Leigusalar hafa beðið með að breyta útliti WOW flugvéla Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. apríl 2019 12:15 Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið. Líkt og fjallað hefur verið um að undanförnu hyggjast Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air og nokkrir lykilstarfsmenn flugfélagsins endurvekja rekstur þess og eru þeir sagðir leita fjármögnunar upp á fjörutíu milljónir dala. Þá varð greint frá því í gær að fjármögnun nýs félags byggði meðal annars á hópfjármögnun á erlendri vefsíðu. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins vilja Skúli og félagar fá allt að 670 milljónir króna með þessari leið og er lágmarksfjárhæð sem hægt verður að leggja til sögð vera 200 til 250 þúsund krónur. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóri þrotabús WOW air, segir að tímapressan sé mikil gagnvart þeim sem hyggjast kaupa rekstur félagsins. „Það eru þessi slot. Það þarf að koma þeim aftur í umferð. Þeir stjórnendur úti sem sjá um að úthluta slottum eru ekki þolinmóðir,“ segir Sveinn Andri en samkvæmt heimildum fréttastofu var öllum lendingarleyfum WOW air úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan beðið er eftir því hvort rekstur verði hafinn að nýju. Þá eru leigusalar flugvéla WOW air orðið óþreyjufullir. „Þeir sjá sér kannski ákveðinn hag í því að nýr aðili taki yfir vélunum sem eru með sama útliti og lógói. Þá þarf ekki að fara í mikinn kostnað með að breyta vélunum. Það er hluti af þessum viðræðum sem nýir aðilar eiga við heildsala, að þeir bíði með að breyta vélunum,“ segir Sveinn Andri. Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra.Vísir/vilhelmÞá eru meðal hugmynda Skúla og félaga að hið endurreista félag taki yfir kröfur um 200 starfsmanna um vangoldin laun í þrotabúið. Sveinn Andri segist hafa tekið vel í þessa hugmynd þar sem það sé jákvætt að hluti fyrrum starfsmanna WOW air fái vinnu á ný. „Þetta myndi líka leiða til þess að þá fækkar forgangskröfum sem þessu nemur í búið og þá eru meiri líkur á því að almennir kröfuhafa, sem við vinnum fyrir líka, fái eitthvað fyrir sinn snúð,“ segir Sveinn Andri. Búist er við mörgum kröfum í þrotabúið og segir Sveinn Andri að fjöldi kröfulýsinga hafi nú þegar hafa borist. Hann segir eitt það verðmætasta í búinu vera bókunarkerfið en gríðarleg vinna hafi legið að baki þróunar hugbúnaðarins. „Síðan á félagið mjög verðmæta óveðsetta varahluti. Fljótlega þegar það skýrist hvort þessir nýju aðilar komi inn, og ef þeir koma ekki inn, þá forum við í það að selja þessa varahluti. Þeir eru mjög auðseljanlegir,“ segir Sveinn Andri en um ræðir varahluti og verkfæri sem tengist rekstri flugvéla. Þá er búið að skila hluta af leiguhúsnæði WOW air í Katrínartúni og þegar er byrjað að selja eignir út úr búinu eins og til dæmis skrifstofubúnað og húsgögn. Sveinn Andri býst við því að í ljós komi hvort WOW air verði endurreist á allra næstu dögum. „Það má vel vera að þeim takist að kreista út einhverja auka fresti en það erum ekki við sem ráðum ferðinni þá,“ segir Sveinn Andri. Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45 Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15 Deila um skiptastjóra WOW air fyrir dóm á miðvikudag Til stendur að taka kröfu Arion banka, þess efnis að Sveinn Andri Sveinsson lögmaður víki sem annar skiptastjóra þrotabús WOW air, fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. 8. apríl 2019 12:12 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann, bæði frá leigusölum flugvélanna sem bíða með að breyta útliti vélanna og frá þeim sem úthluta lendingarleyfum. Öllum lendingarleyfum WOW air hefur verið úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan óvissa ríkir um framhaldið. Líkt og fjallað hefur verið um að undanförnu hyggjast Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air og nokkrir lykilstarfsmenn flugfélagsins endurvekja rekstur þess og eru þeir sagðir leita fjármögnunar upp á fjörutíu milljónir dala. Þá varð greint frá því í gær að fjármögnun nýs félags byggði meðal annars á hópfjármögnun á erlendri vefsíðu. