óhætt að segja að lokaorð hans hafi verið í anda þeirra skilaboða en þau flutti hann á rússnesku. „Það er þessvegna sem ég mun tala rússnesku í lokin,“ sagði hann. „Ég er ekki reipirennandi í rússnesku og ég afsaka það. Ég lagði stund á rússnesku fyrir löngu síðan og ég gleymdi því næstum því hvernig á að tala hana. Engu að síður man ég eftirfarandi og ég er viljugur til að segja það núna: Það er ekkert mikilvægara í heiminum en sönn vinátta,“ sagði Guðni og sjá mátti að ráðstefnugestum var skemmt yfir æfingu hans á rússnesku.Hér fyrir neðan má hlusta á ræðu Guðna í heild sinni: Forseti Íslands Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Bein útsending: Guðni forseti og Pútín ræða norðurslóðamál í Pétursborg Forseti Íslands fundar einnig með forseta Rússlands á morgun. 9. apríl 2019 11:05 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Forseti Íslands sótti ráðstefnuna International Arctic Forum sem haldin er í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Hann tók þátt í pallborði um samstarf á norðurslóðum ásamt forsætisráðherrum Noregs og Svíþjóðar auk forseta Finnlands og forseta Rússlands. Í ræðu sinni kom Guðni inn á ríka áherslu íslenskra stjórnvalda við að tryggja umhverfisvernd og sjálfbærni á Norðurheimskautinu. Hann greindi frá áformum formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu en Ísland tekur við formennsku í ráðinu í næsta mánuði. Þá lagði hann sérstaka áherslu í ræðu sinni á vernd hafsins. „Sem forseti Íslands hef ég mikinn áhuga á málefnum hafsins og hlutverki þess í leið okkar að friðsælli, velmegandi og sjálfbærri framtíð fyrir allt mannkyn.“leiðtogarnir fimm í pallborði í dag.EPA/Anatoly MaltsevÁ fundinum var aukin umferð á norðurslóðum til umræðu og hættan á átökum. Guðni sagði að hann trúði því að vettvangur Norðurskautsráðsins væri góður staður til að leysa deilumál í sátt og vænti þess að þannig yrði það einnig í framtíðinni. Hann sagði að til þess þyrfti fólk að leggja sig fram við að skilja hvert annað. því er óhætt að segja að lokaorð hans hafi verið í anda þeirra skilaboða en þau flutti hann á rússnesku. „Það er þessvegna sem ég mun tala rússnesku í lokin,“ sagði hann. „Ég er ekki reipirennandi í rússnesku og ég afsaka það. Ég lagði stund á rússnesku fyrir löngu síðan og ég gleymdi því næstum því hvernig á að tala hana. Engu að síður man ég eftirfarandi og ég er viljugur til að segja það núna: Það er ekkert mikilvægara í heiminum en sönn vinátta,“ sagði Guðni og sjá mátti að ráðstefnugestum var skemmt yfir æfingu hans á rússnesku.Hér fyrir neðan má hlusta á ræðu Guðna í heild sinni:
Forseti Íslands Norðurslóðir Rússland Tengdar fréttir Bein útsending: Guðni forseti og Pútín ræða norðurslóðamál í Pétursborg Forseti Íslands fundar einnig með forseta Rússlands á morgun. 9. apríl 2019 11:05 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Bein útsending: Guðni forseti og Pútín ræða norðurslóðamál í Pétursborg Forseti Íslands fundar einnig með forseta Rússlands á morgun. 9. apríl 2019 11:05