Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2019 09:00 Ekkert liggur fyrir um hvenær Boeing 737 vélarnar verða teknar aftur í notkun. Vísir/Vilhelm Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að um 160 flugmenn hjá Icelandair séu þjálfaðir til að fljúga Boeing MAX vélum. Alls starfa 600 flugmenn hjá Icelandair.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þar sem flugmenn okkar fljúga einungis einni vélartegund á hverjum tíma, þá eru þessir flugmenn ekki að fljúga sem stendur. Einhverjir þeirra eru þó í öðrum verkefnum hjá okkur og þeir sem hafa flogið Boeing 757 og 767 vélum hafa verið í þjálfun að undanförnu til að fljúga þeim vélum.“ Aðspurð um skýrari skiptingu flugmanna, hve margir séu á launum án þess að sinna nokkrum verkefnum þessa dagana, sagðist Ásdís ekki geta veitt nákvæmari upplýsingar. Samkvæmt heimildum Vísis er það þó svo að stærstur hluti flugmannanna er aðgerðarlaus, í óvæntu launuðu leyfi. Flugfélagið hefur reynt að bregðast við stöðunni. Meðal annars með því að láta sem umrædda flugmenn taka vetrarfríið sitt og svo snemmsumarfrí í maí.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarUm nokkuð flókna stöðu er að ræða hjá Icelandair. 757 og 767 flugvélarnar eru vel mannaðar svo ekki er mikill skortur á flugmönnum í þann hóp. Þá þurfa flugmenn á Boeing MAX vélarnar að vera klárir þegar flugvélarnar verða settar aftur í umferð. Icelandair pantaði á sínum tíma alls sextán flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX. Þær fyrstu voru teknar í notkun árið 2018 og voru fyrrnefndar þrjár komnar í notkun við kyrrsetninguna í mars. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hafði á orði nýtingu á vinnu flugmanna og flugþjóna í viðtali við Financial Times á dögunum. „Við erum að greiða flugmönnum okkar og flugþjónum góð laun en það er tækifæri til þess að fá meira ... út úr starfsfólkinu,“ sagði Bogi í viðtalinu sem lesa má hér. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Sjá meira
Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að um 160 flugmenn hjá Icelandair séu þjálfaðir til að fljúga Boeing MAX vélum. Alls starfa 600 flugmenn hjá Icelandair.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þar sem flugmenn okkar fljúga einungis einni vélartegund á hverjum tíma, þá eru þessir flugmenn ekki að fljúga sem stendur. Einhverjir þeirra eru þó í öðrum verkefnum hjá okkur og þeir sem hafa flogið Boeing 757 og 767 vélum hafa verið í þjálfun að undanförnu til að fljúga þeim vélum.“ Aðspurð um skýrari skiptingu flugmanna, hve margir séu á launum án þess að sinna nokkrum verkefnum þessa dagana, sagðist Ásdís ekki geta veitt nákvæmari upplýsingar. Samkvæmt heimildum Vísis er það þó svo að stærstur hluti flugmannanna er aðgerðarlaus, í óvæntu launuðu leyfi. Flugfélagið hefur reynt að bregðast við stöðunni. Meðal annars með því að láta sem umrædda flugmenn taka vetrarfríið sitt og svo snemmsumarfrí í maí.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarUm nokkuð flókna stöðu er að ræða hjá Icelandair. 757 og 767 flugvélarnar eru vel mannaðar svo ekki er mikill skortur á flugmönnum í þann hóp. Þá þurfa flugmenn á Boeing MAX vélarnar að vera klárir þegar flugvélarnar verða settar aftur í umferð. Icelandair pantaði á sínum tíma alls sextán flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX. Þær fyrstu voru teknar í notkun árið 2018 og voru fyrrnefndar þrjár komnar í notkun við kyrrsetninguna í mars. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hafði á orði nýtingu á vinnu flugmanna og flugþjóna í viðtali við Financial Times á dögunum. „Við erum að greiða flugmönnum okkar og flugþjónum góð laun en það er tækifæri til þess að fá meira ... út úr starfsfólkinu,“ sagði Bogi í viðtalinu sem lesa má hér.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Sjá meira