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins vilja Skúli og félagar fá allt að 670 milljónir króna með þessari leið og er lágmarksfjárhæð sem hægt verður að leggja til sögð vera 200 til 250 þúsund krónur. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóri þrotabús WOW air, segir að tímapressan sé mikil gagnvart þeim sem hyggjast kaupa rekstur félagsins. „Það eru þessi slot. Það þarf að koma þeim aftur í umferð. Þeir stjórnendur úti sem sjá um að úthluta slottum eru ekki þolinmóðir,“ segir Sveinn Andri en samkvæmt heimildum fréttastofu var öllum lendingarleyfum WOW air úthlutað tímabundið til annarra flugfélaga á meðan beðið er eftir því hvort rekstur verði hafinn að nýju. Þá eru leigusalar flugvéla WOW air orðið óþreyjufullir. „Þeir sjá sér kannski ákveðinn hag í því að nýr aðili taki yfir vélunum sem eru með sama útliti og lógói. Þá þarf ekki að fara í mikinn kostnað með að breyta vélunum. Það er hluti af þessum viðræðum sem nýir aðilar eiga við heildsala, að þeir bíði með að breyta vélunum,“ segir Sveinn Andri. Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra.Vísir/vilhelmÞá eru meðal hugmynda Skúla og félaga að hið endurreista félag taki yfir kröfur um 200 starfsmanna um vangoldin laun í þrotabúið. Sveinn Andri segist hafa tekið vel í þessa hugmynd þar sem það sé jákvætt að hluti fyrrum starfsmanna WOW air fái vinnu á ný. „Þetta myndi líka leiða til þess að þá fækkar forgangskröfum sem þessu nemur í búið og þá eru meiri líkur á því að almennir kröfuhafa, sem við vinnum fyrir líka, fái eitthvað fyrir sinn snúð,“ segir Sveinn Andri. Búist er við mörgum kröfum í þrotabúið og segir Sveinn Andri að fjöldi kröfulýsinga hafi nú þegar hafa borist. Hann segir eitt það verðmætasta í búinu vera bókunarkerfið en gríðarleg vinna hafi legið að baki þróunar hugbúnaðarins. „Síðan á félagið mjög verðmæta óveðsetta varahluti. Fljótlega þegar það skýrist hvort þessir nýju aðilar komi inn, og ef þeir koma ekki inn, þá forum við í það að selja þessa varahluti. Þeir eru mjög auðseljanlegir,“ segir Sveinn Andri en um ræðir varahluti og verkfæri sem tengist rekstri flugvéla. Þá er búið að skila hluta af leiguhúsnæði WOW air í Katrínartúni og þegar er byrjað að selja eignir út úr búinu eins og til dæmis skrifstofubúnað og húsgögn. Sveinn Andri býst við því að í ljós komi hvort WOW air verði endurreist á allra næstu dögum. „Það má vel vera að þeim takist að kreista út einhverja auka fresti en það erum ekki við sem ráðum ferðinni þá,“ segir Sveinn Andri.
Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45 Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15 Deila um skiptastjóra WOW air fyrir dóm á miðvikudag Til stendur að taka kröfu Arion banka, þess efnis að Sveinn Andri Sveinsson lögmaður víki sem annar skiptastjóra þrotabús WOW air, fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. 8. apríl 2019 12:12 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45
Skúli ætlar að reyna hópfjármögnun Skúli Mogensen og félagar sem ætla sér að endurreisa WOW air hafa stuttan tíma til þess að klára dæmið. Hópfjármögnun í kortunum og vörumerkið keypt til baka. 8. apríl 2019 06:15
Deila um skiptastjóra WOW air fyrir dóm á miðvikudag Til stendur að taka kröfu Arion banka, þess efnis að Sveinn Andri Sveinsson lögmaður víki sem annar skiptastjóra þrotabús WOW air, fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. 8. apríl 2019 12:12